Mannlíf

dansmyndahátíðin Boreal í fjórða sinn

Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri þessar tæpu tvær vikur og fara sýningar fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Elva Rögnvaldsdóttir – Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sem eru í sjúkdómnum. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.

Lesa meira

Forsetinn hittir Gellur á Akureyri

Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr varð til á námskeiðinu „Fræðsla í formi og lit“ hjá Bryndísi Arnardóttur, Billu, myndlistarkonu á Akureyri sem lést árið 2022, langt fyrir aldur fram.

Lesa meira

Byggir á gömlu góðu gildunum úr æsku sinni

Sögin ehf.  í Reykjahverfi hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023. Þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið fær þessa nafnbót.

Lesa meira

Öld liðin frá fæðingu Jón Marteins Jónssonar klæðskera og kaupmanns

Í dag 3. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Marinós Jónssonar klæðskera og kaupmanns, en hann var stofnandi hinnar alkunnu  Herradeildar JMJ á Akureyri.

Lesa meira

Af geðræktarhundinum Leó

Facebooksíða SAk segir frá því að geðræktarhundurinn Leó hafi hlotið tilnefningu ásamt öðrum hundum sem afreks- og þjónustuhundur ársins 2023.

Lesa meira

Líkan af „Stellunum“ afhjúpað við glæsilega athöfn

Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarfélags Akureyringa, í gær, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.

Að smíði líkansins stendur hópur er kallar sig „Stellurnar,“ sem er áhugahópur um varðveislu sögu ÚA togara. Líkanið smíðaði Elvar Þór Antonsson á Dalvík.

Lesa meira

Grenivík - Allir ánægðir með nýja leiksvæðið

Nýtt leiksvæði hefur formlega verið tekið í notkun við Grenivíkurskóla. Svæðið er hið glæsilegasta með litlum íþróttavelli með körfuspjöldum, fjölbreyttum leiktækjum og opnu svæði þar sem koma má fyrir hjóla/brettarömpum síðar.  Hóll til að renna sér niður af var byggður upp efst á lóðinni, „Þorgeirshóll".  Þá verður komið fyrir skrautgróðri á lóðinni innan um og á milli leiksvæðanna, vonandi strax á næsta ári.

Lesa meira

Leyfilegt að taka besta vininn með á Sykurverk

„Okkur langaði óskaplega mikið að prófa þetta, við gefum þessu sem tilraun nokkra mánuði en skemmst er frá því að segja að fyrstu dagarnir fara vel af stað,“ segir Helena Guðmundsdóttir sem ásamt tveimur dætrum sínum, Karolínu Helenudóttur og Þórunni Jónu Héðinsdóttur rekur kaffihúsið Sykurverk við Strandgötu á Akureyri. Þar á bæ hafa öll tilskilin leyfi fengist frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar þannig að hundar geta fylgja eigendum sínum á kaffihúsið.  „Við hlökkum mikið til að sjá hvernig þetta þróast, fyrstu hundarnir eru þegar mættir og sitja prúðir í taumi hjá eigendum sínum.“

Lesa meira

Söguleg lending easyJet á Akureyrarflugvelli

Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu hófst í dag þegar fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli í dag. Vélin flutti breska ferðamenn frá London Gatwick flugvellinum og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.

Lesa meira