
Stefnir í litaðar viðvaranir i veðrinu
Óhætt er að fullyrða að það hvernig veður skipast í lofti næstu daga muni hafa áhrif hvernig tekst til við við framkvæmd Alþingiskosninga, en óhætt er að segja að blikur séu á lofti.
Óhætt er að fullyrða að það hvernig veður skipast í lofti næstu daga muni hafa áhrif hvernig tekst til við við framkvæmd Alþingiskosninga, en óhætt er að segja að blikur séu á lofti.
Kjörstaðir í Akureyrarbæ eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Akureyrarbæ er skipt í 13 kjördeildir, 11 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu samkvæmt skráðu lögheimili hjá Þjóðskrá þann 29. október kl. 12:00 og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Hægt er að fletta upp í kjörskrá á vef Þjóðskrár á slóðinni: www.kosning.is. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.
Steps Dancecenter á Akureyri býður íbúa og gesti bæjarins velkomna í sannkallað dansævintýri þann 30. nóvember, þegar nemendur skólans stíga á svið í Hofi með glæsilega hátíðarsýningu með ævintýrið Frozen.
Starfsmannafélag Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar stóð fyrir fjársöfnun í bleikum október til handa Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Í Kjarnaskógi hafa starfsmenn Skógræktarinnar tekið gleði sína á ný og við þá líka en ekki hvað, enda fátt betra en það sem endar vel. Þetta hér fyrir neðan má lesa á Fb vegg þeirra í morgun.
Sigurrós Tryggvadóttir, iðjuþjálfi á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi (PBI) er í viðtali á heimasíðu Akureryarbæjar þar sem hún segir frá söfnun sem hún stendur fyrir á gömlum framleiðsluvörum frá PBI.
Byggðastofnun hefur auglýst viðbótaraflaheimildir án vinnsluskyldu fyrir Grímsey, allt að 300 þorskígildistonn fyrir fiskveiðiárin 2024/2025, 2025/2026 og 2026/2027.
Guðrún Dóra Clarke hefur verið ráðin í auglýst starf framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Stefnt er að því að Guðrún Dóra hefji störf fljótlega og starfi samhliða Erni Ragnarssyni þar til hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri lækninga 1. febrúar n.k.
Jólatónleikar til styrktar Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og fjölskyldu
„Við vildum að fólk gerði sér grein fyrir hvaða þjónusta er í boði og hvert er hægt að sækja hana þegar aðstoðar er þörf, fólki að kostnaðarlausu. Einnig langar okkur með málþinginu að styrkja samstarfið á milli félaganna, að fulltrúar þeirra séu upplýst um aðra kosti sem eru í boði fyrir fólk og geti bent málum í réttan farveg eða til viðeigandi félagasamtaka,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir um málþing sem hún stendur fyrir ásamt frænku sinni Birnu Guðrúnu Árnadóttur.
Klúbbarnir Ladies Circle 7 og Round Table 15 afhentu Frú Ragnheiði rausnarlegar styrk í vikunni, ómetnalegur styrkur . „Við erum svo innilega þakklát og mun þetta nýtast skjólstæðingum okkar vel segir í tilkynningu, en styrkurinn er að upphæð um 630 þúsund krónur.
Gjaldfrjáls leikskóli hefur reynst áhrifarík leið til að draga úr álagi í leikskólum, á skólastjórnendur og starfsfólk og hefur jákvæð áhrif á börnin.
Heimilismenn á Grenilundi hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin stóð yfir frá 7. október til 1. nóvember.
Jólatónleikarnir Jólaljós og lopasokkar verður haldnir í Menningarhúsinu Hofi 1. desember næstkomandi og hefjast kl. 17. Þetta er fjölskylduvænir tónleikar, norðlensk framleiðsla og miðaverði stillt í hóf. Alls koma fram fjórir söngvarar, kór, hljómsveit og dansarar.
Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið jólaverk eftir Ásgeir Ólafsson Lie sem segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Leikritið verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu á laugardag, 23. nóvember og verður sýnt á aðventunni.
„Það er dásamlegt að starfa í kvenfélagi. Þetta er yndislegur félagsskapur, gefandi á allan hátt. Við skemmtum okkur vel, látum gott af okkur leiða en vinnum okkar verk yfirleitt í hljóði og erum ekki að auglýsa það sérstaklega þó við gerum góðverk,“ segir Auður Thorberg formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar í Eyjafjarðarsveit.
Áralöng hefð er fyrir því að áhafnir fiskiskipa Samherja haldi litlu jól í aðdraganda jólanna. Kokkarnir töfra þá fram hverja kræsinguna af annarri. Litlu jól áhafna Kaldbaks og Snæfells voru haldin hátíðleg á dögunum.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri fengu afhentan rausnarlegan peningastyrk frá Hvítasunnusöfnuðinum, alls 800 þúsund krónur nýverið.
Fyrirtækið atNorth vinnur að stækkun gagnavers síns á Akureyri. Einnig hefur félagið kynnt nýtt samstarf um endurheimt og nýtingu varma. Stækkun tveggja gagnavera atnorth, á Akureyri og í Reykjanesbæ er þegar hafin.
Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.
Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.
Fulltrúar í Félagi Eldri borgara á Akureyri hafa lýst yfir áhyggjum sínum af öryggismálum í kjallara félagsmiðstöðvarinnar Sölku í Víðilundi á Akureyri. Þeir hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.
Alls heimsóttu rúmlega 159 þúsund gestir í Lystigarðinni á Akureyri á 10 mánaða tímabili, frá byrjun janúar til loka október samkvæmt teljurum sem þar eru. Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjallað var um á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Það var vel við hæfi að í dag, á degi íslenskrar tungu, voru úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2024 kunngjörð á Amtsbókasafninu. Fyrstu veðlaun hlaut Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir fyrir verkið Stök.
Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14.
Haustið er að baki og vetur konungur hefur tekið völdin amk. fyrst um sinn Sauðfé hefur haft það gott á beitinni, enda fyrri hluti nóvember óvenju hlýr. Hrútar fara á gjöf í vikunni á flestum bæjum og sumir bændur eru farnir að rýja féð inn.
Þessir „konungar“ í Skarðaborg í Reykjahverfi eru vel ullaðir og þó næði kuldaél þá verður þeim ekki kalt í sinni kápu.
Vonandi verður veturinn mildur, en bæði bændur og búalið þurfa á því að halda eftir kalt og rigningasamt sumar.