Framsýn þakkað fyrir velvilja í garð HSN í Þingeyjarsýslum
Aðalfundur Styrktarfélags HSN í Þingeyjarsýslum var haldinn á dögunum. Þar var farið yfir rekstur félagsins árið 2024 auk þess sem stjórn félagsins afhenti HSN gjafabréf fyrir þeim tækjum sem félagið hefur fjármagnað fyrir stofnunina. Alls styrkti sjóðurinn HSN fyrir um 14,6 milljónir króna árið 2024 og það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir.