Sammála um að þetta er græjan sem breytir lífinu
„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.