Pistlar

Lokaorðið - Bölmóðssýki og brestir.

Í gegnum tíðina höfum við lært margt varðandi góða líkamlega heilsu. Við hættum að reykja, erum dugleg að hreyfa okkur og vitum allt um hollt mataræði. Við lítum vel út hið ytra, eldumst lítið og borðum lífrænt.

Lesa meira

Að vera ég sjálf

„Ég fíla svo vel að vera frónari, og búa á Íslandi“, var oft sungið þegar ég var lítil og ég gæti sem best sungið þetta lag flesta daga. Mér finnst fínt að vera í frostpinnafélaginu, elska norðangolu og rigningu og finnst veturinn ekkert svo hræðilegur. Mér leiðast reyndar umhleypingar, saltpækill á götum, sullumbull og hálka til skiptis og væri eins og margir aðrir, alsæl með froststillur vikum saman.

Lesa meira

Ferðalag til bata

Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.

Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira

Lokaorðið - Fótanuddtæki óskast

I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.

Lesa meira

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Það er ekkert launungamál að margir Akureyringar hafa lengi verið án heimilislæknis og má rekja þá staðreynd mörg ár aftur í tímann. Bið eftir tíma hjá heimilislæknum er í dag yfirleitt mjög löng og í sumum tilfellum nær fólk ekki að fá tíma sem verður til þess að álag eykst á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Tel ég það eitt af okkar forgangsmálum að ráða bót þar á. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt það er að allir hafi fastan heimilislækni um lengri tíma auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það minnki einnig marktækt vinnuálag á heimilislæknum og í heilbrigðiskerfinu öllu.

Lesa meira

Akureyrarbær tilbúinn að taka þátt í samstilltu átaki til að kveðja niður verðbólgu

Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu.

Lesa meira

HÚSNÆÐI HEILSUGÆSLUNNAR Á AKUREYRI: HÁLFNAÐ VERK

Um langt skeið hefur legið fyrir ákvörðun ríkisvaldsins, sem tekin var í kjölfar ítarlegrar úttektar, að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslur á Akureyri. Önnur þeirra var formlega opnuð í fyrradag sem skiljanlega var ákaflega gleðilegt, enda heilsugæslan á Akureyri verið í slæmu húsnæði allt of lengi. 

Heilbrigðisráðherra mætti í opnunina og ávarpaði gesti að því tilefni og sagði m.a. „...og ég ætlaði nefnilega einmitt að koma hingað og segja bíddu þessi er svo rosalega flott, er þetta ekki bara komið gott? En við látum reyna á það..“

Brosið hvarf af vörum mér við þessi orð hans.

Í kvöldfréttum RÚV sagði ráðherra síðan að þrátt fyrir þessi orð þá hafi ekkert breyst á þessum tímapunkti og að rýna þurfi í það hvernig þessi stöð nýtist. Það gefur hins vegar auga leið að það var aldrei planið að þetta húsnæði myndi standa undir allri þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri, enda hefði það orðið allt öðruvísi og stærra ef svo hefði verið. Í húsnæðinu er t.a.m. ekki rými fyrir heimahjúkrun og geðheilbrigðisteymi, auk þess sem yfir 20 þúsund eru skráð hjá þessari heilsugæslu sem er langt umfram þann fjölda sem gert var ráð fyrir þegar húsnæðið var byggt.

Það er óhætt að segja að fjölmargir séu orðnir langþreyttir á bágri stöðu heilsugæslunnar á Akureyri, enda á hún að veita mikilvæga grunnþjónustu í okkar samfélagi. Það ætti ekki að ríkja óvissa um framhaldið, það ætti ekki að vera eitthvað hik á ráðherra að klára þá vegferð sem lagt var af stað í. Þannig að svarið við spurningu ráðherra er einföld:

Nei þetta er ekki bara komið gott, verkefnið er hálfnað og verkefnið þarf að klára. 

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og varaþingmaður

 

Lesa meira

Fréttatilkynning Seðlabankinn gegn Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var sett á laggirnar eftir að gjaldeyrishöftunum var komið á. Eitt stærsta einstaka mál þess hófst með húsleit í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins á skrifstofum sjávarútvegsfélagsins Samherja. Félagið var sakað um alvarleg lögbrot sem forsvarsmenn þess báru af sér. Þessi atburður markaði upphaf að áralöngum átökum fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.

Í þessari stórfróðlegu bók rekur Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, málið og hver niðurstaða þess varð. Bók þessi byggir að hluta á fyrri bók Björns Jóns, Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits, frá árinu 2016. Síðan þá hefur margt mjög áhugavert komið í ljós sem gefur mun heildstæðari mynd af atburðarásinni og veitir áður óþekkta innsýn í hvað gekk á að tjaldabaki. Margt mun koma lesandanum mjög á óvart enda er bókin í senn spennandi og ógnvekjandi lesning.

Hér er fjallað um alvarlega bresti og skort á fagmennsku í opinberri stjórnsýslu. Spurt er hvort að einhver beri ábyrgð sem höndlar með opinbert vald. Tryggvi Gunnarsson, þáverandi umboðsmaður Alþingis, benti þingmönnum á vegna þessa máls að „refsiheimildir eru ekki tilraunastarfsemi. Þetta er mikið inngrip í líf fólks.“ Hann sagði einnig vegna þessa: „Við getum ekki haldið áfram að böðlast á borgurunum af því að stoltið er svo mikið. Stoltið má ekki bera menn ofurliði.“ Kapp er best með forsjá.

 

 

Lesa meira

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Lesa meira