
Plast í Nettó fær nýtt líf í samstarfi við Polynorth
Allt frauðplast í verslun Nettó á Glerártorgi mun nú fá nýtt líf og umbreytast í einangrunarplast til byggingaframkvæmda í samstarfi við plastkubbaverksmiðjuna Polynorth á Óseyri. Verkefnið er liður í stefnu Samkaupa að verða leiðandi í úrgangsstjórnun. Endurnýting á frauðplasti er hluti af því að draga úr úrgangslosun verslana Samkaupa og auka þar flokkunarhlutfall.