Mannlíf

Ólafía Hrönn leikur Skugga-Svein

Lesa meira

Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur

Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Lesa meira

Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Fer til Egilsstaða til að slaka á

Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára. Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

Viðtal: Þakklát fyrir að geta hjálpað svo mörgum

Júlía Margrét Birgisdóttir er einstæð þriggja barna móðir á Húsavík sem nýlega stofnaði Facebook síðu fyrir sjónrænt skipulag sem hefur sprungið út og telur í dag um 4500 fylgjendur. Júlía á tvo syni og eina dóttur en synir hennar eru báðir geindir með einhverfu. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við hana á dögunum um áfallið við að komast að því að drengirnir væru með einhverfu og verkefni hennar að temja þeim sjálfstæði í daglegum athöfnum. Júlíu er ágætlega lýst sem hlýrri og líflegri ungri konu sem er svolítið eins fiðrildi með sitt leikandi augnaráð, litríka persónuleika og bros sem minnir á sumarið. Hún starfar á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík og er í sérkennsluteymi leikskólans. Reynsla hennar og þekking á sjónrænu skipulagi nýtist henni afar vel í starfinu og nú eru um 4500 landsmenn sem nota ráð hennar á Facebook-síðunni sem hún stofnaði í fyrstu bylgju Kófsins. „Ég var að „trilla“ í leikskólanum. Ég mátti ekki fara inn á deildir og sá um að labba með matarvagna að deildum, sótthreinsa alla snertifleti og sjá til þess að duglega starfsfólkið fengi kaffisopa. Ef eitthvað vantaði þá redduðu trillur því. Inn á milli var ég með aðstöðu í salnum til að sinna verkefnum tengd jákvæðum aga og margt fleira. Einn daginn var ég að gera hugmynd að sjónrænu skipulagi og fannst það geta hjálpað mörgum og byrjaði á því að setja skipulagið inn á like-síðu leikskólans,“ útskýrir Júlía og bætir við að hún hafi strax fundið fyrir miklu þakklæti frá foreldrum.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Magni Ásgeirsson tónlistarmaður

Magna Ásgeirsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn af okkar fremstu söngvurum um árabil. Hann sló í gegn sem söngvari í Á móti sól, vakti heimsathygli fyrir þátttöku sína í Rock Star Supernova fyrr á þessari öld og hefur oft verið nærri því að komast í Eurovision fyrir hönd okkar Íslendinga. Magni býr og starfar á Akureyri þar sem hann unir sér vel og rekur hér tónlistar skóla þar sem hann sinnir einnig kennslu. Ef ástandið væri eðlilegt væri Magni að spila á tónleikum flestar helgar en þar sem árið er frekar óeðlilegt hefur minna verið um spilamennsku í ár. Magni er Norðlendingur vikunnar og við skulum forvitnast frekar um söngvarann.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Orkufrekur iðnaður sem næst auðlindunum

Í fréttinni er komið inn á málefni Kísiliðjunnar í Mývatnssveit en starfsemi hennar lagðist af árið 2004 eftir að hafa framleitt kísilgúr frá árinu 1967. Einnig er komið inn á virkjunarmál í Þingeyjarsýslu en saga stóriðju og virkjana í Þingeyjarsýslu er orðin löng og er enn verið að rita miðað við nýjustu fréttir um frekari uppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Lesa meira