„Það hefur verið vöxtur í ferðaþjónustu á svæðinu, ekki mjög ör en aukning og það er jákvætt. Millilandaflug beint til Akureyrar vegur þungt hvað þann vöxt varðar en fleiri þættir skipta einnig máli. Liðið ár kom alveg þokkaleg út, þrátt fyrir að blikur væru á lofti í byrjun þess og útlitið fyrir nýhafið ár eru ágætar,“ segir Halldór Óli Kjartansson starfandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Nú í vikunni hefur staðið yfir stærsti viðburður íslenskrar ferðaþjónustu, Ferðaþjónustuvikan sem lauk með Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna í gær, fimmtudag.