Pistlar

Heilsufarsstaða Íslendinga - Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni hafin

Ný rannsókn er hafin á Íslandi þar sem hreyfing, kyrrseta og svefn fólks í landinu á aldrinum 20–69 ára verða mæld með hlutlægum hætti. Rannsóknin, sem nefnist Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni, er hluti af stóru Evrópuverkefni, JA Prevent, sem hefur það markmið að efla forvarnir gegn ósmitbærum sjúkdómum.

Lesa meira

Allt Ísland allt árið

Það eru margir kostir beint millilandaflug til Akureyrar. Fyrir utan þau bættu lífsgæði sem beina flugið veitir íbúum Norður- og Austurlands. Samkeppnihæfni landsbyggðanna styrkist lífsgæði íbúanna batna jú heilmikið.

Lesa meira

Lýðræðið og kirkjan

Lýðræði eru því miður ekki sjálfsögð mannréttindi allra íbúa heimsins en stundum virðumst við hérlendis og víðar taka þeim sem slíkum. Það að vera lýðræðislegt ríki gerist ekki yfir nótt, það þarf að ala samfélög upp til þess. Lýðræði er til dæmis einn grunnþáttur menntastefnunnar í aðalnámskrá skólanna, því það að verða virkur, hæfur og gagnrýninn þáttakandi í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi er æfing og þarf að læra. Stundum virðumst við nú sum þurfa meiri þjálfun í að vera ósammála eins og samfélagsmiðlar hafa lýst frekar skæru ljósi á þegar umræða um einstök mál verður mjög “pólariseruð”. Á hverjum tening eru fleiri en tvær hliðar og þó að svartar og hvítar sviðsmyndir fái mesta athygli þá eru allavega 50 tegundir af gráum þar á milli. En þetta sem okkur finnst sjálfsagt, að hafa rödd og frelsi til að vera ósammála er brothætt og miðað við alþjóðasamfélagið þessa dagana óttast kona að það sé auðvelt að gleyma því.

Lesa meira

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum.

Á Akureyri höfum við á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að efla menntastofnanir okkar, allt frá fyrstu árum barna í leikskóla og áfram upp grunnskólagönguna. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Þetta er árangur samstarfs foreldra, kennara, skólastjórnenda, starfsfólks og síðast en ekki síst þeirra sem taka ákvarðanir um fjármagn og forgangsröðun.

 

Lesa meira

Það getur ekki öllum liðið alltaf vel

Það getur ekki öllum liðið alltaf vel. En það á heldur engum að líða alltaf illa. Passleg blanda er líklega best, horfa bjartsýn fram á veg, snúa baki við skugganum. Vita af þungum steinum, en láta þá ekki hafa áhrif á sig. Lífsviðhorf sem ætti að vera auðvelt og einfalt, en er það ekki fyrir marga. Alltof marga. Við vitum ekki hvað annað fólk burðast með, við þekkjum ekki skugga þeirra og þunga kaldagrjótsins sem á þeim hvílir. Þess vegna eigum við að temja okkur mildi og umburðarlyndi. Við þekkjum engan í raun og veru, dýpstu hugsanir þeirra, gleði, áföll og sorgir.

Lesa meira

Hópefli, gleði og hjálpsemi einkenndu Nýnemadaga

Mikið líf og fjör var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku þegar Nýnemadagar fóru fram. „Við tókum á móti nýnemum í grunnnámi en um er að ræða stærsta hóp nýnema frá upphafi eða um 1500 talsins. Þátttakan var mjög góð í ár og það var frábært að fylgjast með nýnemunum taka virkan þátt í dagskránni sem við bjóðum upp á,“ segir Sólveig María Árnadóttir sem heldur utan um skipulagningu og framkvæmd Nýnemadaga. 

Lesa meira

Norðurland eystra er eitt helsta vaxtarsvæði Íslands

Íbúar og gestir Norðurlands eystra geta sannarlega verið sátt við sumarið sem nú er að líða. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og hafa eflaust mörg þurft að beita sig hörðu til að fara úr blíðunni og inn á skrifstofuna eftir gott sumarfrí.

Lesa meira

Er menntakerfið eina vandamálið?

Umræða um menntakerfið hefur verið hávær undanfarið og ekki síst um námsmat. Margir hafa t.d. gagnrýnt skort á samræmdu mati og notkun bókstafa í matskerfinu. Þetta er mikilvæg umræða, sem á sannarlega rétt á sér, en er þetta einföldun á flóknari vanda?

Lesa meira

Fiskandi formúluaðdáandinn sem elskar Færeyjar Vísindafólkið okkar - Magnús Víðisson

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Magnús Víðisson, aðjúnkt og brautarstjóri við Auðlindadeild, er vísindamanneskja júlímánaðar.

Lesa meira

Af fótafúnum ferðabílaeigendum og öðrum af sömu sort

Á sumrin held ég mikið til í Borgarfirði og fer þá gjarnan í kaupstaðaferð í Borgarnes þegar mig vantar aðföng.

Lesa meira

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Hér fer á eftir stórmerkileg fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.

Lesa meira

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð.

Lesa meira

Ég segi já!

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er kveðið á um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Heimsókn Ursulu von der Leyen til Íslands hefur endurvakið umræðuna um Evrópumál sem hefur tekið talsvert pláss á hinum ýmsu miðlum. Undirrituðum sýnist sem svo að kosningabaráttan fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu sé farin á fullt, ekki síst fyrir tilstuðlan minnihlutans á þingi sem hefur þó hingað til verið alfarið andvígur því að þjóðin fái að segja sitt í þessu mikilvæga máli.

Lesa meira

Norðurþing, samstaða og jákvæðni skilar árangri

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings skrifar

Lesa meira

Gróf mismunun í heilbrigðiskerfinu

Við Íslendingar búum við gott heilbrigðiskerfi og erum flest sammála um að þar eigi jafnt yfir alla að ganga óháð til dæmis efnahag. Í flestum tilfellum þurfum við að greiða lágmarks gjöld fyrir komu á heilsugæslu og svo eru lyfin okkar líka niðurgreidd.

Lesa meira

Jöfnuður er lykilorðið – svar framkvæmdastjóra sveitarfélaga á landsbyggðinni

Sjö bæjar- og sveitarstjórar skrifa um grunntilgang Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Lesa meira

Geisla­með­ferð sem lífs­björg

Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.

Lesa meira

Getur þú bætt í þekkingarbrunn um íslenska náttúru?

Jóhann Helgi Stefánsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi skrifar

Lesa meira

Að byggja upp á Bakka

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar um atvinnuuppbyggingu á Bakka á Húsavík.

Lesa meira

Hver borgar brúsann?

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar.

Lesa meira

Að færa hinseginleika heim

„Ég er og verð alltaf Öxfirðingur,“ segir Aðalbjörn Jóhannsson með bros á vör. Hann er stýri Ergi, félags hinsegin stúdenta á Norðurlandi og lýsir sér sem sveitamanni, bókaormi, sérlegum áhugamanni um fólk og fylgist með kosningasjónvarpi af sömu innlifun og önnur fylgjast með Eurovision. Með rætur í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu, tengingu við Akureyri frá unglingsárum og smá Norðmann í blóðinu, hefur Aðalbjörn komið sér fyrir í BA námi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Hann viðurkennir að leiðin hafi upphaflega legið í kennaranám, en í dag blómstrar áhugi hans á fólki og samfélagsmálum í háskólanum þar sem samheldni og stuðningur skína í gegn.

Lesa meira

“Jákvæð viðbrögð” um veiðigjaldið?

Heimir Örn Árnason skrifar um viðbrögð við veiðigjaldinu

Lesa meira

Komið að skuldadögum

Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum með skýrt leiðarstef; að rjúfa kyrrstöðu og hefja sókn við uppbyggingu innviða. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun, enda blasir við vegakerfi sem hefur setið á hakanum um árabil.

Lesa meira

Maður er manns gaman

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulag miðbæja

Lesa meira

Rétt­læti næst ekki með rang­læti

Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Lesa meira

Heil­brigðis­kerfið í bakk­gír

Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi.

Lesa meira

Hvers vegna öll þessi leynd? - Breytingar á skipulagi forvarnar- og frístundamála

Það var dularfull stemning í aðdraganda þess að ræða átti trúnaðarmál bæði í fræðslu- og lýðheilsuráði og í bæjarráði þann 22. maí sl. Ekki lá fyrir hvað ætti að ræða og engin gögn voru lögð fram fyrir fundinn. Á fundi bæjarráðs var svo tilkynnt að „ákvörðun hefði verið tekin“ um að leggja niður núverandi skipulag forvarna- og frístundamála hjá Akureyrarbæ. Átti að tilkynna starfsfólki breytingarnar síðar sama dag.

Lesa meira