
Komum skemmtiferðaskipa fækkar um tæp 17% næsta sumar
Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands í gær kom fram í máli hafnarstjóra að í stefndi að nokkur fækkun yrði á komum skemmtiferðaskipa til hafna sem lúta stjórn samlagsins eða um tæp 17%
Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands í gær kom fram í máli hafnarstjóra að í stefndi að nokkur fækkun yrði á komum skemmtiferðaskipa til hafna sem lúta stjórn samlagsins eða um tæp 17%
Fyrsta húsið er risið í nýju Móahverfi á Akureyri. Það er fjölbýli og stendur við Laugarmóa 1. Alls verða í húsum við Lautarmóta 1 – 3 og 5 50 íbúðir með sameiginlegum bílakjallara. Áætluð afhending íbúðanna er 2026.
Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju ætlar að halda aðra tónleika sína í litrófstónleikaröðinni á laugardag, 14. desember kl. 12.
Umfjöllun um efnisskrána hefst kl. 11.45
Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa eftir kauptilboði í 25 einbýlis- og þrjár raðhúsalóðir í Móahverfi.
Ívera íbúðafélag, áður Heimstaden, hefur gengið frá samningum við dótturfélag KEA um kaup hins síðarnefnda á um 120 íbúðum Íveru á Akureyri. Kaupverð eignanna er rúmir 5 milljarðar króna.
Ívera hefur nýverið gefið út áform um tvöföldun á eignasafni sínu sem er í dag um 1.600 íbúðir. Sala eignanna á Akureyri er liður í endurskipulagningu eignasafnsins og styrkir undirstöður félagsins fyrir frekari vöxt. Í viðræðunum lögðu Ívera og KEA áherslu á áframhaldandi húsnæðisöryggi fyrir leigutaka íbúðanna en stefna KEA er að reka íbúðasafnið til langs tíma og stefnir félagið á frekari vöxt á þessu sviði. Því munu viðskiptin ekki að hafa neikvæð áhrif á núverandi leigutaka. Viðskiptin marka brotthvarf Íveru af íbúðamarkaði á Akureyri og félagið stefnir ekki á frekari umsvif þar í náinni framtíð. Stefnt er að afhendingu eignanna fyrir jól.
---
Góð reynsla hefur verið af símafríi í grunnskólum Akureyrarbæjar síðan símasáttmáli var innleiddur í upphafi skólaársins. Reglurnar kveða á um að símar eru ekki leyfðir á skólatíma, hvorki í skólanum né á skólalóðinni, en unglingastigið fær að nota síma í frímínútum á föstudögum.
Loftgæði á Akureyri eru slæm í dag vegna mikils svifryks, sem stafar af hægum vindi, stilltu veðri og mengun. Þau sem eru viðkvæm fyrir, svo sem aldrað fólk, börn og einstaklingar með viðkvæm öndunarfæri, eru hvött til að takmarka útivist og áreynslu, sérstaklega nálægt fjölförnum umferðargötum.
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur fengið nýjan og fullkominn hitakassa af gerðinni Babyleo frá Dräger. Kassinn leysir af hólmi eldri gerð sem komin var til ára sinna og ekki lengur hægt að fá varahluti í.
Nýi hitakassinn er bæði notendavænn og auðveldur í umgengni og mun nýtast afar vel á hágæslu nýbura á barnadeildinni. Á deildina leggjast inn veikir nýburar og fyrirburar sem fæddir eru eftir 34 vikna meðgöngu og eru hitakassar lykilbúnaður í meðferð þeirra.
Fyrstu önn Leiklistarskóla Draumaleikhússins lauk um helgina með nemendasýningu í Deiglunni. Sýningin; Elísabet Scrooge - Alein á jólum var sýnd og var hún lokapunktur af 12 vikna námskeiði á 1.stigi.
,,Það er svo misjafnt sem mennirnir hafast að“ segir í Hótel Jörð Tómasar Guðmundssonar og það má etv heimfæra upp á þá stöðu sem uppi er í veðrinu? Sumir vilja snjó strax og mikið af honum, meðan aðrir fagna hverjum degi í snjóleysi.
Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá embættinu. Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit.
Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.
Rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri fékk góð gjöf á dögnum þegar Jón Ólafur Halldórsson vörustjóri og Kári Kolbeinsson deildarstjóri hjá Smith & Norland komu í heimsókn í skólann og færðu deildinn að gjöf tuttugu stýrikassa, sem nýtast afar vel í kennslu í stýringum.
Markmiðið með samningnum að gefa fjölbreyttum hópi barna og ungmenna kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum hve mikið pláss gervigreindin er farin að taka. Einhverjir óttast gervigreindina en aðrir sjá tækifærin sem í henni felast og á það svo sannarlega við um Háskólann á Akureyri. Stúdentar og starfsfólk hafa verið að nýta gervigreindina í sínum störfum og hefur Kennslu- og upplýsingamiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) meðal annars staðið reglulega fyrir fyrirlestrum og vinnustofum sem snúa að gervigreind. Þriðjudaginn 3. desember sl. fékk starfsfólk góða heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni sem starfar sem sérfræðingur í gervigreind hjá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Gísli átti fundi með sérstökum einingum skólans auk þess sem hann hélt erindi og vinnustofu þar sem starfsfólk fjölmennti. Gísli leiddi vinnuna að aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind og fór meðal annars yfir hana, tækifærin sem felast í gervigreindinni, gagnleg tól og hvernig er hægt að nýta gervigreindina til sóknar í námi og rannsóknum frekar en að líta á hana sem ógn eða hindrun.
Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 700 þúsund krónur til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Aðalstjórn Einingar-Iðju hefur samþykkt að veita sjóðnum 1,2 milljónir króna í styrk.
Útfararþjónusta Akureyrar ehf hefur tekið líkhúsið á Akureyri á leigu. Félagið hefur alla tíð verið aðskilið frá opinberum rekstri kirkjugarðanna. Útfararþjónustunni er heimilt að innheimta gjald til að standa undir rekstrinum og er gert ráð fyrir að grunngjald verði um 30 þúsund krónur fyrir allt að 20 daga en hækkar eftir það.
Hressir krakkar tóku þátt í First Lego League á Húsavík
Fjárhagsáætlun Norðurþings 2025 og 2026-2028 var samþykkt í síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi 5. desember 2024. Fyrri umræða fór fram 31. október og var unnið í áætluninni á milli umræðna í öllum fagráðum sveitarfélagsins.Forsendur fjárhagsáætlunar eru byggðar á 6 mánaða milliuppgjöri, þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áætlunum greiningardeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.
Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Íslandsþara ehf. lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins í Búðarfjöru 1 sem er á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Um helgina er lag að heimsækja jólasveinana okkar í Dimmuborgum, baða sig með þeim í Jarðböðunum og klára jólagjafainnkaupin á stóra jólamarkaðnum í Skjólbrekku!
„Ég hlakka mikið til að takast á við nýtt starf,“ segir Ingvar Þóroddsson sem kjörinn var á Alþingi Íslendinga í kosningum síðastliðinn laugardag fyrir Viðreisn. Þar er hann yngsti þingmaðurinn, 26 ára gamall, fæddur árið 1998. „Ég er virkilega stoltur af okkur öllum, það er mikilvægt að ná inn kjördæmakjörnum þingmönnum í bæði Norðurlandskjördæmin og gerir okkur á margan hátt auðveldara fyrir að efla flokksstarfið og virkja grasrótina.“
Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, fagnar 80 ára afmæli sínu með sannkallaðri íþróttahátíð í Boganum næstkomandi laugardag, 7. desember frá kl. 13 til 17. ÍBA var stofnað 20. desember árið 1944. Innan vébanda ÍBA eru tuttugu íþróttafélög og munu flest þeirra vera á staðnum og kynna starfsemi sína og leyfa gestum og gangandi að prufa hinar ýmsu íþróttagreinar en innan aðildarfélaga ÍBA eru stundaðar hátt í 50 íþróttagreinar. Góðir gestir líta við og í boði verða léttar veitingar. Svo skemmtilega vill til að á laugardag fagnar eitt aðildarfélaganna, Íþróttafélagið Akur, 50 ára afmæli sínu og verður því fagnað sérstaklega á hátíðinni.
Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn og formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli í dag. Fjölmenni var á vellinum þar sem áfanganum var fagnað.
10. bekkur Borgarhólsskóla setur upp 10 hluti
Jólakaffi starfsfólks MA á aðventu er tæplega 70 ára gömul hefð. Hér áður fyrr var opinber dagur jólakaffiboðsins 19. desember, fæðingardagur Þórarins Björnssonar (1905-1968) fyrrverandi skólameistara. Boðið var upp á fyrsta jólakaffið árið 1955 á 50 ára afmælisdegi Þórarins. Nú sem fyrr kemur núverandi og fyrrverandi starfsfólk skólans saman ásamt mökum að kvöldlagi á aðventu í Gamla skóla til að skrafa og njóta hátíðlegra veitinga.