Mannlíf

Gistirými eykst á Akureyri

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands, gengur nú í gegnum mikla breytingu hvað varðar framboð á gistingu. Stóru hótelin, Berjaya Iceland Hotels og Hótel Kea hafa verið burðarásar í þessum rekstri árum saman og eru í fullum rekstri.

Lesa meira

Minnivarði um síðutogara, sjómenn og útgerð verður afhjúpað n.k sjómannadag

Minnivarði um síðutogara, sjómenn og útgerð verður afhjúpað á sjómannadaginn, 7. Júní næstkomandi. Það verður sett upp austan við strandstíginn við Drottningarbraut. Minnismerkið er smíðað að frumkvæði áhugahóps um síðutogaraútgerð en verður í eigu Sjómannafélags Eyjafjarðar. Verkið stendur á hringlaga fleti sem er 7 metrar í þvermál.

Lesa meira

Hafnarstræti frá Bauta og suður að Drottningarbraut - Falleg vistgata með gróðri og torgum

Unnið er að endurnýjun Hafnarstrætis á Akureyri á svæði frá Bautanum og suður að Drottningarbraut. Við endurhönnun er miðað hefur við að óvarðir vegfarendur eru settir í forgang og gatan gerð að vistgötu.

Lesa meira

Litríkir túlípanar vinsæl bóndadagsgjöf

Í litlu garðyrkjustöðinni Kambsmýri 12 eru litríkir túlipanar að springa út og bíða eftir að bóndadagur renni upp. 

Lesa meira

VMA - Hæstánægðir í húsasmíðinni

Stefán Katrínarson og Rúnar Snær Ingason stunda báðir nám á fjórðu önn í húsasmíði í VMA. Á haustönn 2026 verða þeir báðir á fullu í byggingarvinnu, að safna reynslu og samningstíma, en koma aftur í skólann á fimmtu önn að ári liðnu og munu brautskrást vorið 2027 og taka sveinspróf í framhaldinu. Báðir taka þeir áfanga til stúdentsprófs samhliða húsasmíðanáminu og stefnan er því að útskrifast bæði sem húsasmiðir og stúdentar.

Lesa meira

VMA - Á lokasprettinum í bifvélavirkjuninni

Á annan tug nemenda stunda nám í bifvélavirkjun í VMA og er þetta síðasta önnin þeirra í náminu. Brautskráning er á dagskrá í lok maí nk. og sveinspróf í september. Það skiptir að sjálfsögðu gríðarlega miklu máli að útskrifa svo marga bifvélavirkja á einu bretti, ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins, því mikill og viðvarandi skortur hefur verið á fagfólki í þessari grein.

Lesa meira

Aðstaðan á Húsavík ein sú glæsilegasta á landinu

-Segir Arnór Ragnarsson sem æfir og þjálfar CrossFit á Húsavík

Lesa meira

Ágætis horfur fyrir sumarið en barátta við árstíðarsveiflur

„Það hefur verið vöxtur í ferðaþjónustu á svæðinu, ekki mjög ör en aukning og það er jákvætt. Millilandaflug beint til Akureyrar vegur þungt hvað þann vöxt varðar en fleiri þættir skipta einnig máli. Liðið ár kom alveg þokkaleg út, þrátt fyrir að blikur væru á lofti í byrjun þess og útlitið fyrir nýhafið ár eru ágætar,“ segir Halldór Óli Kjartansson starfandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Nú í vikunni hefur staðið yfir stærsti viðburður íslenskrar ferðaþjónustu, Ferðaþjónustuvikan sem lauk með Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna í gær, fimmtudag.

Lesa meira

Hugurinn og hjartað er hjá börnum á Gaza

Ragnheiður Steindórsdóttir stjórnarmaður í Vonarbrú fékk heilablóðfall á Spáni. Biðlar til fólks að styrkja félagið.

Lesa meira

Einni milljón úthlutað til KAON úr minningarsjóð Baldvins

Einni milljón króna úthlutað til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis úr minningarsjóði Baldvins í dag, 15. janúar sem er afmælisdagur Baldvins.

Lesa meira

Berglind Ósk Guðmundsdóttir vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður,  tilkynnti í morgun að hún gæfi kost á sér í oddvitasæti lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum n.k vor.

Lesa meira

Breiðir út fegurð íslensku sauðkindarinnar

Lambadagatal 2026 Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi Aðaldal, er nú orðið 12 vetra og er afar vinsælt.

Lesa meira

Minnismerki um síðutogaraútgerð verður við Drottningarbraut

Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Sjómannafélags Eyjafjarðar um staðsetningu minnismerkis um síðutogaraútgerð á Íslandi, sem verður sett upp austan við strandstíginn við Drottningarbraut, og kostnaðarskiptingu við uppsetningu og viðhald.

Lesa meira

Sindri S. Kristjánsson vill leiða lista Samfylkingarinnar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor

Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri gefur kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.  Sindri tilkynnti  um framboð sitt nú síðdegis í tilkynningu hans segir:

 

Lesa meira

Sjóvá hefur samstarf við Drift EA

Sjóvá hefur gert samstarfssamning við Drift EA og gengur þar með til liðs við hóp bakhjarla miðstöðvarinnar. Með samstarfinu styður Sjóvá við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð og stuðningsumhverfi frumkvöðla um land allt. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Drift EA sendi út til fjölmiðla eftir hádegið í dag.

Lesa meira

Nemendur i Grenivíkurskóla safna fyrir aparólu

Aparólufélagið er heiti á félag sem nemendur Grenivíkurskóla stofnað. Þeir eru að hefja söfnun fyrir Aparólu til að setja upp í hallinu austan við skólann.

Lesa meira

Ótrúlegt framhaldslíf olíutanks á Húsavík

Tók hugmyndina um ,,karlahelli" á hærra stig

Lesa meira

Koma alla leið frá Suður Kyrrahafi til að læra um sjávarútveg

Vel tekið á móti nemendum í Sjávarútvegsskóla GRÓ sjötta árið í röð

Lesa meira

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað á ný

Skíðafólk getur tekið gleði sína á nýjan leik á morgun föstudag þegar hægt verður að stunda skíðaíþróttina aftur eftir hitabylgjuna sem reið hér yfir  á dögunum og bræddi allan snjó.

Lesa meira

Við áramót - verðlaunahátíð 6. janúar kl. 17

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.

Lesa meira

Grenivík - Jónsabúð breytingar um áramót

Um áramótin taka nýir eigendur við Jónsabúð. Jón Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir hafa nú selt reksturinn og nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Búðin verður lokuð 2. janúar, en opnar laugardaginn 3. janúar og verður síðan opin með sviðuðu sniði og verið hefur.

Lesa meira

Húsavík - Flugeldasorp og hirðing jólatrjáa

Búið er að koma fyrir gám fyrir flugeldarusl á Húsavík, gámurinn er staðsettur niðri á Hafnarstétt. Íbúum er velkomið að nýta sér hann.

Lesa meira

Hvað skal gera með jólatré og flugeldarusl

Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og  lífið færist aftur i fastar skorður.  Eitt  af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.

Lesa meira

Jólin í Einholtinu þar sem fjölskylduhefðir lifa

Í Einholti á Akureyri býr sannkölluð jólafjölskylda. Jólaandinn hefur fylgt heimilinu árum saman og gert það að litríkum og hlýjum heimkynnum þar sem rótgrónar hefðir, samvera og ilmandi jólamatur mynda ómissandi hluta hátíðarinnar.

Lesa meira

SAk - Fæðingar á árinu 2025 voru 389

Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025.  Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.

Lesa meira

Verðlaunakrossgáta Vikublaðsins

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið  meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.

Lesa meira

Hugvekja flutt í aftansöng í Húsavíkurkirkju á gamlársdag 2025

Kæru kirkjugestir

Aðventan er að baki og sjálf jólin standa yfir með sínum hátíðarblæ og fallegu jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Það er eitthvað við þennan tíma ársins, þessa dimmustu vetrardaga og gleðina sem jólahátíðin færir okkur. Svo hækkar sólin smátt og smátt á lofti, nýárssólin sem vermir okkur fyrstu janúardagana og gefur fyrirheit um bjarta tíma.

Lesa meira