Hugbúnaður til heilsu Örnámskeið í notkun sýndarveruleika í hermikennslu og við heilsufarsmat
Nýverið lögðu þær Þórhalla Sigurðardóttir, Kolbrún Sigurlásdóttir og Anna Karen Sigurjónsdóttir land undir fót og ferðuðust til Noregs. Allar starfa þær við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Þórhalla er aðjúnkt, Kolbrún er aðjúnkt og starfar sem verkefnastjóri klínísks náms og Anna Karen sem verkefnastjóri við færni- og hermisetur. Með í för voru einnig níu stúdentar á 2. ári í hjúkrunarfræði.