Mannlíf

Fjórir nýir atvinnuslökkviliðsmenn útskrifaðir á Akureyri

Lesa meira

„Allskyns pönnukökur eru mín sérgrein“

Atli Páll Gylfason tók áskorun frá Gísla Einari í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar uppskriftir í matarhornið. „Ég starfa sem múrari hér á Akureyri. Það er rétt hjá honum Gísla vini mínum sem skoraði á mig að ég hef gaman af töfrum eldhússins en yfirleitt sé ég um að borða matinn og ganga frá. Það kemur stundum fyrir að ég sé um að eldamennskuna og eru alls kyns pönnukökur mín sérgrein. Það er hægt að setja allt á pönnukökur! Ég ætla að deila með ykkur 2 uppskriftum,“ segir Atli.
Lesa meira

Orð dagsins í hálfa öld

Lesa meira

„Hlakka til að fá að vera hér og starfa“

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds.Birgir, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Vikublaðið ræddi við Birgi um samtökin, listina og væntanlega búferlaflutninga norður en hann er þó nokkuð tengdur Akureyri. „Ég kom oft hingað með Maus á sínum tíma og hef einnig verið giftur Akureyrarmær í 13 ár og því eytt töluverðum tíma hérna sl. ár. Við eigum því stóra fjölskyldu hér og marga vini...
Lesa meira

Snorri Björnsson, N4 og Bannað að dæma fengu viðurkenningu

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Lesa meira

Benedikt búálfur á Spotify

Lesa meira

Vestfirskur plokkfiskur og eldbökuð föstudags pizza

„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.
Lesa meira

Á golfvellinum frá unglingsaldri

Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira