Mannlíf

„Kæru yfirvöld, takið eftir okkur og komið með í að byggja þetta upp!“

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) hefur undanfarin ár róið á mið kvikmyndatónlistar og að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar hafa aflabrögð verið með eindæmum góð.
Lesa meira

„Eins og rósirnar séu farnar að springa út“

Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum. Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira

Skapandi krakkar á Norðurlandi

Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Viðtal: Óvissa um þjónustuna hefur aukist og starfsöryggi minnkað

„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor. Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira

Listasumar á Akureyri er í fullum gangi

Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira

„Þetta þróaðist bara í höndunum á mér“

Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir. Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira

„Tilbúinn andlega og hlakka til að prufa eitthvað nýtt“

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega. Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira

Mikil lyftistöng fyrir hjólabæinn Húsavík

Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira

Ný sirkussýning utandyra um allt land í sumar

Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira

Ferskt Vikublað er komið út

Vikublaðið kemur út í dag eins og alla fimmtudaga og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira