Ekki láta hrappa nappa af þér
Það er of oft við mannfólkið sem erum veikasti hlekkurinn í svikatilraunum. Við föllum fyrir fagurgala eða vel útfærðum netsvindlum. Þá er það oft heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir það að við sitjum uppi með sárt ennið. Þetta getur verið svikasíður sem eru vandlega útbúnar sem síður þekkta fyrirtækja eða einstaklingar í vanda leita eftir fjárstuðningi, annað hvort fyrir sig, veika ættingja eða segjast vera frá stríðshrjáðum svæðum.