Birta þarf starfslokasamning fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka strax
Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar steig fram í Vikulokunum í gær og lagði ríka áherslu á að starfslokasamningur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka yrði birtur strax. Þetta er afstaða þingflokks Framsóknar en í kjölfarið hefur fjárlaganefnd gert slíkt hið sama.