Pistlar

„Við sátum stjarfir undir lestrinum“

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Um bleikjuveiði í Eyjafirði

Ég ákvað að setja nokkur orð um stöðu bleikjunnar við Eyjafjörð. Í fjörðinn falla fimm öflug veiðivötn með mikla bleikjuveiði, árnar sem eru nánast bara með bleikjuveiði eru fjórar, Eyjafjarðará, Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará. auk þessa fjögurra áa er Fnjóská með all nokkra laxveiði auk nokkuð mikla bleikjuveiði.

Lesa meira

Frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár

Vegna umræðu um bann við bleikjuveiðum af smábátum á Pollinum (ósar Eyjafjarðarár) vill Stjórn Veiðifélagsins koma eftirfarandi á framfæri:
 
Veiðifélagið hefur í umræðuþráðum legið undir ámæli um að vinna gegn hagsmunum yngri veiðimanna með umræddu banni en ef nánar er skoðað sést að það eru ósannindi.
Lesa meira

Eldra fólk – stefna til framtíðar

Á nýliðnu þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk til fjögurra ára, árin 2023-2027. Áætlunin hefur fengið nafnið Gott að eldastog er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Tilgangurinn með áætluninni er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Á tímabilinu verður farið í þróunarverkefni og prófanir semkoma til með að nýtast til ákvarðanatöku um þjónustu við eldra fólk til framtíðar. Nú þegar hafa ráðuneytin auglýst eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum

Lesa meira

Breytingaskeiðið – kvennaviðburður í Stórutjarnaskóla

Grein eftir Maríu Sigurðardóttur

Lesa meira

Ræða Ingibjargar Isaksen við Eldhúsdagsumræður

Virðulegi forseti, kæra þjóð

Ég vil nýta tækifærið hér á eldhúsdegi til að ræða viðkvæmt og eldfimt málefni, málefni sem nauðsynlegt er að við horfumst í augu við. 

Lesa meira

Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Hallgrímur Gíslason skrifar

Lesa meira

ÞANKAR GAMALS EYRARPÚKA

Barátta íslensku þjóðarinnar fyrir réttlæti og sjálfstæði fólst lengst af í því að berjast gegn áhrifum Dana og annarra útlendinga sem gerðu sig oft á árum áður seka um kúgun og yfirgang af ýmsu tagi. Réttlætisbaráttan fór víða fram og lögðu stjórnmálamenn, listamenn og almenningur sitt fram til að ná því markmiði að allir landsmenn byggju við frelsi og jafnrétti. 

Lesa meira

„Geta pabbar ekki grátið?”

Starfsfólk Heilsu og  Sálfræðiþjónustunar skrifa í Vikublaðið, það er Inga Eydal sem sem er höfundur  pistils þessarar viku.

Lesa meira

Ég er enginn royalisti

Egill P. Egilsson skrifar um óminni æsku sinnar

Lesa meira

Ár frá sveitarstjórnarkosningum

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sjálfsbjargarviðleitni var í hávegum höfð hjá okkur strákunum á Eyrinni um miðja síðustu öld. Við biðum ekki eftir því að bálkestir yrðu hlaðnir fyrir gamlárskvöld heldur hlóðum þá sjálfir, við biðum ekki eftir að fá vopn og verjur að gjöf heldur smíðuðum þau sjálfir og við biðum heldur ekki eftir að bærinn opnaði fótboltavelli handa okkur en gerðum þá sjálfir.

Lesa meira

Græðgin flytur fljót

Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.

Lesa meira

Þegar að lífið fölnar í saman­burði...

Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind

Tíminn er dýrmætur.

Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.

Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu.

  • Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum*
  • Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra**
Lesa meira

Skaðaminnkandi þjónusta kynnt á Akureyri

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur kynningu á skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði næsta miðvikudag kl. 16:30 í húsnæði sínu við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar verður farið yfir hvað felst í þjónustu Frú Ragnheiðar og notkun á Naloxone nefúða verður kynnt, en nefúðinn getur veitt lífsbjargandi neyðaraðstoð við ofskömmtun.

Rauði krossinn á Íslandi rekur skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á þremur stöðum á landinu, á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem gengur út á að takmarka skaðann og áhættuna sem getur fylgt vímuefnanotkun í æð og að bæta lífsgæði og heilsufar notenda, fremur en að reyna að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Þannig má takmarka skaðann sem fylgir þessari notkun, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild.

Lesa meira

Flóttaleiðir

 Í ágætu viðtali við Andra Teitsson bæjarfulltrúa í síðasta Vikudegi var honum tíðrætt um nauðsyn þess að koma á flóttaleiðum í núverandi ráðhúsi bæjarins. Þetta er laukrétt hjá honum og ekki seinna vænna að uppfylla lágmarkskröfur í þeim efnum ekki síst ef ætlunin er að halda áfram núverandi starfsemi í húsinu.  Slíkt verkefni ætti ekki að vefjast fyrir bæjarfulltrúum okkar því mín reynsla síðustu áratugina sýnir að þeir hafa náð undragóðum árangri við að útbúa og nýta sér fjölbreyttar flóttaleiðir í málefnum bæjarins. Sá flótti snýst um að komast hjá að framkvæma það sem búið er að ákveða í bæjarstjórn og gildir þá einu hvort þær ákvarðanir voru samþykktar með naumum meirihluta eða að um þær hafi verið algjör samstaða. Aðalatriðið er að forðast framkvæmdir ef nokkur                        kostur er og hefur hugmyndaflugið oft verið óviðjafnanlegt.

Nefna má nokkur dæmi um þennan sífellda flótta.

Lesa meira

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Lesa meira

Ópíóðafaraldur - Faraldur sársaukans? Hvað kom fyrir þig?

Hvers vegna tekur fólk lyf? 

Oftast vegna þess að það er eitthvað að, því líður ekki vel. 

Hvers vegna tekur fólk verkjalyf?

Oftast vegna þess að það er með verki, eða að glíma við sársauka

 

Lyf geta verið lífsnauðsynleg

Ég mun aldrei ráðleggja einstaklingi að hætta að taka lyf án samráðs við lækni

Ég hef ekkert á móti lyfjum, en lyf lækna ekki áföll og streitu   

Lesa meira

Að verða gamall og komast upp með það

Egill P. Egilsson skrifar um sína nýjustu uppgötvun;  eigin miðöldrun

Lesa meira

„Við skulum heldur aldrei gleyma því fornkveðna að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér"

Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem að þessu sinni fara fram á Fosshótel Húsavík. Hátíðarhöldin hófust kl. 14:00 með því að Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti barátturæðu dagsins sem lesa má hér að neðan.

Ágætu gestir.

Mig langar að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin á 1. maí hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá ykkur hér í dag. Kjörorð dagsins er að þessu sinni réttlæti, jöfnuður og velferð, sem er í raun leiðarstefið í allri verkalýðsbaráttu. Dagurinn er ekki bara minningarhátíð um horfna daga, hann er einnig baráttudagur og alþýða manna um heim allan kemur saman til að minna á nauðsyn samstöðu. 

Lesa meira

Fyrsti heimaleikur!

Þá er boltinn byrjaður að rúlla hjá stelpunum okkar í Þór/KA. Eftir flott undirbúningstímabil þar sem stelpurnar lögðu mikið á sig til að vera sem best undirbúnar fyrir tímabilið hófum við leik í Garðabænum á miðvikudaginn. Sterk byrjun í slyddunni og frábær úrslit hjá liðinu. Það er alltaf gott að byrja tímabilið á sigri.

Lesa meira

Baráttudagur verkalýðsins, oft er þörf, nú er nauðsyn!

Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar: Nú þegar upp rennur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí 2023, stendur Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu ásamt öðrum aðildarfélögum BSRB frammi fyrir hörðum aðgerðum og verkfallsboðunum hjá sveitarfélögum.

Lesa meira

Yfirvofandi verkfall BSRB félaga

Allt stefnir í að verkfall nokkurra félaga innan BSRB verði að veruleika í kringum höfuðborgarsvæðið. Hefst um miðjan mánuðinn. Í vikunni kemur í ljós hvort víðar á landsbyggðunum verði verkfall. Meðal annars hér norðan heiða. Slæm staða en raunveruleg. 

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

Aukið fjármagn til flugvalla um land allt

Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi.

Lesa meira

Er ég kvíðin eða drakk ég of mikið kaffi í dag?

Auður Ýr Sigurðardóttir skrifar

Það eru eflaust einhverjir sem þekkja það að hafa drukkið of mikið kaffi, fundið fyrir hröðum hjartslætti og eirðarleysi í kjölfarið og hugsað “ég hlýt að vera kvíðið/n/nn”. 

Lesa meira

Af bogum og flugdrekum Eyrarpúka

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Í mínu ungdæmi á Eyrinni fór oft drjúgur tími í að smíða eigin leikföng, vopn og verjur. Á þeim tíma var ekki mikið úrval slíkra hluta í búðum og enn síður peningar til að fjárfesta í þeim þá sjaldan þeir voru á boðstólum. 

Lesa meira

Framsókn stendur með bændum

Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings

Lesa meira