Þyngir róðurinn á lyflækningadeild, sem þegar er strembinn
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna lokunar á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Nú þegar hefur um helmingi plássa verið lokað og finnum við strax fyrir auknu álagi vegna þessa.