Pistlar

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru?

Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi skrifar

Lesa meira

Að byggja upp á Bakka

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar um atvinnuuppbyggingu á Bakka á Húsavík.

Lesa meira

Hver borgar brúsann?

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar.

Lesa meira

Að færa hinseginleika heim

„Ég er og verð alltaf Öxfirðingur,“ segir Aðalbjörn Jóhannsson með bros á vör. Hann er stýri Ergi, félags hinsegin stúdenta á Norðurlandi og lýsir sér sem sveitamanni, bókaormi, sérlegum áhugamanni um fólk og fylgist með kosningasjónvarpi af sömu innlifun og önnur fylgjast með Eurovision. Með rætur í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu, tengingu við Akureyri frá unglingsárum og smá Norðmann í blóðinu, hefur Aðalbjörn komið sér fyrir í BA námi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Hann viðurkennir að leiðin hafi upphaflega legið í kennaranám, en í dag blómstrar áhugi hans á fólki og samfélagsmálum í háskólanum þar sem samheldni og stuðningur skína í gegn.

Lesa meira

“Jákvæð viðbrögð” um veiðigjaldið?

Heimir Örn Árnason skrifar um viðbrögð við veiðigjaldinu

Lesa meira

Komið að skuldadögum

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.

Lesa meira

Maður er manns gaman

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulag miðbæja

Lesa meira

Rétt­læti næst ekki með rang­læti

Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Lesa meira

Heil­brigðis­kerfið í bakk­gír

Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi.

Lesa meira

Hvers vegna öll þessi leynd? - Breytingar á skipulagi forvarnar- og frístundamála

Það var dularfull stemning í aðdraganda þess að ræða átti trúnaðarmál bæði í fræðslu- og lýðheilsuráði og í bæjarráði þann 22. maí sl. Ekki lá fyrir hvað ætti að ræða og engin gögn voru lögð fram fyrir fundinn. Á fundi bæjarráðs var svo tilkynnt að „ákvörðun hefði verið tekin“ um að leggja niður núverandi skipulag forvarna- og frístundamála hjá Akureyrarbæ. Átti að tilkynna starfsfólki breytingarnar síðar sama dag.

Lesa meira

Norðurslóðir, stríð og hnattræn hlýnun

Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Ríki sem þar eiga hagsmuna að gæta þurfa að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við öðrum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi, samfélögum og opnun skipaleiða – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Í guðanna bænum

Ég er enn í sjokki. Taugaáfalli. Og tilefnið, Jú, í gær varð ég barni að bana – næstum því. Veit ekki enn hvaða kraftaverk kom í veg fyrir þá miklu óhamingju. Öskur eða eitthvað sem undirmeðvitundin skynjaði - þótt augað sæi ekki. Tildrögin. Ég var að koma niður Krákustíg hjá Amtsbókasafninu þegar eitthvað skaust á örskotshraða fyrir steyptan garðvegginn, niður gangstéttina með fram Oddeyrargötu.

Lesa meira

Að efla þéttbýli eða vinna gegn því

Á síðustu 20 árum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um tæp 100 þúsund eða um þriðjung (33%). Langstærstur hluti þessar fjölgunar hefur átt sér stað á suðvesturhorni landsins. Ef skoðuð er íbúaþróun í þeim sveitarfélögum sem í dag mynda sveitarfélagið Þingeyjarsveit, en voru fyrir aldarfjórðung 6 hreppir, kemur upp ólík mynd. Þann 1. janúar 2005 töldu sveitarfélögin (þá þrjú) 1.399 manns en þann 1. janúar sl. bjuggu 1.453 Þingeyjarsveit. Því hefur íbúum fjölgað hér um tæp 4% á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um þriðjung.

Lesa meira

Af slúbbertum og svörtum sauðum

Vísir birti nýlega frétt um nýútkomna skýrslu Viðskiptaráðs þar sem fjallað er um uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Sá sem fréttina ritar kýs að reyna að fá fleiri „smelli“ með því að leggja skýrsluhöfundi orð í munn eins og að kalla opinbera starfsmenn „slúbberta“.

Lesa meira

Ríkið tekur – landsbyggðirnar fá minna

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

Lesa meira

Þegar samfélagið þagnar

Benóný Valur jakobsson skrifar

Lesa meira

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.

Lesa meira

Púslið sem passar ekki

„Ég er á skjön við það sem ég þekki,

það er sama hvernig ég sný,

því ég er púslið sem að passar ekki

við púsluspilið sem það er í, við púsluspilið sem það er í.“

Lesa meira

Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart?

Í maí mánuði ár hvert fer fram uppgjör hjá þeim eldri borgurum sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun.

Lesa meira

Sigldur skógarbóndi með metnað fyrir kennslu og rannsóknum

Vísindafólkið okkar - Þorlákur Axel Jónsson

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Þorlákur Axel Jónsson, aðjúnkt við Kennaradeild, er vísindamanneskja maímánaðar.

Lesa meira

Núna er rétti tíminn fyrir nýja áskorun!

Kynningarfundur um Executive MBA námið við Háskóla Íslands haldinn í Múlabergi, Hótel KEA miðvikudaginn 28.maí kl. 12:15.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Norðurþingi vegna lokunar PCC Bakka

Það hefur raungerst að PCC Bakki Silicon hefur boðað uppsagnir á 80 manns í verksmiðju sinni á Bakka við Húsavík og rekstrarstöðvun verksmiðjunnar fyrirhuguð í júlí næstkomandi. Ákvörðun byggir á erfiðleikum á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs.

Lesa meira

Jón Hafsteinn segir frá námi í iðnaðar- og orkutæknifræði

Þegar Jón Hafsteinn Einarsson frá Álftanesi fór að velta fyrir sér námi á sviði verkfræði var hann með margar hugmyndir í kollinum. Vélaverkfræði? Raforkuverkfræði? Ekkert virtist smella alveg – fyrr en hann rak augun í auglýsingu um iðnaðar- og orkutæknifræði. Námið fer fram í staðnámi við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Stúdentar í iðnaðar- og orkutæknifræði horfa á fyrirlestra í beinu streymi í HA á sama tíma og kennslan fer fram í HR. Aðstoðarkennari sér um dæmatíma í HA og stúdentar hafa góða aðstöðu til náms í HA og eru fullgildir HA-ingar sem tilheyra öflugu námssamfélagi háskólans

Lesa meira

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan

 

Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.

 
Lesa meira

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Það var ánægjulegt að sækja fund hjá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) síðastliðinn föstudag. Rétt rúmlega hundrað manns mættu – áhugasamir, upplýstir og málefnalegir. Þar skapaðist gott samtal um þau mál sem brenna mest á eldra fólki í dag. Ábendingar komu víða að og spurningarnar voru margar og skýrar. Það var sérstaklega áberandi að umræðan snerist ítrekað að sömu kjarnamálunum: skerðingum, lífeyrissjóðum en einnig að heilbrigðisþjónustu.

Lesa meira

Skýr og lausnamiðuð af­staða Fram­sóknar til veiðigjalda

Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.

Lesa meira

Farsæld í brennidepli – öll eru velkomin! Sjónaukinn 2025

Í heimi þar sem hraði breytinga og flókin samfélagsmál eru daglegt brauð, skiptir máli að staldra við og beina sjónum að því sem skiptir mestu máli: farsæld fólks. Ráðstefnan Sjónaukinn 2025, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri dagana 19. og 20. maí, leitast við að varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til að efla samfélagslega velferð og vellíðan. Undirtónn ráðstefnunnar er skýr: Við höfum öll hlutverki að gegna – og með samvinnu getum við skapað samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.

Lesa meira