
Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.
Þegar skammdegið fer að nálgast
og fólkið laðast að skjám
og PISA könnunin boðar komu sína á ný.
Þá snjórinn fellur á bergmálshella
og skjáfíklar verða til,
í leikjum barnanna sem að bíða jólanna.
Ókeypis heimsending og dropp afhending“, Og hvað er það sem er afhent heim að dyrum? Jú, það er áfengi. Netsala á áfengi hefur vaxið síðustu ár. Með því að selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og senda heim til fólks er farið blygðunarlaust á svig við einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu á áfengi og lög brotin og yfirvöld gera ekkert í málinu.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings skrifar
Nú er Kjarnafæðimótið að rúlla af stað og er fyrsti leikurinn föstudaginn 8.desember. Við erum að sjálfsögðu full tilhlökkunar og getum ekki beðið eftir því að fara út á völlinn og keyra tímabilið í gang.
Skelfilegar niðurstöður Pisa koma mér ekki á óvart því miður. Ég hef unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár og síðastliðin 10 – 15 ár hefur mér fundist að íslenskufærni hafi farið í frjálst fall bæði hvað varðar tjáningu og skilning. Sjálfsagt eru fleiri en ein skýring til á þessu ástandi. Sjálf hef ég tvær skýringar sem ég vil koma hér á framfæri. Hin fyrri er sú að börn eru á máltökuskeiði þegar þau eru í leikskólum.
Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöðurnar aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Árið 2026 munu nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri stendur fyrir samkeppni um hönnun á nýju stúdentagörðunum og mun niðurstaða liggja fyrir 22. febrúar 2024. Stúdentagarðarnir munu rísa á háskólasvæðinu en nemendum hafa staðið til boða íbúðir á vegum FÉSTA á fimm stöðum í bænum. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi og bjartar íbúðir fyrir nemendur skólans.
Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, áætlar að nýju námsgarðarnir muni bjóða upp á um 60 til 70 einstaklingsherbergi, um 40 tveggja herbergja íbúðir og 20 stúdíóíbúðir og ættu þá að geta búið um 150-170 stúdentar á þessum námsgörðum.
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri var stofnuð árið 1988 og var fyrsta byggingin reist við Skarðshlíð 46. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn árið 1989 eða fyrir 34 árum. Í dag rekur FÉSTA námsgarða í 8 byggingum á 5 stöðum í göngufæri frá Háskólanum á Akureyri.
Sveitarfélög landsins eru að ljúka fjárhagsáætlanagerð þessa dagana í ástandi sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu og óvissutímum á vinnumarkaði. Hvert er þá hlutverk sveitarfélaganna?
Sýnum aðhald og ábyrgð
Til að ná niður verðbólgunni þurfa allir að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Sveitarfélög þurfa að sýna aðhald, varkárni í gjaldskrárhækkunum og álögum á íbúa og fyrirtæki, varast þenslu í framkvæmdum og um leið verja heimilin fyrir gríðarlegum hækkunum. Auðvitað hafa sveitarfélögin, rétt eins og heimilin, fundið fyrir bæði verðbólgu og vaxtahækkunum. Tekjur þeirra hafa hins vegar á sama tíma aukist töluvert í gegnum útsvar.
Hvað gerir Akureyrarbær?
Fjárhagsáætlun Akureyrar er um margt athyglisverð. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði. Þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum. Þvert á móti er stefnt á lántöku vegna nýrra fjárfestinga upp á rúman milljarð í A-hluta og það í háu vaxtaumhverfi.
Þrátt fyrir mikil uppbyggingaráform er ekki verið að vinna að því með sama krafti að taka á móti nýjum íbúum, og þannig auka tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Sem dæmi á að draga úr fjárveitingum til nýbyggingu gatna um 5.5% þrátt fyrir þá staðreynd að nú þegar hefur orðið mikil seinkun á að fyrstu lóðir í Móahverfi verði byggingarhæfar. Í núverandi vaxtaumhverfi munu verktakar eðlilega halda að sér höndum en sveitarfélögin mega samt ekki tefja fyrir íbúðauppbyggingu. Ef þau gera það, þá mun það aðeins valda áframhaldandi spennu á íbúðamarkaði þegar vextir taka að lækka og byggingarfyrirtækin fara að hugsa sér til hreyfings að nýju. Hættan er að við sitjum aftur uppi með lóðaskort á Akureyri og verðum af uppgangi og hagvexti fyrir okkar sveitarfélag. Það má ekki gerast, við höfum ákveðnum skyldum að gegna þegar kemur að húsnæðisuppbyggingu í landinu og full ástæða til að sýna stórhug í þeim efnum.
Ekki tekin afstaða til fjármagns í nýja atvinnustefnu
Að endingu finnst okkur bæjarfulltrúum Framsóknar miður að ekki hafi verið tekin afstaða til tillögu okkar þess efnis að sett yrði fjármagn í nýja atvinnustefnu Akureyrarbæjar en þetta er í annað sinn sem því er hafnað. Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir oddviti Framsóknar á Akureyri
Lífið í nútímanum veltur sífellt meira á utanaðkomandi þáttum. Upplýsingaflæðið umlykur allt sem við gerum hvort sem það er í vinnu, skóla eða í frítíma. Við réttlætum stöðuga nálægð og viðveru í snjalltækjum þannig að hægt sé að ná í okkur öllum stundum „það verður að vera hægt að ná í mig ef eitthvað skyldi koma upp á,“ heyrist gjarnan. Margir eru smeykir við að missa af símtali, skilaboðum, uppfærslum, viðburðum, afmælisdögum eða að láta fréttir fram hjá sér fara. Kannski er tilfinning fólks í dag sú að það þurfi alltaf að hafa svörin á reiðum höndum og vera á tánum.
Nú stendur til að breyta til í sorpmálum á landsvísu. Allir íbúar landsins verða skikkaðir til að fá tvær tvöfaldar tunnur við heimili sín til að flokka. Almennt sorp, lífrænt, pappír og plast. Þar sem ég hef unnið í 23 ár við sorphirðu á Akureyri og nærsveitum og geri enn hef ég nokkrar athugasemdir.
Í ár innritaðist metfjöldi karla í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands. Tuttugu og sex karlkyns umsækjendur sóttu um námið og innrituðust,sem þýðir að karlar eru Tæplega 8% nýnema í hjúkrunarfræði í ár. Árin 2021 og 2022 var hlutfall karla sem innrituðust í hjúkrunarfræði 4,3% og 6,3% og því er ljóst að áhugi karla á náminu er að aukast.
Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.
Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi.
Þegar við skoðum myndlist skoðum við myndina og virðum hana fyrir okkur alla. Þegar við lesum bækur og/eða ljóðlist lesum við öll orðin til að ná innihaldinu öllu. Þegar við skoðum högglist virðum við alla styttuna fyrir okkur og þegar við horfum á þætti eða bíómyndir þá horfum við á allt sem þar fer fram og megum ekki missa af neinu. En við hlustum á eitt og eitt lag af heilli plötu sem tónlistarmaður gefur út. Það er jafn mikil vinna lögð í öll hin lögin sem við missum af og heyrum kannski aldrei.
Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu, kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast heilbrigði.
Ekki er annað sýnna en að Akureyri verði brátt þeim örlögum að bráð að geta hvorki boðið upp á náðhús eða líkhús.
Grunnur að breytingu á verðskrám Norðurorku hf. er tvíþættur. Annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs.
Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Heilsu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu, kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast heilbrigði.
Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari skrifar
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna
Í lok október lauk Kælismiðjan Frost við uppsetningu og frágang á frystikerfi í bolfiksvinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjörns hf. í Grindavík. Með nýja kerfinu segir Jóhann Vignir Gunnarsson, sem hefur framleiðslu- og markaðsmál Þorbjörns hf. á sinni könnu, að opnist ýmsir nýir möguleikar fyrir fyrirtækið í framleiðslu og markaðssetningu sjávarafurða.
Mér hefur orðið tíðrætt um skipulagsmál hér á Akureyri og hefur áhugi minn beinst helst að því að ég er ekki sáttur við mikla háhýsabyggð, sem mér hefur fundist stundum óþörf og illa ígrunduð hvað staðsetningu varðar t.d. þegar um er að ræða 7-8 hæða blokkir.
Fjögurra ára sonur minn hrópaði úr stórum kastala: ,,Mamma sjáðu mig ég er svo duglegur, ég gat þetta!!"
Ég svaraði: ,,Já ég sá það, þú klifraðir upp alveg sjálfur og fórst mjög varlega."
Hann: ,,Já ég gat þetta alveg sjálfur.”
Sonja Finns og Iris Myriam skrifa