Pistlar

Uppbygging færni- og hermiseturs stóreflir kennslu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað samkomulag um fjárveitingu til að hefja undirbúning og uppbyggingu húsnæðis sem hýsir færni- og hermisetur við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Byggjum upp menningatengda ferðaþjónustu á Möðruvöllum

Í Vikublaðinu 9. desember síðast liðinn var fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal að undirlagi áhugamannafélags, Hraun ehf, með aðkomu menningar og viðskiptaráðherra.

Markmiðið er að heiðra minningu skáldsins Jónasar Hallgrímssonar sem fæddur er 16. nóvember 1807. Það er göfugt að heiðra minningu þjóðskáldsins. Það er hins vegar álitamál hvort það sé best gert með uppbyggingu að Hrauni.

Lesa meira

Hugsum Ísland upp á nýtt (Smá langloka en þörf)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg sínum eftirfarandi hugleiðingar.  Hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á vef Vikublaðsins. 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Nýr þáttur í hlaðvarpi  Heilsu- og sál.  um efni sem snertir  ansi mörg okkar.
Verkir eru algengt vandamál sem flestir glíma við einhvern tímann á lífsleiðinni en hvað eru verkir? Í nýjum þætti af heilsaogsal.is - hlaðvarp ræðir Haukur Svansson, ráðgjafi og læknanemi, um ýmislegt í tengslum við verki, mismunandi flokka verkja, hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar verið er að skoða hugtakið ,,verki” og margt fleira.
Þá fjallar hann einnig um hvar hægt er að leita sér aðstoðar við verkjum. Við hvetjum alla til að hlusta á þáttinn og velta fyrir sér hvernig við skilgreinum og upplifum verk og hvaða merkingu við leggjum í hugtakið.

 

 

Lesa meira

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð

Stelluathöfn á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 19 janúar 2024.

Ágætu íbúar og starfsfólk Hlíðar.

Það er einkar ánægjulegt að fá þessa stund hér með ykkur og við, hópur sem köllumst fyrrum sjómenn Útgerðarfélags Akureyringa  erum hingað komnir nokkrir og komum hér með skip, já skip sem við sennilega öll sem hér erum þekkjum. Þetta skip sem er líkan er nefnilega eins og flest okkar hluti af sögu Akureyrar og þetta skip sem við köllum „Stellurnar“ voru og eru svo sannarlega stolt bæði ÚA og bæjarins okkar.

Lesa meira

Heilsu og sálfræðiþjónustan. - Fyrsti hlaðvarpsþáttur ársins er kominn í loftið

Í fyrsta þætti ársins af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Regína Ólafsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, hlustendur um kvíða og við hverju má búast þegar einstaklingur fer í kvíðameðferð hjá sálfræðingi. Hún deilir einnig gagnlegum ráðum um hvernig hægt er að bregðast við þegar við upplifum kvíða í hversdagsleikanum.

 https://open.spotify.com/episode/1pVmLGFdzaHvhvg9MgY5V0?si=0c4a15953a67409e

 

Lesa meira

Um 2000 manns sóttu fjölbreytt helgihald jóla og aðventu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli

Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.

Lesa meira

Áramótapistill Finnur Yngvi Kristinsson 05 01 ´24

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.

Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd.  Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.

Lesa meira

Við áramót - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem á lokaorðin.

Lesa meira

Við áramót Logi Már Einarsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Logi Már Einarsson Samfylkingu sem er næstur með sinn pistil.

Lesa meira

Um áramót - Ingibjörg Isaksen skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sem hefur ,,orðið"

Lesa meira

Um áramót Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Númer tvö er Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum

Lesa meira

Um áramót Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Sá fyrsti er skrifaður af Njáli Trausta Friðbertssyni Sjálfstæðisflokki

Hugleiðingar um áramót

Þegar líður að áramótum og hugað er að verkefnum næstu ára er áhugavert að líta um öxl og sjá að við höfum verið að upplifa sérstaka tíma og ýmis áföll hafa dunið yfir sem hafa haft áhrif á efnahag og velferð þjóðarinnar. Þau rúmu sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hef ég lengstum setið í fjárlaganefnd og þau verkefni sem þar hefur verið tekist á við marka sterkt þessi ár. Þarna má telja til áföll eins og fall WOW air, Aðventustorminn, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldvirkni á Reykjanesskaga.

Lesa meira

Jólavæntingar

Við eigum flest mynd af fullkomnum jólum í hugskoti okkar. Myndir sem ef til vill eiga uppruna sinn í bernskujólunum sem oft eru sveipuð töfrum í huganum, og því meira eftir því sem við eldumst. Og ef ekki þar, þá í flestum jólamyndum, jólabókum, jólasöngvum og jólaauglýsingum sem reka á fjörur okkar. Við sjáum fyrir okkur dásamlegar stundir með fjölskyldu og vinum í kringum stórt borð í stofunni á fallega skreyttu heimili og gjarnan með arineld í bakgrunni. Úti snjóar að sjálfsögðu því jólin þurfa að vera hvít. Á smekklega skreyttu borðinu er jólamatur, allt ljúffengt og vel útilátið. Allir eru klæddir í sitt besta skart og njóta matarins. Eftir máltíðina safnast allir saman við fullkomið jólatré og skiptast á yndislegum gjöfum og skemmtilegum samræðum.

Lesa meira

Listasýning í útibúi Sparisjóðs Höfðhverfinga í Glerárgötu

Sparisjóður Höfðhverfinga býður upp á listasýningu í útibúi sparisjóðsins að Glerárgötu 36, Akureyri. Sýningin samanstendur af verkum listafólks sem tekur þátt í dagatali sparisjóðanna fyrir árið 2024. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list.

Lesa meira

Upp­lýsinga­ó­reiðan í matar­boðinu

„Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi“

Lesa meira

Hvar eru allir?

Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira

Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin

Þegar skammdegið fer að nálgast

og fólkið laðast að skjám

og PISA könnunin boðar komu sína á ný.

Þá snjórinn fellur á bergmálshella

og skjáfíklar verða til,

í leikjum barnanna sem að bíða jólanna.

Lesa meira

Aukið aðgengi að áfengi

Ókeypis heimsending og dropp afhending“, Og hvað er það sem er afhent heim að dyrum? Jú, það er áfengi. Netsala á áfengi hefur vaxið síðustu ár. Með því að selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og senda heim til fólks er farið blygðunarlaust á svig við einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu á áfengi og lög brotin og yfirvöld gera ekkert í málinu.

Lesa meira

Norðurþing, í fréttum er þetta helst í desember

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings skrifar

Lesa meira

Frá KDN - í kvöld byrjar boltinn að rúlla

Nú er Kjarnafæðimótið að rúlla af stað og er fyrsti leikurinn föstudaginn 8.desember.  Við erum að sjálfsögðu full tilhlökkunar og getum ekki beðið eftir því að fara út á völlinn og keyra tímabilið í gang.

Lesa meira

Íslenskufærni í frjálsu falli

Skelfilegar niðurstöður Pisa koma mér ekki á óvart því miður. Ég hef unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár og síðastliðin 10 – 15 ár hefur mér fundist að íslenskufærni hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning. Sjálfsagt eru fleiri en ein skýring til á þessu ástandi. Sjálf hef ég tvær skýringar sem ég vil koma hér á framfæri. Hin fyrri er sú að börn eru á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum. 

Lesa meira

Kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum í grunnskólum: staðan virðist vera verri á Akureyri

Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöðurnar aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.

Lesa meira

Nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu

Árið 2026 munu nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri stendur fyrir samkeppni um hönnun á nýju stúdentagörðunum og mun niðurstaða liggja fyrir 22. febrúar 2024. Stúdentagarðarnir munu rísa á háskólasvæðinu en nemendum hafa staðið til boða íbúðir á vegum FÉSTA á fimm stöðum í bænum. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi og bjartar íbúðir fyrir nemendur skólans.

 Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, áætlar að nýju námsgarðarnir muni bjóða upp á um 60 til 70 einstaklingsherbergi, um 40 tveggja herbergja íbúðir og 20 stúdíóíbúðir og ættu þá að geta búið um 150-170 stúdentar á þessum námsgörðum.

Félagsstofnun stúdenta á Akureyri var stofnuð árið 1988 og var fyrsta byggingin reist við Skarðshlíð 46. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn árið 1989 eða fyrir 34 árum. Í dag rekur FÉSTA námsgarða í 8 byggingum á 5 stöðum í göngufæri frá Háskólanum á Akureyri.

Lesa meira

Hvert er sveitarfélagið að stefna?

Sveitarfélög landsins eru að ljúka fjárhagsáætlanagerð þessa dagana í ástandi sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu og óvissutímum á vinnumarkaði. Hvert er þá hlutverk sveitarfélaganna?

Sýnum aðhald og ábyrgð

Til að ná niður verðbólgunni þurfa allir að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Sveitarfélög þurfa að sýna aðhald, varkárni í gjaldskrárhækkunum og álögum á íbúa og fyrirtæki, varast þenslu í framkvæmdum og um leið verja heimilin fyrir gríðarlegum hækkunum. Auðvitað hafa sveitarfélögin, rétt eins og heimilin, fundið fyrir bæði verðbólgu og vaxtahækkunum. Tekjur þeirra hafa hins vegar á sama tíma aukist töluvert í gegnum útsvar.

Hvað gerir Akureyrarbær?

Fjárhagsáætlun Akureyrar er um margt athyglisverð. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði. Þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum. Þvert á móti er stefnt á lántöku vegna nýrra fjárfestinga upp á rúman milljarð í A-hluta og það í háu vaxtaumhverfi.

Þrátt fyrir mikil uppbyggingaráform er ekki verið að vinna að því með sama krafti að taka á móti nýjum íbúum, og þannig auka tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Sem dæmi á að draga úr fjárveitingum til nýbyggingu gatna um 5.5% þrátt fyrir þá staðreynd að nú þegar hefur orðið mikil seinkun á að fyrstu lóðir í Móahverfi verði byggingarhæfar. Í núverandi vaxtaumhverfi munu verktakar eðlilega halda að sér höndum en sveitarfélögin mega samt ekki tefja fyrir íbúðauppbyggingu. Ef þau gera það, þá mun það aðeins valda áframhaldandi spennu á íbúðamarkaði þegar vextir taka að lækka og byggingarfyrirtækin fara að hugsa sér til hreyfings að nýju. Hættan er að við sitjum aftur uppi með lóðaskort á Akureyri og verðum af uppgangi og hagvexti fyrir okkar sveitarfélag. Það má ekki gerast, við höfum ákveðnum skyldum að gegna þegar kemur að húsnæðisuppbyggingu í landinu og full ástæða til að sýna stórhug í þeim efnum.

Ekki tekin afstaða til fjármagns í nýja atvinnustefnu

Að endingu finnst okkur bæjarfulltrúum Framsóknar miður að ekki hafi verið tekin afstaða til tillögu okkar þess efnis að sett yrði fjármagn í nýja atvinnustefnu Akureyrarbæjar en þetta er í annað sinn sem því er hafnað. Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila.

 

Sunna Hlín Jóhannesdóttir oddviti Framsóknar á Akureyri

 

Lesa meira

Býður þú alheiminum með þér upp í sófa á kvöldin?

Lífið í nútímanum veltur sífellt meira á utanaðkomandi þáttum. Upplýsingaflæðið umlykur allt sem við gerum hvort sem það er í vinnu, skóla eða í frítíma. Við réttlætum stöðuga nálægð og viðveru í snjalltækjum þannig að hægt sé að ná í okkur öllum stundum „það verður að vera hægt að ná í mig ef eitthvað skyldi koma upp á,“ heyrist gjarnan. Margir eru smeykir við að missa af símtali, skilaboðum, uppfærslum, viðburðum, afmælisdögum eða að láta fréttir fram hjá sér fara. Kannski er tilfinning fólks í dag sú að það þurfi alltaf að hafa svörin á reiðum höndum og vera á tánum.

Lesa meira

Finna upp hjólið aftur, nema núna ferhyrnt.

Nú stendur til að breyta til í sorpmálum á landsvísu. Allir íbúar landsins verða skikkaðir til að fá tvær tvöfaldar tunnur við heimili sín til að flokka. Almennt sorp, lífrænt, pappír og plast. Þar sem ég hef unnið í 23 ár við sorphirðu á Akureyri og nærsveitum og geri enn hef ég nokkrar athugasemdir.

Lesa meira