Mannlíf

„Sveitarstjórnarmál ná yfir alla flóru mannlífsins“

Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira

Skjálfandi iðar af lífi

Siglingasamband Íslands stendur nú fyrir árlegum siglingabúðum sínum sem að þessu sinni eru haldin á Húsavík. Um 20 ungmenni og þjálfarar eru nú í stífum æfingum á láði og landi.
Lesa meira

Forsetafrúin sló í gegn í Vísindaskólanum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Meistarar-heimildarmynd um gullstelpurnar í KA/Þór

Lesa meira

Sumarbúðir í Saltvík: Gleði – Ævintýri - Óvissa

Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík. Rakel Jóhannsdóttir er einn af skipuleggjendum sumarbúðanna en hún segir að stelpurnar hafi allar verið svakalega ánægðar. Sumarbúðirnar heita Útreiðar & Útivist og eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á hestamennsku en einnig náttúruskoðun, föndur og leiki. Þá skellti hópurinn sér í hvalaskoðun á fimmtudag með Norðursiglingu. „Hvalaskoðuninn var klárlega einn að hápunktunum og svo að fara a stökk og sækja egg hjá hænunum,“ segir Rakel. Gildi sumarbúðanna eru Gleði - Ævintýri - Óvissa! En það voru stelpurnar sjálfar sem sömdu þau og segir Rakel að starfið í kringum sumarbúðirnar sé í stöðugri þróun enda bara rétta að byrja
Lesa meira

Sýning opnar á Hjalteyri

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Vonandi verðum við hér í fimm ár“

Handverksmarkaður Kaðlín flutti sig yfir götuna að Naustagarði 1.
Lesa meira

Matarstígurinn Taste Mývatn

Lesa meira