„Við höfum séð fólk blómstra – ekki bara í starfi, heldur sem einstaklingar“
„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA.