Mannlíf

Bangsaspítalinn kemur norður á ný

Lýðheilsufélag læknanema verður á ferðinni með hinn sívinsæla Bangsaspítala á Akureyri næsta laugardag, 28. október. Viðtökur í fyrra þegar Bangsaspítalinn kom fyrst norður voru frábærar og því ákveðið að bjóða upp á þjónustuna á ný.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit Heilsueflandi samfélag

Þingeyjarsveit er nú formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller landlæknir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning þess efnis í Stórutjarnaskóla.  

Við undirritunina sungu leikskólabörn á leikskólanum Tjarnarskjóli tvö lög og  Alma D. Möller og Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags héldu erindi ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni sem fjallaði um lýðheilsu. 

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag einsetur Þingeyjarsveit sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. 

Lesa meira

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.  Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær,   Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

Lesa meira

,,Við erum hér til að hafa hátt" Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Verið öll hjartanlega velkomin.

Við erum hér til að hafa hátt. Við minnumst þess í dag að 24.október 1975, lögðu um 90% íslenskra kvenna niður störf þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi kvenna og krefjast réttinda og launa til jafns á við karla. Það voru verkakonur, verslunarkonur, húsmæður, konur úr öllum stéttum og flokkum, alls staðar af á landinu.

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri

Konur og kvár á Akureyri  og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru  í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.  

Lesa meira

Vildu færa lögheimili sitt í leikhúsið

10. bekkur Borgarhólsskóla sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu

Lesa meira

Kvennaverkfall á Akureyri

Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var  sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Lesa meira

„Ég vil bara fá einhverja bilun til Húsavíkur“

Opnuðu jetski leigu á Húsavík í sumar

Lesa meira

Nemendur Símenntunar útskrifast í annað sinn úr MBA-námi við UHI

Þann 5. október síðastliðinn fór fram útskrift nemenda viðUHI – University of the Highlands and Islands. Símenntun HA átti þar sjö útskriftarnema úr MBA-náminu. MBA-námið við UHI býður upp á 100% fjarnám og mikinn sveigjanleika svo nemendur geta stundað námið á sínum hraða.

Þetta er í annað sinn sem nemendur frá Símenntun útskrifast úr MBA-náminu og að þessu sinni mættu fjórir útskriftarnemanna til Perth og tóku þátt í hátíðarhöldunum. Ein þeirra er Freydís Heba Konráðsdóttir eða Freyja, eins og hún er kölluð dagsdaglega.

Lesa meira

Jonna opnar sýninguna Hlýnun í Hofi

Jonna, Jónborg Sigurðardóttir opnar sýningu sína Hlýnun í Hofi laugardaginn 21. október kl. 15. 

Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þàttum. Verkin á sýningunni eru óhefðbundinn textílverk sem vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum. Hamfara hlýnun, bràðnun jökla og fleira. Þar eru líka Skólphreinsistöðvar og móðursýki.

„Verk mín eru öll unnin úr endurvinnslu efnum. Ég nota lopa og garnafganga sem ég hef tekið við frá öðrum og margt sem annars hefði endað í ruslinu, ég geng svo langt að tvinna saman stutta spotta og nýti allt. Stæðsti partur af efnivið mínum er mikið magn af mjög vel prjónuðum bútum sem íbúi á Hlíð, Herborg Kàradóttir prjónaði, en hún þjàðist af Alzheimer og lést 2021. Mér þykir vænt um að fá að nota handverk hennar og gera það að mínu. Að lokum hvet ég fólk til að hugsa um neyslu sína, maður byrjar á sjàlfum sér,“ segir Jonna.

Jonna útskrifaðist úr màlunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1995 og úr fatahönnun frá København Mode og Design skolen2011. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið virk í myndlistar lífi à Akureyri

Lesa meira