Pistlar

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira

Ingibjörg Ósk VíkingsdóttirFjölbreytni í starfi þroskaþjálfa

Allir ættu að eiga rétt til fullrar þátttöku í samfélaginu óháð sérþörfum eða skerðingu. Þroskaþjálfar starfa með einstaklingum á öllum aldri sem búa við einhverskonar skerðingu og veita þeir bæði faglega og persónulega þjónustu. Starf þroskaþjálfa felst m.a. í að vera ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þeirri þjónustu sem þeir veita. Einnig eru réttindabarátta og réttindagæsla stór þáttur í starfi þeirra þar sem leitað er leiða til að ryðja burt hindrunum, stuðla að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum.  

Lesa meira

Varðandi umferð bifreiða um Austursíðu.

Síðan ég keypti í Frostagötu árið 2020 og opnaði minn atvinnurekstur hef ég orðið var við mikla aukningu á umferð bifreiða um Austursíðu.

Frá opnun  Norðurtorgs og sérstaklega eftir að Bónus opnaði þar þá fara margir íbúar í Síðuhverfinu gangandi á  Norðurtorg.  Þeir þurfa allir að þvera Austursiðuna þar sem malbikuð gangstétt er austan megin í götunni en Síðuhverfið er vestan megin við Austursiðuna.

Lesa meira

Er Ísland þriðja heims ríki?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Lesa meira

Hvað þurfa margir að missa rödd?

„Fær martraðir um að missa röddina“ var fyrirsögn að viðtali við söngkonuna Klöru Elíasdóttir. Það er í raun sorglegt at lesa þetta vegna þess að þetta ber vitni um almennt þekkingarleysi á rödd. Sé ekki um sjúkdóma að ræða, á röddin ekki að gefa sig ef þekking er fyrir hendi.. Hins vegar vegna þess hve fólk veit almennt lítið um rödd veit það ekki hvað getur skemmt hana.

Lesa meira

Hólaskóli – Háskóli landsbyggðanna?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar

Lesa meira

Þakkir til starfsfólksins á Hlíð frá Kidda Gunn

Enn einu sinni varð höfundur þessa pistils vitni að ótrúlegri manngæsku og fórnfýsi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum á Norðurlandi.   Í þetta sinn var það starfsfólk Öldrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri sem skaraði fram úr og svo hressilega að ég hefði ekki trúað því að óreyndu.

Lesa meira

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Lesa meira

Blómlegum bæ í uppbyggingu fylgir alls konar rask

Við í Framsókn Akureyri viljum sjá bæinn okkar blómstra og þeirri uppbyggingu fylgir eðlilega alls konar tæki og tól. Það getur verið kostnaðarsamt fyrir t.d. minni fyrirtæki að koma sér upp lóðum/stæðum fyrir þau tæki sem fylgja starfseminni, enda gera gatnagerðargjöld ráð fyrir miklu byggingarmagni og gjaldskráin eftir því. Þá þarf að leita annarra lausna sem eru sniðnar að mismunandi þörfum.

Lesa meira

Kennarar mæta til starfa

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Lesa meira