Staða Helguskúrs á Húsavík
Forsaga máls
Við lifum á tímum þar sem umræðan um takmarkanir á lífi okkar er orðin flókin. Sumir halda því fram að allt megi, að frjálst flæði sé alltaf best. Það kann oft að vera farsæl lausn. En raunin er stundum önnur. Takmarkanir eru alls staðar til staðar í lífi okkar af góðum ástæðum.
Áramót eru tími uppgjörs og nýrra væntinga. Þegar við kveðjum árið sem er að líða og horfum fram á árið 2026 gefst okkur tækifæri til að staldra við, líta yfir farinn veg og velta fyrir okkur framtíðinni í Hörgársveit.
Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN tók saman það helsta sem einkenndi starfsemi HSN á árinu sem er að líða.
Það er engum blöðum um það að fletta að rekstur heilbrigðisþjónustu er afar krefjandi og er rekstur HSN á liðnu ári þar engin undantekning. Rekstrarlega stóðum við frammi fyrir áskorunum, þar á meðal verulegan halla bæði á síðasta ári og líðandi ári, sem stafaði að stórum hluta af ófjármögnuðum kjara- og stofnanasamningum. Þrátt fyrir það tókst okkur að viðhalda og styðja við áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að tryggja stöðugleika í rekstri með breytingum á skipulagi og öflugri teymisvinnu, með aukinni áherslu á stafræna ferla með það að markmiði að bæði lækka kostnað en samtímis efla þjónustu.
Ég vaknaði snemma í morgun, á Þorláksmessu, það var í raun ennþá nótt og Eyfirska lognið á duglegri hreyfingu. Það var samt ákveðin kyrrð í vindinum og enginn annar farinn á ról þegar ég rölti mér í vinnuna. Það voru allir sofandi heima, komnir í frí svo það var gott að taka daginn snemma. Eyjafjarðará liðaðist á móti mér niður dalinn eins og hún hefur gert frá örófi alda; hún nærir jörðina, gefur landbúnaðarhéraðinu líf og flytur með sér efnivið sem skapað hefur grunn að traustu samfélagi við Eyjafjörð.
Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar birti grein fyrir réttu ári um að vera búin að fá upp í kok af jólunum. Greinin var skrifuð beint frá hjartanu en það sem var áhugaverðast, voru viðbrögðin sem ég fékk vegna hennar.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á rannsakendum. Sigríður Sía Jónsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild, er vísindamanneskja desembermánaðar.
Í minni samfélögum eru mörk milli vinnu og einkalífs oft óskýrari en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk og stjórnendur þekkjast í gegnum fjölskyldutengsl, félagsstörf, íþróttir eða aðra samfélagsþætti. Þessi nánd getur verið bæði styrkur og áskorun – ekki síst þegar kemur að mannauðsmálum og félagslegri ábyrgð fyrirtækja eða stofnana á svæðinu.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifaði pistil og póstaði á Facebook nú síðdegis, hann gaf góðfuslegt leyfi til birtingar á vef Vikublaðsins.
Það vakti upp blendnar tilfinningar að endurreisn Niceair stæði fyrir dyrum.
Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Í Háskólanum á Akureyri eru yfir hundrað viðburðir á ári hverju. Þeir eru fjölbreyttir og eru í formi ráðstefna, opinna daga, brautskráninga og málþinga svo eitthvað sé nefnt.
Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni.
Sú sem þetta skrifar hefur búið í fjölbýli síðasta rúmlega áratuginn. Þar hefur gilt sú regla sem víðast hvar gildir í fjölbýlishúsum að allt dýrahald var bannað. Sú staða kom til dæmis upp að fólk sem keypt hafði íbúð í húsinu og átti “fullorðinn” hund, sá sig knúið til að selja strax aftur þar sem leyfi fékkst ekki til að halda hundinn þar til hans dagar yrðu taldir.
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna lokunar á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Nú þegar hefur um helmingi plássa verið lokað og finnum við strax fyrir auknu álagi vegna þessa.
Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE skrifaði í gær í grein sem birtist á visir.is skrif hennar má lesa hér að neðan:
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Dr. Hilal Sen, dósent við Sálfræðideild, er vísindamanneskja nóvembermánaðar.
Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir.
Hættan á því að lenda í netsvikum hefur sjaldan, verið jafn mikil og nú. Netverslun verður sífellt vinsælli enda er hún einstaklega þægileg, þar sem neytandinn þarf rétt svo að lyfta litla fingri til þess að fá vörurnar sínar sendar heim að dyrum.
Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa stóðu fyrir opinni ráðstefnu á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 20. nóvember, s.l. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri“, og markmið hennar var að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík og á öllu Norðurlandi.
Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina.
Þrátt fyrir mótbyr í samfélaginu eru tækifærin til byggja upp bæði augljós og skýr. Sterkir innviðir, öflugt samfélag og auðlindir í Þingeyjarsýslum. Trú á eigin getu og samfélag er lykilatriði. Betri tímar koma ekki af sjálfu sér heldur með markvissum aðgerðum, heimavinnu og sameiginlegri framtíðarsýn. Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil vinna í undirbúning fyrir atvinnustarfsemi á svæðinu, sérstaklega iðnaðarsvæðið á Bakka með nægu landrými, aðgengi að höfn og orku. Þó við séum langt frá höfuðborgarsvæðinu hvar mestan og sjálfsagðan vöxt má finna er ljóst að uppbygging í Þingeyjarsýslum í námunda við Akureyrarborg er bæði hagkvæm og skynsamleg fyrir land og þjóð. Að skapa tekjur, störf og treysta búsetu.
Símenntun Háskólans á Akureyri, SMHA, hefur á undanförnum árum unnið að því að festa sig í sessi sem sniðugasta símenntunareining landsins. Með ríka áherslu á sveigjanleika og aðgengi býður SMHA upp á fjölbreytt námsframboð sem hentar bæði einstaklingum sem vilja efla sig í starfi og fyrirtækjum og stofnunum sem leita leiða til að styrkja mannauð sinn. Námið er kennt með fjölbreyttum hætti, bæði í fjarnámi, staðnámi og í blönduðu formi, sem gerir þátttöku mögulega, óháð búsetu eða vinnuaðstæðum.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifaði í gær pistil á Facebookvegg sinn sem vakið hefur mikla athygli og umræður, vefurinn fékk góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þessa pistils hér.
Sveitarfélagið Norðurþing og Bakkavík landeldi ehf., hafa undirritað viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á vegum Bakkavík landeldi ehf. á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur.
Ferðaþjónustan á Norðurlandi stendur á tímamótum. Aldrei áður hafa tækifærin verið jafn augljós og raunhæf. Ný hótel rísa, fjölbreytt afþreying vex, og heilsársferðaþjónusta er orðin að veruleika. Staðan er gjörbreytt frá því fyrir aðeins nokkrum árum síðan.