Pistlar

Meiri lífgæði fyrir fatlaða og betrumbætt leiksvæði

Fyrir liggur að Akureyrarbær mun fara í endurbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarstræti 16 þar sem þörfin er mjög mikil. Velferðarráð Akureyrarbæjar óskaði eftir umræddri staðsetningu, þar sem hún er talin henta mjög vel. Húsið hefur staðið autt í nokkur ár vegna þess að það uppfyllir ekki nútímakröfur um aðbúnað. Því verður nú breytt og endurbygging mun skila stærra og betra húsi sem henta notendum. Eina leiðin til þess gera slíkar breytingar er að stækka húsið til suðurs inn á grænt svæði, sem stendur við leikvöllinn í Innbænum. Hægt er að sjá ágætlega breytinguna með því að horfa á bleiku línurnar á myndinni hér að neðan.

Lesa meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.

Lesa meira

Hvenær leiddist þér síðast?

Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?

Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things.

Lesa meira

Vonbrigði á aðventu

Egill P. Egilsson skrifar um æskuvonbrigði sín með ákveðinn stjórnamálaflokk

Lesa meira

Við getum gert betur í verðmætasköpun

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa

 

Lesa meira

Til hamingju „Stéttin“ á Húsavík

Katrín Sigurjónsdóttir skrifar

 

Lesa meira

Mannekla kemur niður á almennri löggæslu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er kveðið á um að mönnun löggæslu á Íslandi þurfi að vera í takt við þarfir samfélagsins. Því þurfi að gera tímabundið átak með það að markmiði að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi og tryggja þannig aukið öryggi og fagmennsku innan lögreglunnar. Með fjölgun menntaðra lögreglumanna er unnt að bæta þjónustu, stytta rannsóknartíma og auka gæði lögreglustarfa.

Lesa meira

Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis

Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Lesa meira

,,Vínarbrauð með glassúr í breiðum, stórir snúðar og svo Valash og Cream Soda"

Samstaða og málafylgja almennings hefur oft lyft Grettistaki og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er langt síðan að ríki og sveitafélög drógu lappirnar þegar kom að því að skipuleggja og byggja grunnstoðir samfélagsins. Langafar okkar og -ömmur gengu ekki í skóla enda voru þeir ekki til.  Þess í stað lærðu þau að stauta í heimahúsum og eitthvað meira ef hugur og efni stóðu til. Sjúkrahús voru lengst af óþekkt fyrirbrigði og fólk lá í kör heima og dó þar Drottni sínum. Svo bárust fréttir af því að í útlöndum væri farið að byggja eitthvað sem hétu sjúkrahús og skólar. 

Lesa meira

16 daga átak Soroptimista gegn ofbeldi

Soffía Gísladóttir og Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir

Lesa meira

Sett fram í tilefni á sölu eignar Akureyrarbæjar

Góðan dag

Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar

 Það hefur stundum farið fram umræða í bænum um hvernig standa eigi að sölu og ráðstöfun á eignum bæjarins og er það vel, slíku ferli á að vera hægt að treysta og það hafið yfir gagnrýni, það á að skila ákveðnu markmiði, t.d. hámörkun virðis þeirra eigna sem um ræðir eða hvað það nú er og það á að ræða fyrir opnum tjöldum en ekki afgreiða bak við öskutunnur!

Lesa meira

Um Íslandsþara verksmiðjuna

Hlífar Karlsson skrifar

 

Lesa meira

Styttum biðlista á Akureyri

Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. 

Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði.

Lesa meira

Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti

Skúli Bragi Geirdal skrifar

Lesa meira

SOS allt í neyð

Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma.

Lesa meira

Að heiðra þjóðskáld

Flestar menningarþjóðir leggja mikið upp úr að minnast atgervisfólks svo sem rithöfunda og tónskálda og sýna þeim virðingu og þakklæti.  Þess vegna má víða í kirkjugörðum erlendis sjá vandaða bautasteina á gröfum slíkra snillinga auk þess sem leiðin eru alla jafna vel hirt og snyrtileg.  Þangað er gaman að koma og upplífgandi fyrir sálartetrið. Það voru því vonbrigði þegar undirritaður vitjaði leiðis þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar í kirkjugarðinum á Akureyri á dögunum.

Lesa meira

Ekkert plan og reksturinn ó­sjálf­bær

Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum.

Lesa meira

Froðupólitík

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um gjaldfrjálsa leikskóla hefur í mínum huga  aðeins tvær skýringar, annað hvort algjöra vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins eða þar að baki er vísvitandi ákvörðun um að blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga. Það er merkilegt nú að fylgjast með oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í fjölmiðlum kenna samstarfsflokkum sínum í meirihluta í bæjarstjórnar, L-listanum og Miðflokknum um að það sé ekki hægt að efna kosningaloforð þeirra. Heiðarlegra væri að segja það sem ég tel nokkuð víst að sé rétt – Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki einu sinni sjálfur. Sem dæmi þá er mun líklegra að nú muni koma fram þrýstingur innan úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun, að lækka álögur, þá sérstaklega fasteignaskatt, fremur en að lækka raunkostnað foreldra á leikskólagjöldum.

Lesa meira

„Lofið mér að klára áður en þið klárið allt frá mér.”

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð.

Lesa meira

Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.

Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár.

Lesa meira

Nei, ekki barnið mitt!

„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“

 Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi?

Lesa meira

Skjánotkun barna – hver er ábyrgð foreldra?

Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega?

Lesa meira

Ráðhús á nýjum stað

Töluverð umræða hefur farið fram um ráðhús Akureyrar og staðsetningu þess.  Ástæðan er sú að Landsbankahúsið við Ráðhústorg er til sölu og í því sambandi hefur verið stungið upp á að bærinn keypti það, breytti og bætti og gerði síðan að ráðhúsi við samnefnt torg. Fram hafa komið efasemdir um þá tillögu og bent á að hún yrði bæði dýr og óhagkvæm enda húsið gamalt og þarfnast mikilla endurbóta til þess að uppfylla kröfur sem gera verður til nútíma stjórnsýsluhúss. 

Lesa meira

Betri framtíð fyrir börnin okkar

Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna.

Lesa meira

Viska aldanna

Huld Hafliðadóttir skrifar

 

Lesa meira

Tíma henti­stefnu í orku­málum er lokið

Fögur orð duga skammt ef hugur fylgir ekki með. Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, kynnti upp­færð mark­mið Ís­lands í lofts­lags­málum á leið­toga­fundi í desember 2020. Upp­færð mark­mið kveða á um 55% sam­drátt í losun gróður­húsa­loft­tegunda fyrir árið 2030 í sam­floti með Noregi og ESB. Þessi mark­mið eru göfug og góð en svo það verði raun­hæft að ná þeim verður að huga að orku­öflun með grænni orku.

Lesa meira