
Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?
Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.