Mannlíf

VMA - Strákarnir í hársnyrtiiðninni

Í gegnum tíðina hefur mikill meirihluti nemenda í hársnyrtiiðn verið konur og svo er raunar enn. En karlarnir hafa sótt í sig veðrið í þessum efnum, í það minnsta eru nú fjórir karlar af ellefu nemendum á annarri önn í hársnyrtiiðn í VMA.

Lesa meira

MA Góður árangur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Þrír nemendur MA komust áfram í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem haldin var 30. september.

Lesa meira

Norðurþing - Jólabærinn minn, viltu taka þátt?

Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið.

Lesa meira

Jóhannes Geir frá Öngulsstöðum hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu

Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Skagafirði nýverið.

Lesa meira

Bágt ástand malarvega

Alvarlegt ástand malarvega í Þingeyjarsveit var til umræðu á fundi sveitarstjórnar á dögunum, en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.

Lesa meira

Elín Hrönn Einarsdóttir iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands Þátttaka í Rótarý hefur víkkað sjóndeildarhringinn og veitt mér innblástur

„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Lesa meira

Akureyrarbær og Gimli Viljayfirlýsing um aukið samstarf

Viljayfirlýsing um aukið samstarf á milli Akureyrarbæjar og Gimli í Kanada hefur verið undirrituð. Með yfirlýsingunni er styrkari stoðum rennt undir samstarf á sviði menningarmála, menntunar, sjálfbærrar ferðaþjónustu og nýsköpunar.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Ragnheiður Björk Þórsdóttir

Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Að byggja stafræna textílbrú milli fortíðar og framtíðar. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Lokahóf Jökulsárhlaups

Vel heppnað lokahóf Jökulsárhlaups var haldið í Skúlagarði í gær 1. nóvember.  Þar voru flutt ávörp, veittar viðurkenningar og gestir nutu glæsilegra kaffiveitinga í boði kvenfélags Keldhverfinga.

Lesa meira

Hér byrja jólin í október

Þessa dagana er starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga í óða önn að höggva fyrstu jólatrén og segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE að mikill hugur sé meðal verslunareigenda og fyrirtækja að vera klár með trén áður en aðventa gengur í garð.

Lesa meira

Halda til Færeyja fyrir eiginlega smá slysni!

Þeir gera það ekki endasleppt togarajaxlar á öllum aldri frá Akureyri þegar kemur að rækta og viðhalda gömlum kynnum á milli landa.

Lesa meira

Lóan skapar samstöðu og samtakamátt

Perlað af krafti, með Krafti

Lesa meira

Söfnun fyrir Hjaltastaði

HREYFUM OKKUR TIL GÓÐS!

Hjaltastaðir efnir til viðburðar þar sem nokkrir velunnarar Hjaltastaða mun koma fram og sameina okkur í skemmtilegri hreyfingu.
Einnig mun móðir Hjalta segja nokkur orð og leiða okkur í hugleiðslu og slökun.

Lesa meira

Hafnarsjóður Norðurþings dæmdur til að greiða tugi milljóna

Á vef Visis í dag er að finna frétt um niðurtöðu Landsréttar i máli hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle giants á Húsavík gegn Hafnarsjóði Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir.

Lesa meira

Laugaparið

Laugaparið, bronsstytta af pilti og stúlku var afhjúpuð á Laugum í 100 ára afmælisveislu Laugaskóla.

Lesa meira

Stofnun Farsældarráðs Norðurlands eystra – Nýr kafli í samvinnu í þágu farsældar barna

Í gær 30. október 2025 var Farsældarráð Norðurlands eystra formlega stofnað við hátíðlega athöfn á Akureyri að viðstöddum hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra Guðmundi Inga Kristinssyni sem flutti ávarp af þessu tilefni. Þá voru viðstaddir bæjar- og sveitarstjórar svæðisins og stjórnendur ríkisstofnana og annarra lykilþjónustuveitenda í málefnum barna í landshlutanum. Þá fluttu Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE og Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri Farsældarráðs Norðurlands eystra ávörp. Þá steig tónlistarkonan Dana Ýr á stokk og spilaði lög sem pössuðu vel við þessi tímamót.

Lesa meira

Veður fer hlýnandi

Fyrsti vetrardagur  var um liðna helgi  og  óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið áminningu um það hvað framundan gæti verið næstu mánuði s.l. 10 daga eða svo.

Lesa meira

Akureyri er svæðisborg

Bæjarráð Akureyrar fagnar því að þingsályktunartillaga um borgarstefnu hafi verið samþykkt og leggur áherslu á að sveitarfélagið sé reiðubúið að taka virkan þátt í vinnu við gerð aðgerðaáætlunar. Akureyri er nú skilgreind sem svæðisborg eftir samþykkt á Alþingi. Með borgarstefnu er stuðlað að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi.

Lesa meira

„Er ekki eðlilegt, að eftir 100 ár sé skólinn friðaður?“

Um það bil 1000 manns komu saman á Laugum 25. október til þess að fagna 100 ára afmæli Laugaskóla. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var hrærður eftir hátíðardagskrána, sem var vel skipulögð og mjög svo í anda Laugamanna. Nóg sungið og slegið á létta strengi, gengið um hallir minninganna saman og góðum degi lokið með Sæmundi í sparifötunum og mjólkurglasi í matsalnum.

Lesa meira

Framleiðslu- og Íslandsmet slegin daglega til áramóta

Liðlega tvö þúsund tonn af laxi hafa verið unnin á þessu ári í Silfurstjörnunni, landeldisstöð Samherja fiskeldis ehf. í Öxarfirði.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu í dag

Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði á tveimur svæðum

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að samþykktar verði tillögur um tvö svæði í bænum undir smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði. 

Lesa meira

Sunna Valsdóttir hópstjóri hundaheimsóknarvina Rauða krossins við Eyjafjörð

„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.

Lesa meira

Þarf alltaf að vera sól?

Hvað liggur konu á rúmlega miðjum aldri á hjarta nú þegar haustið minnir á sig með beljandi rigningu og ekki er undan neinu að kvarta.

Lesa meira

Fjölmennur samstöðufundur á Breiðumýri

Í tilefni dagsins stóðu nokkur félagasamtök fyrir samstöðufundi kl. 14:00 í Félagsheimilinu Breiðumýri. Fullt hús og boðið var upp á magnaða dagskrá með söng með fróðlegu efni í bland.

Lesa meira

Húsavík - Falleg og notaleg stund á Stangarbakkanum

Á aðalfundi Framsýnar í vor var ákveðið að minnast kvennaársins 2025 með gjöf á 5 sætisbekkjum sem komið yrði fyrir í núverandi og þáverandi sjávarbyggðum á félagssvæðinu

Lesa meira

Norðlensk hönnun og handverk í Hlíðarbæ

Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu nú um komandi helgi, 25. - 26. október næstkomandi í Hlíðarbæ.

Lesa meira