Lilja Gísladóttir hefur gefið blóð í fimmtíu skipti
„Mér líður alltaf vel eftir blóðgjöf, er bara hress og kát,“ segir Lilja Gísladóttir sem gaf blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í 50. sinn nýverið. Lilja hefur reglulega gefið blóð undanfarin ár. Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn og hefur góð markmið varðandi blóðgjafir til framtíðar litið.