Mannlíf

Kynna nýjan grafreit í Naustaborgum

Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.

Lesa meira

Lóðir við Hofsbót boðnar út að nýju í vor

„Við stefnum að því að bjóða lóðirnar út fyrir vorið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. Útboðsskilmálar fyrir lóðir við Hofsbót 1 og 3 hafa verið endurskoðaðir, lágmarksverð er lægra.

 

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum

Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum  en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.

Lesa meira

Nýjar sýningar á Listasafninu Sköpun bernskunnar og Margskonar

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku

„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.

 

Lesa meira

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir árið 2025

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 2.358 manns á næstu tíu árum, sem er 11,6 prósent aukning. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.169 frá árinu 2020 eða um 6 prósent og því er spá Akureyrarbæjar eilítið varfærnari en hefur raungerst síðastliðin ár segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Lesa meira

50 ár frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári

Fimmtíu ár verða liðin frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Vakin var athygli á þessum væntanlegu tímamótum á fundi bæjarráðs Norðurþings nýverið.

 

Lesa meira

Margir notfæta sér frístundastyrk Akureyrarbæjar

Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.

 

Lesa meira

Leikdómur - Söngleikurinn Ólafía

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 

Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Marika Alavere.

Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit og B. Hreiðarsson Samið um áframhaldandi uppbyggingu

Skrifað hefur verið undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og B. Hreiðarsson um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit.

 

Lesa meira