Smíði á minnismerki um síðutogara að hefjast - Verkið verði í alfaraleið og öllum aðgengilegt
„Það er allt klárt nema staðsetningin,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem er í forsvari fyrir hóp fyrrverandi ÚA sjómanna. Þeir hafa nú samið við Slippinn um smíði minnismerkis um sögu síðutogara og sjómenn. Stefnt er að því að setja verkið upp í sumar.