Pistlar

Fréttir úr Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Er padda í vaskinum?

Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. 

Lesa meira

Danskur farkennari, stuðningur við dönskukennara

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

SFF - Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu NÝ TEGUND SVIKA

Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin. 

Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.  

Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik. 

Lesa meira

Fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. 

Lesa meira

Dansaðu vindur

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Lesa meira

Danskan á undir högg að sækja

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Hvert er hlutverk sveitarfélaga í þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal barna

Umræðan um ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið áberandi okkur síðustu vikur og langar mig til að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru samúð mína og þakka þeim fyrir sitt sterka ákall um breytingar

Lesa meira

Hver er Akureyri framtíðar?

Akureyri er blómlegur bær, með öll lífsins gæði; er mikilvæg miðstöð þjónustu og skýr valkostur fyrir þau okkar sem vilja búa í þægilegu borgarumhverfi á þessu landshorni frekar en öðru. Þannig viljum við örugglega öll hafa það og á þeim forsendum viljum við, held ég flest, að bærinn haldi áfram að vaxa og dafna. En hvað þarf til, og hvað getur komið í veg fyrir að bærinn sé og verði besta útgáfan af sjálfum sér?

Lesa meira

Fréttatilkynning – Sniðgangan 14. september 2024

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna.

Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.

Lesa meira