Mannlíf

Sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2024 afhent á aðalfundi 2025

Sauðfjárverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar voru afhent á dögunum á aðalfundi sambandsins.  Eyjafjörðru sátar af afar mörgun góðum búum svo sem kunngut er en að lokum stóð eitt uppi sem dómnefnd þótti best.

 

Náttúruöflin eru nú ekki alltaf þau auðveldustu að eiga við og þekkjum við það vel sem hér á þessu blessaða skeri búum. Síðasta ár fór ómjúkum höndum um okkur.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opið alla páskahátíðina

Listasafnið á Akureyri verður að venju opið alla páskahátíðina á hefðbundnum opnunartíma kl. 12-17, en nú standa yfir átta sýningar í tólf sölum safnsins.

Lesa meira

Lundinn er kominn í Grímsey

Fyrstu lundarnir settust upp í Grímsey  fyrir viku. Sjómenn höfðu séð til þeirra á sjó við eyjuna um mánaðamótin en mögulega hefur einstaklega fallegt veður síðustu daga orðið til þess að lundarnir hafi freistast til að hefja vorstörfin fyrr en ella segir á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Lesa meira

Hæfileikakeppni Akureyrar Brynja Dís sigraði

Brynja Dís sigraði keppnina með frábæru atriði þar sem hún flutti frumsamið ljóð. Dansatriðið Skólarapp hlaut verðskuldað 2. sæti en danshópinn mynda þær Alexandra, Eva Elísabet, Hrafntinna Rún, Karítas Hekla, Karítas Von, Margrét Varða og Sóldögg Jökla. Kristín Bára Gautsdóttir landaði þriðja sætinu fyrir frábært söngatriði þar sem hún söng lagið from The start með Laufey.

Hæfileikakeppni Akureyrar er fyrir börn í 5. - 10. bekk. Stemmningin var góð. Atriðin voru tæplega 20 og tóku 40 krakkar þátt.

Lesa meira

Viðtalið - Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins

„Við stefnum að því að fjölga sjálfboðaliðum sem starfa við Hjálparsímann 1717 hér fyrir norðan,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins á Akureyri.  Alls starfa um þessar mundir 8 sjálfboðaliðar á starfsstöð Hjálparsímans á Akureyri.

Lesa meira

Tónleikaröðin Hvítar Súlur

Ný tónleikaröð „Hvitar Súlur“ hefur göngu sína á Pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þá stígur á stokk strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur, Vigdísi Másdóttur og Gretu Rún Snorradóttur. Flutt verða verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson, Vasks að ógleymdum hinum víðfræga Keisarakvartett Haydns.

Lesa meira

,,Ætlum að búa til fallega samverustund"

Tónlistarhátíðin Hnoðri á Húsavík um páskahelgina

Lesa meira

Kirkjurkórar syngja ekki bara Ave María og prjóna á milli messa

Kór Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal er skipaður kraftmiklu fólki sem kallar ekki allt ömmu sína og stjórnandi þessa galvaska og síkáta hóps, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, vílar fátt ef nokkuð fyrir sér. Það er því oftar en ekki í þessu samstarfi að ýmsum hugmyndum er hrundið í framkvæmd.

Lesa meira

Sýningin „Vinnuhundar“ í Deiglunni, Akureyri

Í apríl tekur Listasafnið á Akureyri á móti hollensku listakonunni Philine van der Vegte í gestavinnustofu safnsins. Van der Vegte er þekkt fyrir tjáningarríkar olíumálverk sín og lifandi blekteikningar af húsdýrum. Hún mun sýna verkin sín í sýningunni „Vinnuhundar“ í Deiglunni dagana 19. og 20. apríl, frá kl. 14:00 til 17:00.

Lesa meira

Samkomulag um VERÐANDI listsjóð endurnýjað til ársins 2028

Á mánudag var samkomulag um rekstur og framlög til listsjóðsins Verðandi endurnýjað til þriggja ára, en veitt hefur verið úr sjóðnum árlega frá 2018.

Lesa meira