Bjargvættir framtíðarinnar á Húsavík
Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Garðars er afar öflug
Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Garðars er afar öflug
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri fékk á dögunum einstaka gjöf þegar nemendur í 5., 6. og 7. bekk Síðuskóla ákváðu að leggja 550.000 krónur inn á styrktarreikning deildarinnar. Upphæðin safnaðist með sölu á handverki og veitingum sem nemendur stóðu fyrir á Barnamenningarhátíð í apríl.
Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri, en alls bárust um 2.340 umsóknir að þessu sinni. Þetta er um 15% aukning frá síðasta ári og rúmlega 8% aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann.
Samningur milli HN og verktakafyrirtækisins Húsheildar/Hyrnu um byggingu fyrsta hússins á Torfunefssvæðinu hefur verið undirritaður og markar ákveðin skref í uppbyggingu svæðisins.
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
Felix Mendelssohn (Bartholdy) er talinn hafa verð einn mesti tónsnillingur allra tíma. Undrabarn sem á sinni stuttu 38 ára æfi samdi eina fallegustu tónlist veraldar. Jafnvel önnur tónskáld kölluð hann "hinn nýja Bach" m.a. Liszt, Schumann og Berlioz.
Ný og endurbætt A-álma hefur verið tekin í notkun í Glerárskóla. Gestum bauðst að líta á þær heilmiklu breytingar sem gerðar hafa verið á álmunni, en húsnæðið hefur verið endurnýjað á þann hátt að miklar breytingar hafa verið gerðar á vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks.
Listmeðferð hefur á undanförnum árum vakið aukna athygli sem áhrifarík aðferð til að bæta líðan og efla nám. Ein af frumkvöðlum á þessu sviði er Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og rannsakandi, sem hefur þróað og kennt listmeðferð í yfir þrjá áratugi.
Nemendur Hlíðarskóla færðu ADHD samtökunum veglegan styrk sem þau söfnuðu með áheitahlaupi.
Laugardaginn 7. júní n.k. verður opnun á ferskri heildarsýningu í Menningarhúsi í Sigurhæðum ásamt mögnuðum og glæsilegum nýjum verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns, sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir Sigurhæðir af einstakri natni síðastliðið ár. Þar gefur að líta 17 persónur tengdar sögu Sigurhæða auk nýrra veggverka.
Sýning Margrétar er hluti af 40 ára starfsafmæli hennar sem listamanns á Akureyri.
Valgerður Gunnarsdóttir lætur af störfum sem skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík eftir farsælan feril
Fjölmenni var í Sandgerðisbót í dag og naut fólk dagskrár í tengslum við Sjómannadaginn ríkulega. Verbúðir voru opnar og boðið uppá smakk af sjávarfangi, Karlakór Akureyrar tók lagið og eitt þúsund grillaðar pylsur runnu vel niður hjá gestum sem eins og fyrr sagði létu sig ekki vanta.
Útgerðarfélag Akureyringa heldur um þessar mundir upp á 80 ára afmæli sitt, félagið var formlega stofnað 26. maí árið 1945. Aðeins fyrr eða um miðjan mars hafði verið boðað til undirbúningsfundar þar sem áhugi fyrir stofnun útgerðarfélags í bænum var kannaður.
Í tilefni af 80 ára afmæli Útgerðarfélags Akureyringa er almenningi boðið að kynna sér starfsemi ÚA við Fiskitanga á Akureyri, laugardaginn 31. maí frá klukkan 11:00 til 13:00.
Rúm 50 ár eru nú liðin frá stofnun hljómsveitarinnar Þokkabótar. Fyrsta plata þeirra, Upphafið, kom út 1974. Hún vakti mikla athygli fyrir beitta texta, grípandi lög og geðgóðan flutning. Þekktasta lagið var „Litlir kassar“ og var einkennandi fyrir þá geðgóðu þjóðfélagsrýni sem einkenndi sveitina okkar á milli.
„Það er allt klárt nema staðsetningin,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem er í forsvari fyrir hóp fyrrverandi ÚA sjómanna. Þeir hafa nú samið við Slippinn um smíði minnismerkis um sögu síðutogara og sjómenn. Stefnt er að því að setja verkið upp í sumar.
Sýningin verður opin föstudag 30. maí frá 19 – 21 og laugardag 31. maí frá 14 – 15.45, ath. Sýningin stendur uppi meðan á tónleikum MÝR tríós stendur, en þeir sem hefjast kl. 16.00 þann 31.mai n.k.
Minningarsigling verður um horfna og látna sjómenn í tengslum við hátíðarhöld á sjómannadaginn, en siglt verður með Húna II EA 740 næsta laugardag, 31. maí kl. 17.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á marga velunnara og það er auðvitað frábært og mjög þakkarvert. Á Facebooksíðu félagsins er sagt frá höfðinlegri gjöf sem félaginu barst á dögunum.
Útgerðarfélag Akureyringa var formlega stofnað 26. maí 1945 og er félagið því 80 ára í dag.
Nokkrum vikum áður eða 14. mars 1945 var boðað til undirbúningsfundar til að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum, með það fyrir augum að sækja um heimild til skipakaupa til ríkisstjórnarinnar.
Félagskonur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri hafa styrkt nemendasjóð VMA um 400 þúsund krónur.
Gleðin var við völd, bros, kossar, og stolt andlit enda gott tilefni til þess að fagna stórum áfanga. Hilmar Friðjóðnsson kennari við VMA og myndasmiður lét sig ekki vantar og og fangaði augnablikið.
„Söfnun muna eftir Margréti Jónsdóttur gengur mjög vel og við erum hæstánægð með móttökurnar,“ segir Hlynur F. Þormóðsson kynningar- og viðburðastjóri Listasafnsins á Akureyri.
Á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar er skemmtileg frásögn, í henni er kastað fram hugmynd sem um er að gera að skoða hvort ekki eigi við hjá þér lesandi góður.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem tilkynnti um ákvörðun sína um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi.
Eins og fram hefur komið lætur Sigríður Huld Jónsdóttir af embætti skólameistara við Verkmenntaskólan á Akureyri mánaðarmótin júli, ágúst n.k. Heimasíða VMA tók viðtal við hana að þessu tilefni sem vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér.
Á morgun, laugardaginn 24. maí, brautskráir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari nítjánda nemendahópinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta verður síðasta brautskráning hennar því hún hefur sagt starfi sínu lausu og mun formlega láta af störfum 31. júlí nk. Hún verður þó áfram í skólanum fram í ágúst til þess að ganga frá ýmsum lausum endum og leggja eftirmanni sínum lið fyrstu vikurnar í starfi.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY er 25 ára á þessu ári. Þessara tímamóta var minnst í afmælishófi í húsakynnum SÍMEY á Akureyri í gær. Afmælishófið var í beinu framhaldi af ársfundi SÍMEY fyrir árið 2024 en þar kom fram að starfsemin hafi gengið mjög vel á liðnu ári og reksturinn hafi skilað rúmlega 10 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu.