Mannlíf

Rithöfundar framtíðarinnar selja verk sín

Bókmenntahátíð barnanna – skapandi samstarf fjögurra skóla

Lesa meira

Fjölsmiðjan er starfsþjálfunarstaður fyrir ungt fólk

Nýr samstarfsamningur um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri hefur verið undirritaður, en markmið hans er að efla Fjölsmiðjuna sem starfsþjálfunarstað fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára. Einnig er lögð áhersla á að styrkja tengsl og samvinnu Fjölsmiðjunnar og þeirra aðila innan bæjarfélagsins sem vinna með ungu fólki.

Lesa meira

Með kveðjum frá Norðurorku

Ekki þarf að efa að margir ætla að skreyta híbyli sín um helgina og eitthvað er eflaust um það að fólk dæsi þegar ekki kemur ljós á gömlu góðu seríuna sem alltaf hefur verið í lagi.

Lesa meira

Dagatal með fuglamyndum

Sigurður H. Ringsted sjálfboðaliði Rauða krossins við Eyjafjörð fór nú annað árið í röð í það dásamlega verkefni að hanna og láta prenta dagatal sem er prýtt fallegum myndum sem hann tók sjálfur af fuglum.

Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur til mannúðarstarfs deildarinnar.

Dagatalið kostar 3.000 krónur. Hægt er að kaupa dagatal með því að hafa samband við Sigurð eða koma við á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri.

Lesa meira

Bókin Silfurberg eftir Sesselíu Ólafs komin út

„Ég er óskaplega spennt fyrir allt kyns teiknum og hef því gaman af þessum tengingum,“ segir Sesselía Ólafs sem hefur sent frá sér bókina Silfurberg. Tengingar, eða þrenningar öllu heldur eru m.a. á milli þriggja kvenna á Norðurlandi sem allar eru að gefa út sína fyrstu skáldsögu um þessar mundir. Saga hennar er ein þriggja „silfursagna,“ þ.e. bóka sem hafa silfur í heiti sínu og koma út í ár og þá eru einnig gefnar úr þrjár sögur sem tengjast álfum og huldufólki, bók Sesselíu er ein þeirra.

Lesa meira

Jólatorgið á Akureyri

Jólatorgið verður opnað í annað sinn á Ráðhústorgi í dag laugardag  og verður það opið frá kl. 15-18 allar helgar fram að jólum.

Lesa meira

Dekurdagar 2025 – 7,7 milljónir!

Frumkvöðlarnir á bakvið Dekurdaga eru þær Vilborg Jóhannesdóttir og Inga Vestmann. Dekurdagar hafa verið einn stærsti bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis undanfarin ár.

Lesa meira

5 GA kylfingar í 27 manna landsliðshóp GSÍ

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, valdi á dögunum 27 leikmenn í landsliðshóp GSÍ og var fyrsta æfingahelgi þessa hóps haldin fyrir sunnan dagana 21.-23. nóvember.

Lesa meira

Hversu margar eru bækurnar?

Á heimasíðu VMA er sagt frá skemmtilegri hefð sem skapast  hefur þar á bæ, en þær Hanna Þórey og Dagný bókasafnskonur hafa  reist heilmikið bókajólatré.

Lesa meira

Framkvæmdir við sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps – nýr pottur, nýtt dekk og nýr skjólveggur

Framkvæmdir hafa staðið yfir við sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps í haust með það að markmiði að bæta aðstöðu fyrir sundlaugargesti.

Lesa meira

Danssetrið hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar á Norðurlandi

Krónan hefur nú valið þau fjórtán verkefni sem hljóta samfélagsstyrk frá Krónunni í ár og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni í nærsamfélagi verslana Krónunnar. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Danssetrið á Akureyri fyrir kaupum á búnaði fyrir barnajóga og danskennslu.

Lesa meira

Skemmtilegasta námið sem ég hef farið í

„Þetta var skemmtilegasta nám sem ég hef farið í,“ segir Elísabet Sævarsdóttir veitingastjóri veitingastaðarins Striksins á Akureyri en hún var í fyrsta námshópnum í framreiðslu sem VMA brautskráði vorið 2023.

Lesa meira

Ölduhverfi í Eyjafjarðarsveit Framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir við vegkerfi, fráveitu og ofanvatnskerfi í Ölduhverfi sem rís í Eyjafjarðarsveit ganga vel.

Lesa meira

Jólasveinn ársins 2025

Agnieszka Szczodrowskavar valin „Jólasveinn ársins 2025“ á lokafundi stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á árinu. Fundurinn fór vel fram að venju og skemmtu fundarmenn sér afar vel undir heimatilbúnum skemmtiatriðum og góðum veitingum frá Gamla bauk.

Lesa meira

Fimmtán metrar og sjötíu og fimm sentimetrar

Það er löngu liðin tíð að siglt sé yfir úfin höf með jólatréð á Ráðhústorgi sem vinir okkar í Randers hafa lagt bæjarbúum til um árabil, alveg frá tíð þegar Ísland var nánast skóglaust.

Lesa meira

Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi

Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi var gengin frá Ráðhústorginu að Amtsbókasafninu í dag, í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Lesa meira

Tvær sýningar opnaðar á Listasafninu

Samsýningin Viðbragð og sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, Undir berum himni. Í tengslum við fyrrnefndu sýninguna fremur bandaríska listakonan Laura Ortman gjörning kl. 20.40.

Lesa meira

Jólatorgið opnar á laugardaginn

Ljósin á jólatrénu við Ráðhústorg verða tendruð laugardaginn 29. nóvember kl. 16 við hátíðlega athöfn á Jólatorginu.

Lesa meira

Uppistandið konur þurfa bara…. á Græna hattinum

„Við getum lofað skemmtilegri kvöldstund,“ segir Auðbjörg Ólafsdóttir sem ásamt Sóleyju Kristjáns verður með glænýtt uppistand; konur þurfa bara… á Græna hattinum á fimmtudagskvöld í næstu viku, 27. nóvember. Eins og nafnið ef til vill gefur til kynna velta þær stöllur fyrir sér öllu því sem konur þurfa bara.

Lesa meira

Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi

Á morgun, þriðjudaginn 25. nóvember, fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.
 
Lesa meira

Framleiða snjó af fullum krafti í Hlíðarfjalli

Fyrsta brekkan í Hlíðarfjalli hefur verið opnuð en sú er eingöngu fyrir skíðaæfingar alpagreina. Þá hefur gönguskíðasvæðið einnig verið opnaða og segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli að skíðafólk sé aðeins farið að koma í fjallið.

Lesa meira

Galdurinn að hafa gaman af og ástríðu fyrir starfinu

„Ég er algjörlega elsku sáttur við starfsferilinn og hefði hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Ragnar Sverrisson sem fagnar því á laugardag, 22 nóvember að hafa starfað hjá versluninni JMJ á Akureyri í 60 ára. „Galdurinn við að endast svona lengi er að hafa gaman af starfinu og sinna því af ástríðu alla daga.“

Lesa meira

Skákfélagið Goðinn og Norðurþing

Skákfélagið Goðinn gerði samstarfssamning við Norðurþing í júlí á þessu ári, sem meðal annars gerir ráð fyrir að félagið sinnti skákkennslu í grunnskólum Norðurþings. Samningurinn gildir til eins árs.

Lesa meira

Stefnt á að framkvæmdir við Hofsbót hefjist næsta sumar

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðum númer 1 og 3 við Hofsbót hefjist sumarið 2026 gangi allt að óskum. Byggingaverktakinn SS-Byggir átti hærra boð af tveimur sem bárust fyrr á árinu i lóðirnar og hefur bæjarráð staðfest þá úthlutun.

Lesa meira

Jólamarkaður Kvenfélags Svalbarðsstrandar fer fram á morgun laugardag.

Hinn árlegi Jólamarkaður Kvenfélags Svalbarðsstrandar verður haldinn í Valsárskóla Svalbarðseyri, á morgun laugardag 18. nóvember og stendur hann yfir frá kl 12:00 til kl 16:00.

Lesa meira

„Við gerðum þetta að okkar eigin“

Píramus og Þispa sýna Brúðkaupssöngvarann

Lesa meira

Stofna Vini Akureyrarkirkju styrktarfélag

Vinir Akureyrarkirkju - kirkju Matthíasar Jochumssonar, Styrktarfélag hefur verið stofnað til að fylgja eftir 15 ára áætlun um viðhald á Akureyrarkirkju.

Lesa meira