Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar
Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann?
Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?
- Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi).
- Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum?
- Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar?
- Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma?
- Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist?
- Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika?
- Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar?
- Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur?