Mannlíf

Tilraunir í stofuglugganum

Hluti af því að vera blómaáhugamaður er að gera alls konar tilraunir, sama hversu gáfulegar þær eru. Í dag er ég með tvær skemmtilegar tilraunir í gangi. Annars vegar setti ég niður fræ úr lífrænni sítrónu úr Nettó en það eru komnar þrjár litlar plöntur sem virðast ætla að komast á legg. Hins vegar spíraði ég fræ úr avókadóávexti og setti að lokum í mold. Það er tilrauninn sem ég ætla að fjalla um að þessu sinni.
Lesa meira

„Sameinumst í einangruninni!“

Harpa Fönn Sigurjónssdóttir ólst upp í Kaldbak á Húsavík en fluttist til höfuðborgarinnar til að fara í menntaskóla og hefur að mestu búið þar síðan. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem slíkur fyrir Myndstef en hún lagði áherslu á höfundaréttarmál í námi sínu. Hún hefur þó lengst af starfað með einum eða öðrum hætti við listsköpun og skipulagningu listviðburða.
Lesa meira

Grímsey iðar af lífi yfir sumartímann

Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey frá árinu 1990 eða í 31 ár. Óhætt er að segja að hún sé athafnakona þar sem hún er að vasast í ýmsu á eynni og stekkur í hin og þessi störf. Hún segist kunna afar vel við sig á hjara veraldar. „Hér finnst mér dásamlegt að vera, annars væri ég varla búin að vera hér svona lengi,“ segir Anna María sem er Norðlendingur vikunnar. „Hér er allt gott að frétta. Það var verið að bólusetja okkur hér í eyjunni nýverið, alls 16 manns sem áttu eftir að fá bólusetningu og alveg magnað að vera orðin full bólusett.“ Anna María segir mikið líf færast yfir Grímsey þegar vorar. „Hér lifnar allt mikið við í maí þegar fuglarnir mæta til okkar og bjargfuglinn fer að verpa og eggjatakan á fullu. Núna er strandveiðin að byrja og þá koma hér sjómenn og lífga upp á eyjalífið. Ferjan kemur orðið fimm sinnum í viku og með henni koma ferðamennirnir og vistir til okkar. Dagurinn er orðin svo bjartur og næturnar líka og bara allt eins og það á að vera,“ segir Anna María.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Nýir þættir hefja göngu sína á N4

Lesa meira

„Finnst það svo róandi að setja podcast í eyrun og þjóta af stað“

Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. „Síðustu 10 ár eða svo hef ég verið töluvert á flakki en þó alltaf með ræturnar á Húsavík. Tvítugur fór ég í nám í Bandaríkjunum, Birmingham, Alabama, í viðskipta- og hagfræði ásamt því að spila fótbolta. Svo tóku við tvö ár í framhaldsnámi við Háskólann í Reykjavík, með viðkomu eina önn í skiptinámi í París. Því næst var förinni heitið til Sviss þar sem kærasta mín var í námi og nú er maður aftur kominn til Húsavíkur,“ segir Ármann sem er Norðlendingur vikunnar. Ármann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og segist hann vera mjög spenntur fyrir þeirri áskorun. „Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við.“
Lesa meira

Strandamaður með óbilandi áhuga á sjávarútvegi og fjármálum

Lesa meira

„Ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki“

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....
Lesa meira

Blóm er gjöf sem gleður

Vinir mínir segja margir að ég sé klikkaður enda aukast sífellt öfgarnar í pottablómaáhugamáli mínu. Í dag á ég eina plöntu fyrir hverja viku ársins eða alls 52 og þeim á eflaust eftir að fjölga. Plönturnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Allt frá litlum kaktusum, hawaii rósum, stórum drekatrjám og eitt nýlegt ólívutré svo dæmi sé tekið.
Lesa meira

Nemendur við Hlíðarskóla styrktu Krabbameinsfélag Akureyrar

Lesa meira