Eins og þú, í Borgarhólsskóla
Ágúst Þór Brynjarsson tróð upp fyrir nemendur
Framsýn stéttarfélag hefur tekið til umfjöllunar hugmyndir Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi í eitt 18 þúsund manna stéttarfélag. Hugmyndirnar eru settar fram í bréfi til aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands í nóvember í fyrra. Framsýn hefur fjallað ítarlega um erindið á fundum í félaginu.
Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.
Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.
Veðrið sem hér hefur geisað s.l sólarhring er loks að slota og má fullyrða að flestir fagni því. Starfsfólk Norðurorku hefur haft í mörg horn að líta og ekki gefið neitt eftir.
Hymnodia flytur úrval verka eftir tónskáldið, organistann og kórstjórann, Þorvald Örn Davíðsson á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju, laugardaginn 8. febrúar kl. 12
Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.
Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum.
Jæja það hefur vonandi ekki farið framhjá fólki að rauð viðvörun í veðrinu tekur gildi um kl 17 í dag. Þegar þetta er skrifað rétt rúmlega kl. 16 er þvi ekki að neita að loksins heyrist i vindinum blása svo við skulum reikna með öllu, taka spána alvarlega.
Þingeyjarsveit stendur nú fyrir könnun um húsnæðismál í sveitarfélaginu. Könnunin er hluti af markvissu starfi sveitarfélagsins við að greina stöðuna á húsnæðismarkaði og vinna að raunhæfum lausnum sem mæta þörfum íbúa.