Mannlíf

Góður árangur fulltrúa VMA í Herning

Keppnislið Íslands á Euroskills í Herning í Danmörku í síðustu viku stóð sig mjög vel. Einn keppandi, Gunnar Guðmundson, vann til bronsverðlauna í sínum flokki – í iðnaðarrafmagni - og tveir keppendur unnu til sérstakrar viðurkenningar, „Medal of excellence“, fyrir framúrskarandi árangur, Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Eins og komið hefur fram var Daniel nemandi í VMA í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun. Hinn fulltrúi VMA í Herning var Einar Örn Ásgeirsson, sem keppti í rafeindavirkjun og stóð hann sig líka frábærlega vel, var hársbreidd frá því að ná „Medal of excellence“.

Lesa meira

Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk

Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.

Lesa meira

Ég reyni að láta flesta mína drauma rætast.

Sigrún María Óskarsdóttir ætlar að taka þátt í Aðgengisstrollinu sem fram fer í dag í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og hvetur öll til að koma og vera með. Sigrún María er Akureyringur vikunnar.

Lesa meira

Unglingadeildin Lambi er viðbót við Súlur

Unglingadeildin Lambi er ný viðbót í starf björgunarsveitarinnar Súlna haustið 2025. Fyrsta árið verða teknir inn krakkar sem verða 14 ára á árinu og hefst þannig spennandi nýtt ævintýri þar sem ungir krakkar fá að kynnast starfi björgunarsveita á öruggan og skemmtilegan hátt.

Lesa meira

Þórduna selur skólapeysur til styrktar minningarsjóð Bryndísar Klöru

Nemendafélagið Þórduna hefur sett af stað sölu á VMA skólapeysum. Í ár er sérstök áhersla lögð á bleiku peysurnar, þar sem allur ágóði af sölu þeirra rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. Að auki eru í boði bæði gráar og bláar peysur í fjölbreyttum stærðum.

Lesa meira

Áhöfnin á Húna ll heiðruð

Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Húni II hóf að bjóða skólabörnum í siglingar, færði Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, áhöfn Húna köku í tilefni dagsins

Lesa meira

Formleg opnun hreinsistöðvar og 25 ára afmælishátíð Norðurorku

Norðurorka fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli fyrirtækisins og af því tilefni verður margt um að vera á morgun laugardaginn, 13. september.

Lesa meira

Blóðbankabíllinn heimsækir Húsavík – gefðu blóð og bjargaðu lífi

Blóðbankabíllinn verður við Orkuna á Húsavík þriðjudaginn 16. september frá kl. 11:00 til 16:00. Þar gefst íbúum og gestum tækifæri til að leggja sitt af mörkum með því að gefa blóð og stuðla þannig að björgun mannslífa.

Lesa meira

Íslenska sjókonan - skapandi námskeið í Sigurhæðum

Tveggja daga námskeið verður haldið í Sigurhæðum á Akureyri um næstu helgi þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för. 8-10 ára börn kafa ofan í sögu íslensku sjókonunnar, búa til persónur, sögur og ævintýri úr efni sem finnst í fjörunni. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á afrakstri barnanna fyrir foreldra, aðstandendur og gesti þar sem verk þeirra verða saman að spennandi og lifandi heild.  Leiðbeinendur eru Marsibil Sól Þórarinsdóttir Blöndal og Salóme Bregt Hollanders en þær eru báðar útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands og fæddar og uppaldar á Akureyri og í Eyjafirði. Þær hafa mikla reynslu af skapandi vinnu með börnum.

Lesa meira

VMA - Nemendur í byggingadeild byggja þrjú frístundahús

Nú eru nemendur á öðru ári í húsamíði komnir í fullan gang með að byggja þrjú frístundahús en þetta er árlegt verkefni og er nemendum afar mikilvægt og lærdómsríkt því bygging slíkra húsa kemur inn á svo marga þætti sem húsasmiðir þurfa að kunna skil á.

Lesa meira

Grýtubakkahreppur Björn Ingólfsson lætur af störfum

Björn Ingólfsson lét af launuðum störfum hjá Grýtubakkahreppi 1. ágúst síðastliðinn. Björn hefur verið bókavörður frá 1984, framan af með störfum sínum sem skólastjóri Grenivíkurskóla. Björn hóf störf fyrir hreppinn sem kennari 1963 til 1964 og frá árinu 1968 hefur hann verið samfellt í starfi hjá Grýtubakkahreppi. „Þetta er ansi langur starfsferill og jafnframt farsæll,“ segir á vefsíðu hreppsins.

Lesa meira

Bókaklúbbur ungmenna fær Hvatningarverðlaun Upplýsingar

Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.

Lesa meira

10 september alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.

Í dag 10.september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga. Fólk hefur dáið úr sjálfsvígum frá morgni tímans og sú dánarorsök mun alltaf verða partur af mannlífinu ja rétt eins og krabbamein.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Leiðsögn með Margréti Jónsdóttur

Laugardaginn 13. september kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar Kimarek–Keramik í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 28. september næstkomandi.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn lokar eftir gott sumar

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 15. september.

Lesa meira

Börnin á Gaza eru okkar börn - Ræða flutt á Ráðhústorgi Akureyri s.l. laugardag

Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum almannaheillafélagsins Vonarbrúar, tók til máls á útifundinum sem fram fór á Ráðhústorginu á Akureyri s.l. laugardag. Tilgangur félagsins er að koma hjálp beint til ungra fjölskyldna á Gaza en aðdragandann má rekja til þess að alþjóðlegum hjálparstofnunum var vísað út af Gaza og starfsfólk þeirra drepið. Vonarbrú styrkir yfir 70 fjölskyldur eftir þörfum en hefur jafnframt styrkt enn fleiri fjölskyldur með stökum styrkjum.

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja eða ganga í félagið má finna á heimasíðu Vonarbrúar, www.vonarbru.is

Ræða Kristínar kemur hér í kjölfarið.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Allt til enda listvinnustofur um helgina og í október og nóvember

Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri. Þar verður börnum á grunnskólaaldri boðið að vinna verk undir leiðsögn kraftmikils listafólks án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg. Opið er fyrir skráningu í fyrstu listvinnustofuna sem fer fram um næstkomandi helgi, dagana 13. -14. september. Þá mun myndlistarkonan Sigga Björg bjóða börnum í 1.- 4. bekk í teiknivinnustofu þar sem búnar verða til nýjar skepnur sem ekki hafa áður sést í heiminum. Þær verða samsettar úr þekktum dýra- eða skordýrategundum og þeim gefin nöfn og sérstakir eiginleikar. Teikningar af nýju skepnunum verða unnar í raunstærð þar sem engar hömlur verða settar á stærð þeirra, svo lengi sem þær rúmast í húsakynnum safnsins.

Lesa meira

Námskeið í olíum og lífdíesel

Háskólinn á Akureyri býður þér á námskeið þar er samþætt fræðileg og verkleg þjálfun í olíum og lífdísil

Lesa meira

Opið hús í Stórutjarnarskóla á morgun miðvikudag

Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu styrk síðastliðið vor úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið var leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.

Lesa meira

VMA á fulltrúa á Euroskills í Herning - sem hefst í dag

Spennan magnast óneitanlega, því í dag hefst Euroskills - Evrópumót iðn- og verkgreina í Herning í Danmörku og stendur það fram á laugardag. Frá Íslandi fara þrettán keppendur, þar af eru tveir fyrrverandi nemendur í VMA; annars vegar Daniel Francisco Ferreira í rafvirkjun (húsarafmagni) og hins vegar Einar Örn Ásgeirsson í rafeindavirkjun.

Lesa meira

Fjölmenni mótmælti þjóðarmorði á Ráðhústorgi

Um 450 manns tóku þátt í útifundi með yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri um liðna helgi. Slíkir fundir voru haldnir samtímis á 6 stöðum á landinu.

Lesa meira

Hreyfing getur skipt sköpum í bataferli sjúklinga

Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "HREYFUM OKKUR".

Lesa meira

Framkvæmdir við stígagerð á Glerárdal

Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.

Lesa meira

ÞJÓÐ GEGN ÞJÓÐARMORÐI - Fjöldafundur í dag laugardaginn 6. september kl 14:00 á Ráðhústorgi á Akureyri

Útifundir verða  á nokkrum stöðum hérlendis í dag, laugardag 6. september kl. 14:00.  Á Akureyri verður safnast saman  á Ráðhústorgi, ávörp verða, tónlist verður flutt og lesin bréf frá fólki á Gaza.  Samtökin sem kalla sig  Þjóð gegn þjóðarmorði standa fyrir fundunum.

Í yfirlysingu frá samtökunum segir.

,,Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.
Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.

Lesa meira

Matargjafir og Norðurhjálp aðstoða þá sem höllum fæti standa Hvort félag greiðir út allt að 3 milljónir á mánuði

Tvö góðgerðarfélög á Akureyri, Matargjafir á Akureyri og nágrenni og Norðurhjálp greiða á bilinu tvær til þrjár milljónir, hvort félag inn á bónuskort í hverjum mánuði hjá fólki sem ekki nær endum saman og þarf að leita aðstoðar til að hafa í sig og á. Mikil aukning hefur verið og eykst fjöldinn sem þarf hjálp sífellt. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að lækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er hjá hverjum og einum.

Lesa meira

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Frítt í Skógarböðin þann 17 sept n.k.

Miðvikudaginn 17. september ætla Skógarböðin að bjóða einstaklingum sem eru í þjónustu hjá KAON frítt í böðin.

Lesa meira

Norðurþing - Göngur og réttir

Um helgina verða víða göngur og réttir á félagssvæði Framsýnar, m.a. verður réttað í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnesi, Öxarfirði og í Núpasveit.

Lesa meira