Pistlar

Ég er enginn royalisti

Egill P. Egilsson skrifar um óminni æsku sinnar

Lesa meira

Ár frá sveitarstjórnarkosningum

Hjálmar Bogi Hafliðason forseti sveitarstjórnar Norðurþings skrifar

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sjálfsbjargarviðleitni var í hávegum höfð hjá okkur strákunum á Eyrinni um miðja síðustu öld. Við biðum ekki eftir því að bálkestir yrðu hlaðnir fyrir gamlárskvöld heldur hlóðum þá sjálfir, við biðum ekki eftir að fá vopn og verjur að gjöf heldur smíðuðum þau sjálfir og við biðum heldur ekki eftir að bærinn opnaði fótboltavelli handa okkur en gerðum þá sjálfir.

Lesa meira

Græðgin flytur fljót

Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.

Lesa meira

Þegar að lífið fölnar í saman­burði...

Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind

Tíminn er dýrmætur.

Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.

Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu.

  • Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum*
  • Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra**
Lesa meira

Skaðaminnkandi þjónusta kynnt á Akureyri

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur kynningu á skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði næsta miðvikudag kl. 16:30 í húsnæði sínu við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar verður farið yfir hvað felst í þjónustu Frú Ragnheiðar og notkun á Naloxone nefúða verður kynnt, en nefúðinn getur veitt lífsbjargandi neyðaraðstoð við ofskömmtun.

Rauði krossinn á Íslandi rekur skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á þremur stöðum á landinu, á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem gengur út á að takmarka skaðann og áhættuna sem getur fylgt vímuefnanotkun í æð og að bæta lífsgæði og heilsufar notenda, fremur en að reyna að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Þannig má takmarka skaðann sem fylgir þessari notkun, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild.

Lesa meira

Flóttaleiðir

 Í ágætu viðtali við Andra Teitsson bæjarfulltrúa í síðasta Vikudegi var honum tíðrætt um nauðsyn þess að koma á flóttaleiðum í núverandi ráðhúsi bæjarins. Þetta er laukrétt hjá honum og ekki seinna vænna að uppfylla lágmarkskröfur í þeim efnum ekki síst ef ætlunin er að halda áfram núverandi starfsemi í húsinu.  Slíkt verkefni ætti ekki að vefjast fyrir bæjarfulltrúum okkar því mín reynsla síðustu áratugina sýnir að þeir hafa náð undragóðum árangri við að útbúa og nýta sér fjölbreyttar flóttaleiðir í málefnum bæjarins. Sá flótti snýst um að komast hjá að framkvæma það sem búið er að ákveða í bæjarstjórn og gildir þá einu hvort þær ákvarðanir voru samþykktar með naumum meirihluta eða að um þær hafi verið algjör samstaða. Aðalatriðið er að forðast framkvæmdir ef nokkur                        kostur er og hefur hugmyndaflugið oft verið óviðjafnanlegt.

Nefna má nokkur dæmi um þennan sífellda flótta.

Lesa meira

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Lesa meira

Ópíóðafaraldur - Faraldur sársaukans? Hvað kom fyrir þig?

Hvers vegna tekur fólk lyf? 

Oftast vegna þess að það er eitthvað að, því líður ekki vel. 

Hvers vegna tekur fólk verkjalyf?

Oftast vegna þess að það er með verki, eða að glíma við sársauka

 

Lyf geta verið lífsnauðsynleg

Ég mun aldrei ráðleggja einstaklingi að hætta að taka lyf án samráðs við lækni

Ég hef ekkert á móti lyfjum, en lyf lækna ekki áföll og streitu   

Lesa meira

Að verða gamall og komast upp með það

Egill P. Egilsson skrifar um sína nýjustu uppgötvun;  eigin miðöldrun

Lesa meira