Mannlíf

Framsýn þakkað fyrir velvilja í garð HSN í Þingeyjarsýslum

Aðalfundur Styrktarfélags HSN í Þingeyjarsýslum var haldinn á dögunum. Þar var farið yfir rekstur félagsins árið 2024 auk þess sem stjórn félagsins afhenti HSN gjafabréf fyrir þeim tækjum sem félagið hefur fjármagnað fyrir stofnunina. Alls styrkti sjóðurinn HSN fyrir um 14,6 milljónir króna árið 2024 og það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir.

Lesa meira

Fyrsti doktor í hjúkrunarfræði sem útskrifast frá Háskólanum á Akureyri

Akureyri skartaði sínu fegursta þegar Elín Arnardóttir, fyrsti doktor í hjúkrunarfræði útskrifaður frá Háskólanum á Akureyri, varði doktorsritgerð sína við glæsilega og hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans föstudaginn 14. nóvember síðastliðinn.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið sýnir Jólaköttinn næstu helgar

„Þetta er hugljúft jólaævintýri sem við vonum að fólki á öllum aldri falli vel í geð,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir. Hún skrifað leikverkið Jólaköttinn sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir annað kvöld, föstudagskvöldið 21. nóvember kl. 20. Verkið verður sýnt um helgar fram til jóla, kl. 13 á laugar- og sunnudögum og síðasta sýning verður 20. desember.

Lesa meira

FVSA styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 750.000 kr. til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Rauða Krossins við Eyjafjörð og Hjálparstarfs Kirkjunnar, en í sameiningu standa samtökin að jólaaðstoð á svæðinu. 

Lesa meira

Raggi Sverris á 60 ára starfsafmæli

„Ég er algjörlega elsku sáttur við starfsferilinn og hefði hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Ragnar Sverrisson sem fagnar því á laugardag, 22 nóvember að hafa starfað hjá versluninni JMJ á Akureyri í 60 ár. „Galdurinn við að endast svona lengi er að hafa gaman af starfinu og sinna því af ástríðu alla daga.“

Lesa meira

Akureyri - Óbreytt útsvar og lægri fasteignaskattur

Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2026 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. nóvember.

Lesa meira

Vel heppnaður hádegisfundur um nýbyggingu SAk

Í dag fór fram opinn hádegisfundur um nýbyggingu SAk. Var fundurinn vel sóttur, en um 120 manns sátu fundinn ýmist í Hofi eða á streymi.

Lesa meira

Svo sæt saman!

Á Facebookarsíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga er að finna einkar skemmtilega frásögn, við stóðumst ekki mátið og birtum hana hér enda alltaf gott að lesa jákvæða skemmtilega frásögn.

Lesa meira

Gríðarleg tækifæri í vetrarferðamennsku í Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit hefur í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu, unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Jana Salóme vill leiða lista VG við sveitarstjórnarkosningarnar n.k.vor

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir oddviti VG á Akureyri sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jana Salóme sendi frá sér i morgun á Facebook.

Í áðurnefndri yfirlýsingu segir:

Lesa meira

Eining-Iðja styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins

Á fundi aðalstjórnar Einingar-Iðju í síðustu viku var samþykkt að veita Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.250.000.

Lesa meira

Heimir Örn Árnason vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar n.k.vor

Heimir Örn Árnason oddviti Sjalfstæðsflokksins á Akureyri og núverandi formaður bæjarráðs sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor.  Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimir sendi frá sér i morgun á Facebook.  

Lesa meira

Reykjahlíðarskóli lenti í 2.sæti í First Lego League

Nokkrir nemendur í 7.-10. bekk fóru til Reykjavíkur 8. nóvember síðastliðinn og sýndu frábæran árangur í First Lego League keppninni, þar sem þau náðu meðal annars 2. sæti í nýsköpunarhluta keppninnar. First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. Keppnin er í raun þrískipt, en síðan 2005 hefur Háskóli Íslands haldið einn hlutann, First Lego League Challenge, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 10-16 ára.

Lesa meira

Getur bók sameinað tvær þjóðir?

Dr. Giorgio Baruchello, prófessor við Félagsvísindadeild hefur rannsakað í mörg ár hvernig húmor hefur áhrif á líf okkar og hvaða hlutverki hann gegnir.

Lesa meira

Styrktarsjóður HSN í Þingeyjarsýslu - Styrkir til tækjakaupa fyrir um 35 milljónir á tæpum tveimur árum

Styrktarsjóður HSN í Þingeyjarsýslu veitti á liðnu ári styrki að upphæð 14,6 milljónir króna. Það sem af er þessu árið hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum þar sem þetta kom fram.

Lesa meira

Píluæðið heldur áfram á Húsavík

Völsungur með yfir hundrað iðkendur

Lesa meira

Með því að efla millilandaflug um Akureyrarvöll skapast ný tækifæri

„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Femina Fabula kveður um helgina

Sýndarveruleikasýningunni Femina Fabula, sem stendur nú yfir í sal 08 í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur hlotið mikil og góð viðbrögð gesta safnsins og hafa yfir sjöhundruð manns borið hana augum á síðustu sex vikum. Sýningin byggir á hugmyndum sex sviðslistakvenna sem tjá kvenlega næmni og krafta með aðstoð sýndarveruleikagleraugna. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi verksins.

Lesa meira

Matargafir og NorðurHjálp snúa bökum saman

„Staðan er bara hreint út sagt ömurleg. Með þessari samvinnu erum við að bregðast við aukinni ásókn í aðstoð úr samfélaginu um þessar mundir og vonum svo sannarlega að við komust í gegnum þá þungu mánuði sem fram undan eru,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Norðurlandi. Tvö mannúðarfélög sem starfa á Akureyri og sinna Norðurlandi öllu hafa tekið ákvörðun um að láta reyna á samstarf sín á milli, en þetta eru félögin Matargjafir og NorðurHjálp.

Lesa meira

3+30+300 reglan í undirbúningi á Akureyri

Á heimasíðu Akureyrar, akureyri.is má  lesa að bærinn  stefnir að því að útfæra svokallaða 3+30+300 meginreglu þegar kemur að skipulagi og þéttingu byggðar. Unnið er að undirbúningi með því að kortleggja stöðuna á Akureyri í dag.

Lesa meira

Styrkur Stefaníu

Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október síðastliðnum.

Lesa meira

Tónagjöf Hymnodiu og vina í Akureyrarkirkju annað kvöld (fimmtudagskvöld)

Tónagjöf Hymnodiu og vina er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld  en þeir hefjast kl. 20. Frumkvæðið að tónleikunum á Hannes Sigurðsson einn félaga úr Hymnodiu sem fékk félaga sína til liðs við sig í verkefnið. Hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og með því að efna til tónleikanna býður hann fleirum að leggja sitt af mörkum.

Lesa meira

VMA - Nemendur á starfsbraut styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins

Nemendur á starfsbraut VMA í áfanganum Daglegur heimilisrekstur, sem Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og Inga Dís Árnadóttir kenna, efndu til nytjamarkaðar snemma í október þar sem seld voru notuð föt og ýmislegt annað gegn vægu verði.

Lesa meira

SAk - Hollvinir færa dag- og göngudeild skurðlækninga nýja gipssög

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært dag- og göngudeild skurðlækna nýja gipssög. Gipssagir eru sérhannaðar til að saga eingöngu gifs án þess að særa húð.

Lesa meira

Góður árangur LMA í Leiktu betur 2025

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tók þátt í Leiktu betur í liðinni viku. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna (e. improvisation) og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. – 9. nóvember.

Lesa meira

Á jarðýtunni á móti straumnum

Margrét Dana Þórsdóttir setur það síður en svo fyrir sig að sigla á móti straumnum. Hún leggur stund á nám í vélstjórn í VMA, námsbraut þar sem karlar hafa í gegnum tíðina verið í miklum meirihluta. Og svo er enn, segir í spjalli við Margréti Dönu á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem finna má viðtal við hana

Lesa meira

Nýr samstarfssamningur um þjónustu Fjölsmiðjunnar

Á vef Akureyrarbæjar er sagt frá að í dag undirrituðu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölmiðjunnar, nýjan samstarfssamning um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri.

Lesa meira