Pistlar

Viðreisn íslensks landbúnaðar?

„Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn.”

Já, þetta fullyrðir Viðreisn í stefnuskrá sinni. Bætir við: “Endurskoða þarf reglulega áhrif tolla á frjáls viðskipti og matvælaverð.” 

Svo reyndar ekki bofs meir. Punktur. 

 

Lesa meira

Ekki benda á mig

Brátt göngum við til kosninga einu sinni enn. Í annað skipti á þessu ári. Síðast tókst okkur vel til og völdum við okkur forseta sem við verðum stolt af.

Núna eru vonbiðlarnir þeir sem vilja setjast á Alþingi Íslendinga og sýna þar hvað í þeim býr.

Lesa meira

Matur handa öllum.

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands kallað eftir því að stjórnmálaöfl skýri sjónarmið sín í málefnum landbúnaðarins. Það var athyglisvert að heyra málflutning þeirra því staðreyndin er sú að bændum á Íslandi hefur fækkað mikið, sérstaklega í mjólkurframleiðslu þótt að á sama tíma hafi orðið talsverð framleiðsluaukning.

Lesa meira

Látum ekki blekkjast.

Kosningarnar eftir mánuð munu snúast um að skapa betri lífskjör fyrir venjulegt fólk hér á landi. Fyrir mér ættu framboðin nú að leggja fram sínar leiðir til að taka á verðbólgu, skapa tækifæri, efla velferðarkerfið og standa vörð um náttúruna, en sum hafa valið að spila á okkar lægstu hvata; ótta og andúð.

 

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri

Ísland er fámennt en stórt land. Íbúaþróun síðustu áratugi hefur á margan hátt verið óskynsamleg. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni búa nú nálægt 80% landsmanna á stórhöfuðborgarsvæðinu en 20% landsmanna á gríðarlega víðfeðmu landsvæði utan þess. Fá dæmi eru um slíka samþjöppun búsetu í nokkru landi og fyrir vikið er það flókið verkefni að tryggja öllum landsmönnum fyrsta flokks lögbundna þjónustu, þótt sannarlega sé það bráð nauðsynlegt. Það á ekki síst við um réttinn til heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Hvar er fjárveitingin í Húsavíkurflugið?

Þingeyingar hafa lengi barist fyrir því að áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði viðhaldið enda um mikilvæga samgöngubót að ræða, ekki síst fyrir heimamenn, ferðamenn og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum.

Lesa meira

Kosningaloforð og hvað svo?

Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um  allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin.

Lesa meira

Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn

Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar.

Lesa meira

Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Lesa meira

Að þora að vera hræddur

Nú haustar og í haustmyrkrinu leynast oft myrkraverur og alls konar furðuleg fyrirbæri sem skjóta okkur stundum skelk í bringu.  Flest tengjast þau reyndar hrekkjavöku og ýmiskonar skálduðum hryllingi þannig að það er lítið mál að sýna hugrekki og láta sem ekkert sé. Eða hvað, erum við kannski hræddari en við sýnumst, og hvenær erum við annars hugrökk?

Lesa meira