Pistlar

Það þarf að ganga í verkin

Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma

Lesa meira

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir,  Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa

Lesa meira

Erum við öll nakin?

Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar!

Lesa meira

Fréttatilkynning Höldur - Bílaleiga Akureyrar komin með yfir 500 rafbíla í flotann.

Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.

Lesa meira

Fréttatilkynning Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?

Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl.

 

Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga.

 

Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024.

Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur.

 

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin

Lesa meira

Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023

Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli   Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum.  
Höfundur gaf sitt samþykki 

 

Ágæta samkoma

 

Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. 

Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en  þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.  

Lesa meira

Ávaxtahlaðborð í Samkomuhúsinu

Egill P. Egilsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur

Lesa meira

Fræðsla um ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins

Mánudaginn 20. mars  kl. 14 verður fræðslufundur í félagsmiðstöðinni Birtu í Bugðusíðu 1 á Akureyri, þar sem fjallað verður um ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Fundurinn er á vegum fræðslunefndar Félags eldri borgara.

Lesa meira

HEIMATILBÚIN AUÐLINDABÖLVUN

Kjaramál snerta okkur öll og öll höfum við þurft að taka afstöðu um okkar kjör, hvort sem er með undirritun ráðningarsamnings í nýju starfi, greiðslu atkvæðis um kjarasamninga eða þegar sótt er um launahækkun eða betri kjör hjá atvinnurekendum. Verkefni stéttarfélaga í komandi framtíð er að verja áunnin réttindi sinna félagsmanna og tryggja að kjarasamningar fylgi þróun starfa og breyttum áherslum í samfélaginu. Stærsta verkefnið er þó án efa að tryggja jafna dreifingu lífsgæða og að félagsfólk njóti ávaxta vinnu sinnar til jafns við fyrirtækjaeigendur.

Lesa meira

Af náttúruvernd

Samtök um verndun í og við Skjálfanda, Samtök um Náttúruvernd á Norðurlandi og framkvæmdastjóri Landverndar skrifa:

Lesa meira