
Á næsta bæjarstjórnarfundi hjá Akureyrarbæ virðist sem núverandi meirihluti ætli að halda áfram á grundvelli þeirra ófaglegu vinnubragða sem meirihluti bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili kom af stað. Hér er á ferðinni Tónatraðarmálið þar sem enn virðist stefnt að því að úthluta fjölbýlishúsalóð til eins verktakafyrirtækis án auglýsingar, án þess að nokkur málefnaleg rök liggi fyrir
Miðaldra maður skrifar fortíðarraus
Ladies Circle 5 er klúbbur á Húsavík þar sem konur á aldrinum 18-45 ára funda mánaðarlega yfir vetrartímann, og eiga notalega stund saman. Við erum hluti af alþjóðlegu félagasamtökunum Ladies Circle og því erum við með gott tengslanet innanlands og erlendis. Við sækjum sameiginlega fundi út um allt land tvisvar sinnum á ári og okkur stendur einnig til boða að sækja fundi erlendis. Í klúbbnum okkar hér á Húsavík er fjölbreyttur hópur af konum, en við erum 17 talsins
Þann 09.12.22 hófst Kjarnafæðimótið í knattspyrnu. Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liða á Norður og Austurlandi ár hvert. Leikirnir fara fram á Húsavík, Boganum og á Greifavellinum.
Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka
Auðvitað eigum við sem eigum heima á höfuðborgarsvæðinu að hafa miklu hærri laun en fólk annars staðar á landinu. Við erum framvarðarsveitin sem heimurinn horfir til. Bara svona til að nefna örfá dæmi:
Við þekkjum það líklega flest að alvarleg staða hefur verið á íslenskum húsnæðismarkaði. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, bera mikla ábyrgð þegar kemur að þeirri stöðu. Skort hefur samstöðu, metnað og sameiginlega framtíðarsýn hins opinbera til að bregðast við vandanum af krafti og festu. Þá ekki síst með því að styðja við tekjulága og auka framboð félagslegs húsnæðis.
Það voru því í mínum huga stórtíðindi þegar ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) náðu saman slíkri sýn í sumar í því sem kallast „Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum“. Í þessum samningi kemur fram samstaða um að nauðsynlegt sé að stjórnvöld tryggi uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignarlága.
Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublaðsins.
Breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar eru ein af stóru áskorunum íslensks samfélags. Fjöldi eldra fólks eykst og hlutfall aldraðra af heildarmannfjölda fer ört hækkandi á næstu árum og áratugum. Kröfur eldra fólks til þjónustu hafa að sama skapi breyst verulega frá því sem áður var.
Því er þörf er á breyttum viðhorfum í þjónustu við eldra fólk með áherslu á aldursvænt, heilsueflandi og styðjandi samfélag. Af þessu tilefni mælti undirrituð fyrir þingsályktunartillögu í haust um markvissa öflun gagna um líðan, velferð og efnahag eldra fólks. Tillögu sem gengur út á að safna saman markvissum, samræmdum og tímanlegum upplýsingum um líðan, stöðu og velferð eldra fólks á hverjum tíma.
Markmiðið með þessari gagnaöflun er að geta mælt aðstæður eldra fólks svo hægt sé að marka stefnu til framtíðar, vinna að aðgerðaáætlun og úthluta fjármagni á rétta staði. Ánægjulegt er að segja frá því að vel var tekið undir þessa tillögu og hún hefur verið færð inn í annað og stærra verkefni.
Helmingur stúlkna í 8.-10. bekk grunnskóla hefur verið beðinn um að senda eða deila af sér nektarmynd. Þar af voru 12% tilbúin til þess að segjast hafa orðið við slíkri beiðni. Í langflestum tilfellum, eða tæplega 7 af hverjum 10, fengu stúlkurnar beiðnina frá ókunnugum einstaklingi á netinu.
Halldór Jóhann Sigfússon fyrrum leikmaður KA núverandi handboltaþjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro sem í sumar tekur við liði Nordsjælland skrifar um HM í handbolta fyrir lesendur Vikublðasins.
Halldór sem hefur þjálfað hjá Fram, FH og á Selfossi stýrði einnig liði Barein á HM i handbolta 2021. Kappinn veltir fyrir sér HM i handbolta og möguleikum okkar manna í riðlinum sterka. Við skulum gefa honum orðið
Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það.
Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar skrifar
Ógn var erfitt í æsku að skilja þá þversögn að samviskusemi á einu sviði gæti orðið til tjóns á öðru. Til hvers að reyna að leggja sig fram og gera allt sem best ef sá gjörningur varð til þess að eitthvað allt annað og óskylt rynni út í sandinn? Þessar vangaveltur þutu í gegnum höfuðið þegar ykkar einlægur gekk út af skrifstofu Hannesar J. Magnússonar skólastjóra eftir að hafa tekið fullnaðarbróf frá Barnaskólanum eina. Sá mæti maður hafði að prófum loknum kallað mig á sinn fund og bauð mér sæti með alvörusvip. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Hvað var að gerast?
Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar
Börn eru ótrúlega frábær! Á því leikur engin vafi.
Þau geta verið svo sæt, klár og sniðug að við erum bókstaflega við það að springa úr stolti.
Á slíkum stundum færist yfir okkur foreldra sú löngun að vilja fanga augnablikið og deila því með öðrum. Til að sýna hversu vel okkur tókst til að færa þennan magnaða einstakling í heiminn. Þá náum við í símann og tökum eins og eina mynd eða fimmtán.
Stundum eru börn alveg óborganleg með sína svipi, skapsveiflur og prakkarastrik.
Stundum eru þau svo bráðfyndin að við veltumst um úr hlátri.
Stundum eru þau alveg æðislega gott efni fyrir samfélagsmiðilinn okkar.
Við áramót er venja að minnast atburða liðins árs ásamt því að velta upp möguleikum á komandi árum. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan í bæjarpólítíkinni á Akureyri.
Við erum afskaplega stolt af því að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri sé hluti af meirihluta samstarfi í fyrsta skipti síðan árið 2006. Á Akureyri er flokkurinn okkar með einvala lið af reynslumiklu fólki í bland við einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í pólítík.
Það er óhætt að segja að þetta ár hefur verið risastórt fyrir mig sem oddviti á Akureyri í stærsta stjórnmálaflokki á landinu. Árið byrjaði með prófkjöri í maí þar sem baráttan var málefnaleg og kröftug. Í kjölfarið var settur saman listi með 22 öflugum einstaklingum, körlum og konum víða að úr samfélaginu.
Ég var að spjalla við konu hér á Akureyri og hún spurði mig, Sverrir, hvað er þetta Töfrarnir í Aukaskrefinu? Töfrarnir í Aukaskrefinu er námskeið þar sem lögð er áhersla á að vinna í sjálfum sér og verða betri útgáfan af sjálfum sér. Ég legg mikla áherslu á að taka 100% ábyrgð á eigin árangri, hætta að kvarta og kenna öðrum hlutum eða fólki um að þú náir ekki þeim árangri sem þú ætlar þér.
Nú þegar hillir undir að árið renni sitt skeið er gott að setjast niður og líta um öxl, skoða það sem vel hefur farið á árinu og það sem hefur áunnist í stóru og smáu.
Ég er svo lánsöm að í starfi mínu sem þingmaður fæ ég að kynnast fjölbreyttum verkefnum, vera í góðum tengslum við kjósendur og fólk í mínu kjördæmi. Það er alltaf ánægjulegt að ferðast um kjördæmið, kynnast nýju fólki og viðhalda góðum tengslum. Á ferðum mínum heyri ég að öll erum við samróma um það að vilja það besta fyrir okkar samfélag.
Í starfi mínu á árinu sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar eru mörg mál sem standa upp úr og bara til að stikla á stóru langar mig til að nefna nokkur mál sem ég tel vera til mikilla bóta fyrir okkur öll.
Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.
Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?
Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things.
Egill P. Egilsson skrifar um æskuvonbrigði sín með ákveðinn stjórnamálaflokk