Mannlíf

Markmiðið að selja þúsund bleikar slaufur

„Markmiðið er bleikur fjörður,“ segir Vilborg Jóhannsdóttir kaupmaður í Centró og forsvarsmaður Dekurdaga á Akureyri. Sala á bleiku slaufunni stendur sem hæst um þessar mundir og gengur vel. Allur ágóði af sölunni rennur að vanda til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.

Lesa meira

Björgunarþyrlan TF-LIF komin á sinn stað í Flugsafni Íslands

Björgunarþyrlan TF-LIF er nú orðin sýningarhæf og var þeim áfanga fagnað hjá Flugsafni Íslands á Akureyri og Öldungaráði Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Löggæsla og samfélagið – ráðstefna um löggæslu með áherslu á samfélagslöggæslu

Ráðstefnan Löggæsla og samfélag fer fram í sjöunda sinn við Háskólann á Akureyri dagana 2. og 3. október. Þema ráðstefnunnar er samfélagslöggæsla en á ráðstefnudagskránni eru 63 erindi af margvíslegum toga.

 

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Wolfgang Hainke

Þriðjudaginn 1. október kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn Wolfgang Hainke Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri um Flúxus-sýningarverkefnið Stranded – W(h)ale a Remake Portfolio – More Than This, Even, sem sett var upp í sölum 10 og 11 í Listasafninu síðastliðið vor. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Indiana Jones líftækninnar sem leitar að leyndum fjársjóðum í umhverfinu

Vísindamanneskjan í september er Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Sameiningarkransinn

Mörgum þykja haustkransar ómissandi og leggja jafnvel mikið á sig til að finna fallegan efnivið og gera kransinn sem fallegastan. Með fallegum litríkum kransi við híbýli sín fagnar fólk nýrri árstíð. Starfsfólk í Kjarnaskógi er ekki á fyrsta ári þegar kemur að kransagerð, en þau settu saman þennan „krans“ í tilefni af því að tékkneskur keðjusagarlistamaður, Jíri Ciesler var í heimsókn í skóginum nýverið og skildi eftir sig listaverk.

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 28. september kl. 15:  Detel Aurand og Claudia Hausfeld – Samskipti, Georg Óskar – Það er ekkert grín að vera ég og Einar Falur Ingólfsson – Útlit loptsins – Veðurdagbók. Klukkan 15.45 hefst listamannaspjall við Georg Óskar, Detel Aurand og Claudia Hausfeld. Daginn eftir opnun, sunnudaginn 29. september, kl. 15 verður kynning og upplestur á bók Detel Aurand, We Are Here.

Lesa meira

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna ,,Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni

Fimmtudaginn 26. september kl. 17-19 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna “Strengir / Strings” í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri. Sýningin stendur til 8. október og er opið eftirfarandi daga:

Helgin 27.- 29. sept 12-17

Fim 3. okt 11-17

Helgin 4.- 6. okt 12-17 

Lesa meira

Keðjusagarlistamaðurinn Jirí gerð tréskúlptúrinn Skógræktandann í Kjarnaskógi

Skógræktandinn er nýtt verk sem unnið var í Kjarnaskógi af tékkneskum keðjusagarlistamanni, Jirí Ciesler. Sá var á ferðinni á Akureyri til að heilsa upp á son sinn, Mates Cieslar sem starfar hjá Skógarmönnum. Þeir litu við í kaffisopa hjá Skógaræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarnaskógi og var fast mælum bundið eftir sopann að nauðsynlegt væri að til væri verk eftir Jirí á Íslandi.

Lesa meira

Gestir frá kínverskum háskóla

Í gær heimsótti skólann sendinefnd frá Ningbo-háskóla í Kína. Sá háskóli er samstarfsháskóli HÍ og á hverju ári fara skiptinemar frá HÍ þangað. Með í för voru tveir starfsmenn frá Konfúsíusarstofnun, þau Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar og Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskukennari Konfúsíusarstofnunar á Akureyri.

Lesa meira

Frá sjómennskunni á Raufarhöfn í sjávarútvegsfræði

Háskólinn á Akureyri er kominn á fullt og aldrei hafa fleiri stúdentar verið við nám í skólanum. Það sést glögglega á göngum HA þar sem ekki er þverfótað fyrir fólki að vinna, bæði í hóp- og einstaklingsverkefnum. Staðreyndin er sú að margir stúdentar kjósa að stunda nám sitt á staðnum, mæta í kennslustundir og nýta sér aðstöðu háskólans. Þá mæta enn fleiri í lotur sem haldnar eru á staðnum reglulega yfir skólaárið.

Lesa meira

Vel heppnað filippseyskt matar- og skemmtikvöld hjá starfsmannafélagi Útgerðarfélags Akureyringa

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri ‏þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

 

Lesa meira

Landssöfnun á birkifræi hófst í Reykhúsaskógi

Átakið Söfnum og sáum birkifræi hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september með því að Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit stóð fyrir söfnun í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem klúbburinn efnir til slíks viðburðar og leggur sitt af mörkum til átaksins. Fræsöfnunarfólkið gat svo gætt sér á veitingum í Hælinu í Kristnesi sem hafði sérstaklega opið að þessu tilefni.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Ólöf Rut hefur náð 100 ferða markinu Frábært að hafa náð markmiði sínu

„Þetta hefur verið virkilega gaman og gefandi. Ég hef kynnst fullt af fólki í þessum ferðum og það er bara skemmtilegt,“ segir Ólöf Rut Ómarsdóttir sem náði þeim áfanga um liðna helgi að fara ferð númer 100 á Fálkafell. „Ég er mjög ánægð með að hafa náð markmiði mínu, það er talsvert langt síðan ég hef sett mér markmið af þessu tagi og náð því þannig að þetta er mikil hamingja.“

Lesa meira

100 ferðir á Fálkafell Magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta

„Það er magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta. Við erum hæstánægðar,“ segir Heiðrún Jóhannsdóttir sem ásamt Halldóru Magnúsdóttur stendur fyrir skemmtilegu hvatningarátaki; 100 ferðir á Fálkafell. Sjálf hefur hún farið tæplega 80 ferðir á árinu, en nokkrir hafa náð því að fara 100 ferðir eða fleiri.

Lesa meira

Ferðamönnum fjölgar milli ára í Grímsey

„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið  aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.

Lesa meira

„Ég kann afskaplega vel við sjómannslífið“ - Uppskrift að dýrindis lúðurétti

Þórhildur Þórhallsdóttir sem búsett er á Akureyri hefur verið kokkur á skipum Samherja í nærri þrjú ár, síðustu tvö árin á Kaldbak EA 1. Þórhildur hafði ásamt tveimur konum rekið veitingahúsið Kaffi Ilm á Akureyri í tíu ár. Þær ákváðu að selja þetta vinsæla veitingahús og þar með stóð Þórhildur á krossgötum varðandi atvinnu.

Lesa meira

Akureyrarkirkja á morgun laugardag Litróf orgelsins

Eyþór Ingi Jónsson flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi Guðnadóttur, Ghislaine Reece-Trapp, Robert Schumann, Smára Ólason og Johann Ulrich Steigleder. Eyþór er að hefja tónleikaverkefni fyrir næstu misserin sem hann kallar Litróf orgelsins, en hann mun leggja metnað í að sýna fjölbreytileika hljóðfærisins með því að spila afar fjölbreytta orgeltónlist og umritanir á öðrum verkum fyrir orgel

Lesa meira

Kærkomið nýtt hitatæki í hársnyrtiiðn VMA

Fyrirtækið Halldór Jónsson í Reykjavík færði námsbraut í hársnyrtiiðn Verkmenntaskólans á Akureyri veglega gjöf á dögunum,  Climazone hitatæki, sem nýtast mun vel í kennslunni. Gjöfin er gefin í  tilefni af 40 ára afmæli skólans.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri iðar af lífi

Það er alltaf mikið líf sem fylgir nýju skólaári, sama á hvaða skólastigi það er. Þar er Háskólinn á Akureyri engin undantekning. Gangarnir eru iðandi af stúdentum, starfsfólki og ýmislegt nýtt sem lítur dagsins ljós í góðu samstarfi eininga og annarra stofnana.

Lesa meira

Þingeyjarsveit hástökkvari norðursins

Þingeyjarsveit er í toppbaráttunni á Norðurlandi eystra þegar kemur að tölum yfir íbúa. Nýjar tölur frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga  sýna að íbúum. Þingeyjarsveitar hefur fjölgað um 89 frá 1. desember 2023  til 1. september 2024 eða um 6%.

Lesa meira

Græni hatturinn Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og textana hans

Hljómsveitin Djúpilækur heldur tónleika helgaða dægurlagatextum Kristjáns frá Djúpalæk á Græna hattinum laugardaginn 26 október kl. 15.

Lesa meira

Námskeið fyrir konur með ADHD í boði á landsbyggðinni

Mikill vitundavakning hefur átt sér stað undanfarið um ADHD og þau áhrif sem ógreint og ómeðhöndlað einkenni getur haft á sjálfsmynd fólks og líðan. Mikilvægi þess að fá greiningu hefur líka verið í umræðunni og mörg þúsund Íslendingar eru á biðlistum hjá ADHD teymi heilsugæslunnar.

Lesa meira

Húsvískur kúreki á krossgötum

Kúreki norðursins: Saga Johnny King, eftir Árna Sveinsson

 

 
Lesa meira

Ný heimasíða Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis er orðin að veruleika.

Síðan er styrktarverkefni nokkurra aðila og þar ber fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmalíðar er aðili að fór boltinn að rúlla. Kristín lét það berast innan félagsins að hún sem teymisstjóri Bjarmahlíðar óskaði eftir styrkjum til þess að fara í að gera nýja heimasíðu. 

Viðbrögðin létu ekki standa á sér og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla bauðst til þess að auglýsa eftir aðilum sem væru tilbúnir til að vera með styrktarverkefni í heimasíðugerð í von um að fá einstaklega gott verð.

Hoobla styrkti Bjarmahlíð með þessu og sá styrkur átti sannarlega eftir að margfaldast, mörg góð boð komu í verkið en fyrir valinu varð Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og Markaðssérfræðingur með meiru

https://www.linkedin.com/in/vigdisgudmunds/

 

Lesa meira