Mannlíf

Bjóða upp á sannkallaðar ævintýraferðir á sæþotum

 Þegar fólki langar í afþreyingu og ævintýri sem kemur blóðinu af stað, þá er hægt að treysta á Björn Rúnar Agnarsson og Eddu Lóu Philips en þau stofnuðu ásamt félaga sínum, Eggerti Finnbogasyni seint síðasta sumar, ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á skemmtiferðir á sæþotum, Húsavík Jetski sem hefur slegið í gegn.

Lesa meira

Boðið upp á aðstæður til að þroskast við breyttar aðstæður

Undirbúa nýtt þjónustuúrræði fyrir karla með fíknivanda og geðraskanir

Lesa meira

Afhentu gullabú við útskrift barna sinna

Það er hefð fyrir því að nemendur leikskólans Grænuvalla á Húsavík geri sér glaðan dag þegar nálgast útskrift 

Lesa meira

„Hér er gleðin og fróðleiksþorsti í öndvegi“

Vísindaskólinn að komast á táningsaldur

Lesa meira

N1 mótið í fullum gangi

Einn umfangsmesti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hófst  á KA svæðinu á Akureyri í gær, miðvikudag og stendur fram á laugardag.
Alls taka um 200 lið þátt í mótinu í ár og  í þeim eru 2.000 þátttakendur skráðir .
 
Leikmenn og aðstandendur þeirra setja svo sannalega svip á bæjarlífið og það má segja að lífið sé fótbolti.
Lesa meira

Vel miðar á Torfunefi

Á Feisbókarvegg  Hafnasamlags  Norðurlands er i morgun gerð stutt en afar áhugaverð grein gerð fyrir framkvæmdunum sem eru í gangi, hverng þeim miðar og  hvernig ætlað er að svæðið verður  að loknum framkvæmdum.

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og í tímatöku 2024

Hafdís Sigurðardóttir fór ekki erindisleysu vestur i Skagafjörð um nýliðna helgi en þar fór  fram Íslandsmeistaramótið í timatöku og götuhljólreiðum tvær aðskildar keppnir.  Tímatakan fer þannig fram að einn keppandi er ræstur af stað í einu og er því  ekki um annað að ræða en gefa allt í botn, þarna er verið að keppa við skeiðklukkuna sem fer ansi hratt áfram.    Hafdís hjólaði allra kvenna hraðast  og vann reyndar með nokkrum yfirburðum og er þetta í þriðja árið í röð sem hún stendur efst á palli.

Lesa meira

Stórkostlegi bakgarðurinn okkar

Ég verð að viðurkenna að stundum tekur á að búa rétt við norðurheimskautsbaug, þrátt fyrir að snjórinn geti verið yndislegur, þá anda ég einhvern vegin alltaf léttar þegar hann loksins fer. Ég elska vorið enda gefur það fögur fyrirheit, snjórinn hörfar, gróðurinn skiptir um ham og fuglarnir syngja. Ég hef alltaf vitað að umhverfi okkar væri fallegt, en það var samt ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég fór að njóta þess af alvöru. Nú finn ég að það besta sem ég geri, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu, er að vera úti í náttúrunni, fá súrefni í kroppinn og koma púlsinum á hreyfingu. Þá er svo sannarlega ómetanlegt að hafa við túnfótinn jafn stórkostlegan bakgarð og við eigum og óteljandi frábæra stíga. Hér eru þær leiðir sem eru í uppáhaldi hjá mér:

Lesa meira

Sláttur hefst óvenju seint þetta árið,

„Það eru margir í startholunum en enn sem komið er fáir byrjaðir að einhverju ráði,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Sláttur er um það bil hálfum mánuði síðar á ferð hjá flestum en í meðalári.

Lesa meira

Breiða út faðminn fyrir golfara framtíðar

Nú er rétt um ár síðan Golfklúbbur Húsavíkur opnaði nýjan og glæsilegan golfskála við Katlavöll. Nýja aðstaðan er algjör bylting í golfiðkun á Húsavík en félagar í klúbbnum eru alls um 150

Lesa meira