Norðurþing hvetur íbúa til að huga að umhverfi sínu
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á dögunum tillögu meirihlutans um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á dögunum tillögu meirihlutans um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025.
Hljómsveit Akureyrar hélt tónleika á dögunum í Glerárkirkju þar sem gestum bauðst að leggja frjáls framlög til Grófarinnar.
„Búmerang frá Akureyri gæti verið yfirskrift æviminninga minna,“ segir Bergljót og útskýrir betur: „Ég fæðist á Akureyri, en fjölskyldan býr síðan á Ísafirði fyrstu æviárin mín. Þá flytja þau aftur til Akureyrar þar sem ég bý til 14 ára aldurs, þegar foreldrar mínir flytja til Boulder í Colorado sem var afar dýrmæt reynsla sem gaf mér tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Bergljót flutti svo aftur til Akureyrar með fjölskyldunni og kláraði stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri.
„Það er líf og fjör hjá okkur alla daga og jafnan mikið um að vera,“ segir Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður Sundlauga Akureyrar. Nýtt útisvæði var tekið í notkun nýverið við Glerárlaug og framkvæmdir standa sem hæst við breytingar í innlauginni við Sundlaug Akureyrar.
Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna.
Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.
Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.
Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.
„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp. Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði, hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.
Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan