
Kærkomin gjöf Hollvina SAk til endurhæfingardeildar
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyr hafa fært SAki enn eina mikilvæga gjöf – að þessu sinni til endurhæfingardeildar SAk.
Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyr hafa fært SAki enn eina mikilvæga gjöf – að þessu sinni til endurhæfingardeildar SAk.
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og samkvæmt þeim væntingum sem við höfðum,“ segir Jón Heiðar Rúnarsson sem ásamt Anitu Hafdísi Björnsdóttur rekur félagið Zipline Akureyri. Þau hófu starfsemi um mitt sumar árið 2022 og eru því á sínu fjórða sumri. Zipline Akureyri rekur ævintýra ferðaþjónustu í Glerárgili, er með alls fimm sviflínur þar sem farið er yfir Glerá.
Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir Jóhanni Páli Árnasyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda næstkomandi mánudag, 30. júní
„Það bætast nýir félagar við daglega og fyrir það erum við afskaplega þakklát. Ætli við séum ekki orðin um 70 talsins og fer fjölgandi. Við þiggjum að sjálfsögðu frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félaga með miklum þökkum, þau eru forsenda þess að við getum hjálpað áfram,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í líknarhjúkrun, en hún hafði forgöngu um stofnun almannaheillafélagsins Vonarbrúar svo hægt væri að fara í markvissa fjársöfnun til frekari aðstoðar á Gaza svæðinu.
Baldvin Þorsteinsson hefur tekið við sem forstjóri Samherja hf. Þorsteinn Már Baldvinsson, faðir Baldvins, hefur látið af störfum eftir að hafa gegnt starfi forstjóra í 42 ár eða frá stofnun félagsins árið 1983.
Ný rannsókn sýnir að gjaldfrjáls sex tíma leikskóli og skráningardagar hafa jákvæð áhrif á velferð barna og gæði leikskólastarfs á Akureyri og í Kópavogi.
Ný gönguleið hefur verið tekin í notkun meðfram vesturströnd Hríseyjar. Á þeirri leið er gömul aflögð steypustöð sem nú hefur verið breytt í áningarstað. Áningarstaðurinn líkist einhvers konar ramma af húsi – þó það sé ekki hús í eiginlegri merkingu.
Laugardaginn 28. júní verður mikið um að vera á Listasafninu á Akureyri þar sem boðið verður upp á listamannaspjall við Þóru Sigurðardóttur kl. 15 undir stjórn Ann-Sofie N. Gremaud, en klukkan 14 sýnir Katrin Hahner gjörning í tengslum við þátttöku hennar í samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými.
Hjólafélagið 640MTB á Húsavík hefur staðið fyrir ótrúlegri uppbyggingu á útivistarsvæðum í landi Húsavíkur undanfarin ár með gerð hjóla og í einhverjum tilfellum göngustígum. Meðlimir félagsins hafa unnið hörðum höndum í sjálfboðavinnu svo eftir sé tekið og notið stuðnings, sveitarfélagsins og fyrirtækja í bænum.
Mömmur og möffins fagna 15 ára afmæli
Nýr og glæsilegur 8 metra hár kastali hefur verið reistur í Kjarnaskógi. Hann er á svæði skammt frá Kjarnavelli. Nýir stígar voru lagðir að svæðinu og útbúinn ævintýralegur Múmínlundur þar sem kræklóttar greinar síberíulerkis setja dularfullan svip sinn á umhverfið.
Sæludagurinn er viðburður sem hefur fest sig í sess í Hörgársveit. Upprunalega var um að ræða einn stóran viðburður sem var haldinn ár hvert á laugardegi um Verslunarmannahelgina, en árið 2023 var ákveðið að prófa að skipta deginum upp í tvennt og halda Sæludaginn í júní og fjölskylduhátíð á Hjalteyri um Verzlunarmannahelgina.
Á morgun, 20. júní kl. 18:00 opna tvær nýjar sýningar í Safnahúsinu á Húsavík. Þær fjalla báðar um hinsegin sögu, sýnileika og réttindi – hvor á sinn hátt.
Ingunn er fædd árið 1951 á Egilsstöðum og ein af fyrstu íbúum bæjarins. Hún lærði sálfræði á Íslandi og í Gautaborg í Svíþjóð, með sérhæfingu í barna- og fjölskylduráðgjöf. Hún starfaði á því sviði í áratug, fyrst hjá Dagvist barna í Reykjavík, þar sem hún sinnti yfir 30 leikskólum, og síðar sem fyrsti heilsugæslusálfræðingur landsins í Norður-Þingeyjarsýslu.
Á morgun, fimmtudaginn 19. júní fara fram aðrir upphitunartónleikar af þremur fyrir menningarhátíðina Mannfólkið breytist í slím. Tónleikarnir fara fram á Akureyri Backpackers þar sem fram koma Drinni & The Dangerous Thoughts, Oscar Leone og DJ Mamalón
Ár hvert fer fram glæsilegt kvennakvöld Þórs og KA og afhenti kvennakvöldsnefndin kvennaliðum félaganna veglega styrki á mánudaginn í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks í Boganum. Hver deild fékk í ár styrk að upphæð 1,5 milljónir sem kemur sér ansi vel í rekstri liðanna okkar.
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar eru veitt þeim einstaklingum, hópi eða félagasamtökum, sem hafa á einhvern hátt þótt skara fram úr og lagt sitt af mörkum við að efla menningarstarf í sveitarfélaginu. Það er á höndum íþrótta-tómstunda- og menningarnefndar að gera tillögu að því hver hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum.
Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fór fram í fjórum athöfnum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 13. og 14. júní. Aldrei hafa fleiri kandídatar brautskráðst frá háskólanum en samtals brautskráðist 591 kandídat í grunn- og framhaldsnámi af tveimur fræðasviðum.
Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti.
Ljósmyndasýningin „ Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára ( 1945 – 2025) Sögubrot í myndum“ hefur verið sett upp við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og mun standa þar um tíma.
Fyrsta verk næsta leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar er leikverkið Elskan er ég heima? eftir breska leikskáldið Laura Wade, í fyrsta sinn sett upp í íslensku leikhúsi.
Undanfarnar vikur hafa framkvæmdir staðið yfir á Ráhústorgi á Akureyri. Um töluverða andlitslyftingu er að ræða fyrir þetta hjarta miðbæjarins. Hönnuður framkvæmdanna er Teiknistofa Norðurlands og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt en Garðvík ehf. á Húsavík hefur annast verkið.
Íþróttafélagið Þór varð 110 ára á dögunum og í tilefni þess var boðið í samsætis i Hamri félagsheimili Þórsara. Við það tilefni voru tveir eðal Þórsarar, þeir Rúnar Steingrímsson og Ragnar Sverrisson útnefndir sem heiðursfélagar. Við sama tilefni var fjöldi Þórsara sæmdur gull-, silfur- og bronsmerki félagsins.
Í dag kl 16:15 verður á Ráðhústorgi á Akurreyri friðar og samstöðustund með íbúum á Gasa. Það eru frænkur tvær sem fyrir þessum viðburði standa en þær eiga afmæli í dag og vilja láta gott af sér leiða í tilefni dagsins.
Listaverkið Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar eftir Kristinn E. Hrafnsson hefur verið hreinsað og lagað en verkið hefur staðið við inngang fiskvinnsluhúss Útgerðarfélags Akureyringa í þrjátíu ár og var farið að láta á sjá.
Ársrit Sögufélags Eyfirðinga er komið út og færir alls 12 greinar er varða ýmist fortíð eða nútíð.
Þann 10. júní síðastliðinn komu skemmtiferðaskipin Emerald Princess (Princess Cruises) og Viking Vela (Viking Ocean Cruises) í sínar fyrstu heimsóknir til Akureyrar.