Pistlar

Ekki láta hrappa nappa af þér

Það er of oft við mannfólkið sem erum veikasti hlekkurinn í svikatilraunum. Við föllum fyrir fagurgala eða vel útfærðum netsvindlum. Þá er það oft heilbrigð tortryggni og gagnrýnin hugsun sem getur komið í veg fyrir það að við sitjum uppi með sárt ennið. Þetta getur verið svikasíður sem eru vandlega útbúnar sem síður þekkta fyrirtækja eða einstaklingar í vanda leita eftir fjárstuðningi, annað hvort fyrir sig, veika ættingja eða segjast vera frá stríðshrjáðum svæðum.

Lesa meira

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Í dag, 1.nóvember, eru liðin tvö ár síðan byrjað var að rukka varaflugvallagjald á nýjan leik. Gamla varaflugvallagjaldið var lagt af í maí 2011 og hafði það slæmar afleiðingar á flugvallakerfi landsins. Niðurlagning þess var mikið óheillaskref og varúðarorð þeirra sem best þekktu til voru að engu höfð. Tekjustofn til nýframkvæmda og viðhalds á flugvöllum landsins hrundi á sama tíma og millilandaflug til og frá Íslandi margfaldaðist.

Lesa meira

„Hlakka alltaf til að halda í höfuðstað Norðurlands“

„Ég á frændfólk og vini á Akureyri og hlakka því alltaf til að halda í höfuðstað Norðurlands, borgina góðu norðan heiða sem við þurfum að efla og styrkja enn frekar svo að skynsamlegt jafnvægi í byggð haldist nú eitthvað í landinu. Þá skiptir öflugt háskólasamfélag miklu máli,“ svarar Guðni aðspurður um heimsókn hans norður yfir heiðar.

Lesa meira

Kynning - Hagspá Arion banka kynnt á Akureyri

Arion banki stendur fyrir tveimur spennandi viðburðum á Akureyri í þessari viku.

Sá fyrri er hluti af Konur fjárfestum átaksverkefni bankans og fer fram á Drift EA fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísk atriði varðandi stofnun fyrirtækja. Fullbókað er á viðburðinn.

 

 

Lesa meira

Framtíð líkamsræktarstöðva og heilsutengdrar starfsemi á Húsavík

Benóný Valur Jakobsson, Ísak Már Aðalsteinsson og Rebekka Ásgeirsdóttir skrifa

Lesa meira

Hagfræðingur með heimskautasýn Vísindafólkið okkar – Joan Nymand Larsen

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Joan Nymand Larsen, prófessor við Félagsvísindadeild, er vísindamanneskja októbermánaðar.

Lesa meira

Samfélag sem stendur saman

Benóný Valur Jakobsson skrifar

Lesa meira

„Ég var tilbúin að breyta til og takast á við ný verkefni“

Eftir þrjátíu ár í Bandaríkjunum ákvað Áslaug Ásgeirsdóttir að flytja heim til Íslands þar sem hún tók við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Við settumst niður með henni til að ræða heimkomuna, nýtt hlutverk, leiðtogahlutverk kvenna í háskólasamfélaginu og framtíðarsýn HA.

Lesa meira

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. 

Lesa meira

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur. Sérstaklega blasir þetta við á landsbyggðinni, þar sem íbúar utan höfuðborgarsvæðisins eins og á Akureyri og nágrenni finna nú fyrir skerðingu þjónustu og aukinni byrði.

Lesa meira

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.

Lesa meira

Var 17. júní fundinn upp á Akureyri? Ný bók Páls Björnssonar leiðir lesendur inn í sögu þjóðhátíðardagsins

Það má segja að þjóðhátíðardagur Íslendinga hafi með nýlegri útgáfu bókarinnar Dagur þjóðar eignast sinn eigin sagnfræðing, Pál Björnsson, prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Þar fjallar hann á nýstárlegan hátt um hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga – löngu áður en það var ákveðið með lögum.

Lesa meira

Lífið í Baugaseli

Í Vikudegi 17. júlí sl. var sagt frá endurnýjun torfbæjarins Baugasels í Barkárdal. Þar hefur ferðafélagið Hörgur skilað afar góðu verki. Þó er það svo að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á bænum frá því að búið var þar. Við systur bjuggum í Baugaseli fyrstu æviárin og teljum rétt og mikilvægt að gera grein fyrir bæjarmyndinni eins og hún var þegar Baugasel fór í eyði í júní 1965.

Lesa meira

Frá sveitarstjórnarfundi í Norðurþingi, upplýsingar um atvinnumál.

rá því snemma á þessu ári hefur legið fyrir að rekstur PCC BakkiSilicon væri erfiður vegna ástands á heimsmarkaði með kísilmálm. Það hefur leitt til rekstrarstöðvunar og uppsagna starfsfólks þar sem um 130 manns hafa misst vinnuna það sem af er þessu ári.

Lesa meira

Mikilvægi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Dagana 2.-3. október sl. fór fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga fram í Reykjavík. Ráðstefnan er árleg og alltaf haldin í Reykjavík en gaman væri að breyta einhvern tíma til og bjóða t.d. upp á Akureyri. Uppselt var á ráðstefnuna og sátu hana um 500 manns.

Lesa meira

„Stóra viðurkenningin er að sjá gleði í augum barnanna“

Viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur og Dönu Rán Jónsdóttur um Vísindaskóla unga fólksins, sem hlaut viðurkenningu Rannís fyrir Vísindamiðlun ársins 2025. Vísindaskóli unga fólksins er rekinn af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Ef góður tími er settur í undirbúningsvinnuna gæti uppskeran orðið góð

Hættu þessu bulli, þú veist að þetta er rétt hjá mér. Þetta er svona og hættu nú!
Hvernig myndi þér líða ef vinnufélagi eða maki talaði við þig á þennan hátt? Hvaða tilfinningum myndir þú finna fyrir? Kannski reiði, depurð, særindum, brostnum vonum, ef til vill skömm. En hvernig heldur þú að barninu þínu liði ef þú talar við það á þennan hátt?

Lesa meira

Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum

Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana (s.s. lyfja- eða fíkniefnaofskammta) eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Reynsla og rannsóknir sýna að hver einstaklingur sem sviptir sig lífi skilur eftir sig stóran hóp syrgjenda og ástvina.

Lesa meira

Nemendaráðgjöf Háskólans á Akureyri styður við stúdenta með aðgengilegri og faglegri þjónustu

Hjá Nemendaráðgjöf HA er boðið upp á náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, fjölbreytt og hagnýt námskeið ásamt ráðgjöf vegna úrræða í námi og prófum svo fátt eitt sé nefnt. Náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingur starfa í þágu stúdenta og leggja þau áherslu á góða og aðgengilega þjónustu þar sem ráðgjöf er sniðin að þörfum hvers og eins. Tryggt er að allir stúdentar HA hafi aðgengi að þjónustu Nemendaráðgjafar og hafa stúdentar alltaf val um að nýta sér þjónustuna á staðnum, rafrænt eða í gegnum síma. Þá stendur þjónusta Nemendaráðgjafar einnig til boða fyrir þau sem hafa hug á námi við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Í kjölfar Kveiks - Að gefnu tilefni

Í ljósi þáttar Kveiks varðandi snyrtistofur þá ætla ég að fá að koma með nokkra punkta til að bæta við þetta mál.

 
Lesa meira

Við vorum líka með plan

Húsnæðismál eldri borgara á Akureyri hafa kallað á frekari athygli og úrbætur og ekki síst eftir að upp kom mygla á Hlíð haustið 2022. Endurbætur hafa enn ekki hafist á þeim 22 hjúkrunarrýmum sem tekin voru úr notkun og ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um framtíð austurálmu Hlíðar sem er illa farin. Þetta hefur valdið fráflæðisvanda á SAk, aukið álag á stuðningsþjónustu og aðstandendur og ekki síst íbúa okkar sem svo nauðsynlega þurfa á þessari þjónustu að halda.

Lesa meira

Fréttatilkynning Nýsköpunarsjóðurinn Kría opnar fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra. Viðskiptahugmyndin sem félagið byggir á þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nýtist vel við framgang félagsins. Félög af landsbyggðinni eru sérstaklega hvött til að sækja um fjárfestingu.

Lesa meira

Heilabilun – sjúkdómurinn sem hittir sífellt fleiri!

Að greinast með heilabilunarsjúkdóm er oftast mikið áfall, ekki eingöngu fyrir þann sem greinist heldur alla sem að honum standa. Heilabilun er í raun fjölskyldusjúkdómur því hann snertir alla sem næst sjúklingnum standa og þegar á líður verður álagið oftast mjög mikið.

Lesa meira

Barátta sveitarstjórnar Norðurþings fyrir auknum byggðakvóta til Raufarhafnar

Sveitarstjórn Norðurþings hefur á undanförnum árum barist fyrir auknum byggðakvóta og sértækum byggðakvóta til Raufarhafnar. Bókanir þess efnis hafa reglulega verið sendar til þingmanna, ráðherra og Byggðastofnunar.

Lesa meira

Tafir á skýrslu vegna lokunnar austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar.

Í gær 20.september voru liðnir sjö mánuðir frá að ósk níu þingmanna um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ynni skýrslu vegna lokunnar austur- vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar var samþykkt á Alþingi.

Vegna þessara miklu tafa sem hafa orðið á afhendingu skýrslunnar og nú þegar nýtt þing er hafið þarf á nýjan leik að leggja fram beiðni um að þessi skýrsla sé unnin.

Lesa meira

Heilsufarsstaða Íslendinga - Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni hafin

Ný rannsókn er hafin á Íslandi þar sem hreyfing, kyrrseta og svefn fólks í landinu á aldrinum 20–69 ára verða mæld með hlutlægum hætti. Rannsóknin, sem nefnist Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni, er hluti af stóru Evrópuverkefni, JA Prevent, sem hefur það markmið að efla forvarnir gegn ósmitbærum sjúkdómum.

Lesa meira

Allt Ísland allt árið

Það eru margir kostir beint millilandaflug til Akureyrar. Fyrir utan þau bættu lífsgæði sem beina flugið veitir íbúum Norður- og Austurlands. Samkeppnihæfni landsbyggðanna styrkist lífsgæði íbúanna batna jú heilmikið.

Lesa meira