NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR
Það er Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.
Það er Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.
Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.
Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert.
„Ég fíla svo vel að vera frónari, og búa á Íslandi“, var oft sungið þegar ég var lítil og ég gæti sem best sungið þetta lag flesta daga. Mér finnst fínt að vera í frostpinnafélaginu, elska norðangolu og rigningu og finnst veturinn ekkert svo hræðilegur. Mér leiðast reyndar umhleypingar, saltpækill á götum, sullumbull og hálka til skiptis og væri eins og margir aðrir, alsæl með froststillur vikum saman.
Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.
Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.
Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar
I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.
Það er ekkert launungamál að margir Akureyringar hafa lengi verið án heimilislæknis og má rekja þá staðreynd mörg ár aftur í tímann. Bið eftir tíma hjá heimilislæknum er í dag yfirleitt mjög löng og í sumum tilfellum nær fólk ekki að fá tíma sem verður til þess að álag eykst á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Tel ég það eitt af okkar forgangsmálum að ráða bót þar á. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt það er að allir hafi fastan heimilislækni um lengri tíma auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það minnki einnig marktækt vinnuálag á heimilislæknum og í heilbrigðiskerfinu öllu.
Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu.
Um langt skeið hefur legið fyrir ákvörðun ríkisvaldsins, sem tekin var í kjölfar ítarlegrar úttektar, að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslur á Akureyri. Önnur þeirra var formlega opnuð í fyrradag sem skiljanlega var ákaflega gleðilegt, enda heilsugæslan á Akureyri verið í slæmu húsnæði allt of lengi.
Heilbrigðisráðherra mætti í opnunina og ávarpaði gesti að því tilefni og sagði m.a. „...og ég ætlaði nefnilega einmitt að koma hingað og segja bíddu þessi er svo rosalega flott, er þetta ekki bara komið gott? En við látum reyna á það..“
Brosið hvarf af vörum mér við þessi orð hans.
Í kvöldfréttum RÚV sagði ráðherra síðan að þrátt fyrir þessi orð þá hafi ekkert breyst á þessum tímapunkti og að rýna þurfi í það hvernig þessi stöð nýtist. Það gefur hins vegar auga leið að það var aldrei planið að þetta húsnæði myndi standa undir allri þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri, enda hefði það orðið allt öðruvísi og stærra ef svo hefði verið. Í húsnæðinu er t.a.m. ekki rými fyrir heimahjúkrun og geðheilbrigðisteymi, auk þess sem yfir 20 þúsund eru skráð hjá þessari heilsugæslu sem er langt umfram þann fjölda sem gert var ráð fyrir þegar húsnæðið var byggt.
Það er óhætt að segja að fjölmargir séu orðnir langþreyttir á bágri stöðu heilsugæslunnar á Akureyri, enda á hún að veita mikilvæga grunnþjónustu í okkar samfélagi. Það ætti ekki að ríkja óvissa um framhaldið, það ætti ekki að vera eitthvað hik á ráðherra að klára þá vegferð sem lagt var af stað í. Þannig að svarið við spurningu ráðherra er einföld:
Nei þetta er ekki bara komið gott, verkefnið er hálfnað og verkefnið þarf að klára.
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og varaþingmaður