15 mars - 22 mars 2023
-
þriðjudagur, 21. mars
Stefán Þór Sæmundsson með þriðjudagsfyrirlestur á Listasafninu í dag
Í dag, þriðjudaginn 21. mars, klukkan 17 til 17.40 heldur Stefán Þór Sæmundsson, rithöfundur og íslenskukennari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tungumál og tákn. Aðgangur er ókeypis. -
mánudagur, 20. mars
Tvær opnanir á Listasafninu á Akureyri um helgina
Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.- 20.03
-
mánudagur, 20. mars
Viðbótarframlag svo hægt verði bjóða upp á fleiri sýningar á Chicago
„Chicago er án efa stærsta sýning LA í mörg ár og hefur aðsókn og eftirspurn farið fram úr björtustu vonum. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn hjá áhorfendum,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Til stóð að hætta sýningum í byrjun apríl næstkomandi, en Marta segir að í ljósi mikillar eftirspurnar hafi það hreinlega ekki verið hægt. „Aðsóknin á Chicago hefur góð áhrif á allan bæinn því sýningin dregur að sér gesti frá öðrum sveitarfélögum og þeir nýta sér þá ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum í leiðinni, svo sem veitingastaði, gistingu og fleira. Þetta kemur sér því vel fyrir marga og sýnileiki bæjarins eykst. Við erum afar stolt af þessari sýningu og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Marta. Óskuðu eftir 4 milljónum, fengu 3 Menningarfélag Akureyrar, MAk óskaði eftir viðbótarframlagi frá Akureyrarbæ upp á fjórar milljónir króna til að hægt sé að framlengja sýningartímabil söngleiksins Chicago. Bæjarráð tók erindið fyrir og samþykkti að veita MAk þrjár milljónir króna. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista lagði á fundi bæjarráðs fram bókun þar sem hún fagnar því að bæjarráð veiti Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag. „Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.“- 20.03
-
mánudagur, 20. mars
Fréttatilkynning Höldur - Bílaleiga Akureyrar komin með yfir 500 rafbíla í flotann.
Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum.- 20.03
-
mánudagur, 20. mars
Fréttatilkynning Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024. Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin- 20.03
-
sunnudagur, 19. mars
Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum. Höfundur gaf sitt samþykki Ágæta samkoma Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.- 19.03
-
sunnudagur, 19. mars
Framsýn semur við Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsfólk
Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári. Virði gjafabréfsins er kr. 32.000,-. Fyrir gjafabréfið greiða félagsmenn kr. 20.000,-. Fyrir tvö gjafabréf greiða félagsmenn kr. 40.000,- í stað kr. 64.000,-. Verðin taka mið af umsömdu verði og niðurgreiðslum stéttarfélaganna. Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef stéttarfélaganna www.framsyn.is Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is- 19.03
-
sunnudagur, 19. mars
Landeigendur tveggja jarða í Svalbarðsstrandarheppi stefna Skógræktarfélagi Eyjafjarðar
Landeigenda tveggja jarða í Svalbarðsstrandarhreppi, Veigastaða og Halllands hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga og var málið dómtekið í Héraðsdómi Norðurlands eystra í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að málflutningur fari fram í lok þessa mánaðar. Vaðlaskógur sem er í eigu skógræktarfélagsins liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum, auk Veigastaða og Halllands eru það Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Fram kemur í ályktun frá Skógræktarfélaginu að stefnan sé til komin vegna tilrauna landeigenda til að hafa af félaginu umráðarétt yfir landi skógarins.- 19.03
-
sunnudagur, 19. mars
Ný stefna og nýir sviðsforsetar við Háskólann á Akureyri
Þessa dagana er unnið hörðum höndum að mótun nýrrar stefnu við Háskólann á Akureyri. Vinnuna leiðir Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri en stefnt er að því að hún taki gildi strax á næsta ári.- 19.03
Aðsendar greinar
-
Gunnar Níelsson skrifar
Fréttatilkynning Höldur - Bílaleiga Akureyrar komin með yfir 500 rafbíla í flotann.
Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum. -
Gunnar Níelsson skrifar
Fréttatilkynning Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024. Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin -
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum. Höfundur gaf sitt samþykki Ágæta samkoma Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum. -
Egill Páll Egilsson skrifar
Ávaxtahlaðborð í Samkomuhúsinu
Egill P. Egilsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur
Mannlíf
-
Tvær opnanir á Listasafninu á Akureyri um helgina
Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra. -
Fréttatilkynning Farsælt ástarsamband elur af sér nýtt afkvæmi
Langlíft og farsælt ástarsamband Síríus súkkulaðisins og íslenska lakkríssins er vel þekkt meðal þjóðarinnar. Nú hefur þetta samband getið af sér nýtt og gómsætt afkvæmi, Eitt Sett Drumba. Drumbarnir eru ljúffengir, súkkulaðihjúpaðir karamelludrumbar með lungamjúkum lakkrískjarna. Akureyringurinn Selma Sigurðardóttir er vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus: „Það er ofboðslega gaman að vinna með svona rótgróið vörumerki eins og Eitt Sett, og finna á því nýja fleti. Ég heyrði oft sögur af því frá mér eldra fólki hér áður að fólk hafi farið út í sjoppu á Akureyri til að kaupa Síríuslengju og mjúkan lakkrísborða til að borða þetta tvennt saman. Það er skemmtileg staðreynd að sá siður varð svo til þess að Eitt Sett fæddist.“ segir Selma og bætir við að það séu vissulega forréttindi að fá að halda utan um sumar af eftirlætisvörum þjóðarinnar. Eins og Selma kemur inn á þá hófu íslensk ungmenni tóku að para saman Síríuslengjur og lakkrísborða fyrir margt löngu síðan. Sú uppfinningasemi var kveikjan að Eitt Sett fjölskyldunni sem nú telur fimm vörur: Hina klassísku Síríuslengju með lakkrísborðanum, Eitt Sett súkkulaðiplötuna, Eitt Sett Töggur og Eitt Sett bita í endurlokanlegum pokum. Að lokum er það svo nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Eitt Sett Drumbar. Þessa súkkulaðihjúpuðu karamelludrumba með lungamjúkum lakkrískjarna má nú finna í öllum helstu verslunum norðan heiða. -
Viðbótarframlag svo hægt verði bjóða upp á fleiri sýningar á Chicago
„Chicago er án efa stærsta sýning LA í mörg ár og hefur aðsókn og eftirspurn farið fram úr björtustu vonum. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn hjá áhorfendum,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Til stóð að hætta sýningum í byrjun apríl næstkomandi, en Marta segir að í ljósi mikillar eftirspurnar hafi það hreinlega ekki verið hægt. „Aðsóknin á Chicago hefur góð áhrif á allan bæinn því sýningin dregur að sér gesti frá öðrum sveitarfélögum og þeir nýta sér þá ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum í leiðinni, svo sem veitingastaði, gistingu og fleira. Þetta kemur sér því vel fyrir marga og sýnileiki bæjarins eykst. Við erum afar stolt af þessari sýningu og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Marta. Óskuðu eftir 4 milljónum, fengu 3 Menningarfélag Akureyrar, MAk óskaði eftir viðbótarframlagi frá Akureyrarbæ upp á fjórar milljónir króna til að hægt sé að framlengja sýningartímabil söngleiksins Chicago. Bæjarráð tók erindið fyrir og samþykkti að veita MAk þrjár milljónir króna. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista lagði á fundi bæjarráðs fram bókun þar sem hún fagnar því að bæjarráð veiti Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag. „Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.“ -
Leikskólinn Álfaborg í Svalbarðsstrandahreppi 30 ára
Haldið var upp á 30 ára afmæli leikskólans Álfaborgar í Svalbarðstrandarhreppi í gær, en hann tók til starfa 15. mars árið 1993. Hann var til að byrja með í húsnæði kaupfélagsins sem þá var hætt rekstri. Tillögur um nafn leikskólans voru gerðar meðal foreldra og varð Álfaborg fyrir valinu. Á fyrstu árunum var rými fyrir 20 börn í leikskólanum. Starfsemin var flutt í gamla grunnskólann árið 1995. Bryndís Hafþórsdóttir leikskólastjóri á Álfaborg segir að í fyrstu hafi ein deild verið starfandi við leikskólann og var hún fyrir tveggja til sex ára börn. Haustið 2005 var 150 fermetra nýbygging tekin í notkun við Álfaborg og urðu í kjölfarið miklar breytingar til batnaðar í starfsemi skólans. Ári síðar var ráðist í endurbætur á eldri hluta skólahúsnæðisins og skólarnir, leik- og grunnskóli m.a. aðskildir með sérinngöngum í hvorn skóla auk þess sem ný gólfefni voru lögð og hiti settur í gólf auk fleiri lagfæringa. Þá nefnir Bryndís að um áramót 2005 og 2006 hafi breyting verið gerði á inntökualdri barna og hann færður niður í 18 mánaða aldur. Frá haustinu 2016 var farið að taka inn börn strax eftir fæðingarorlof á sérstakri ungbarnadeild við leikskólann. Leik- og grunnskóli í Svalbarðsstrandarhreppi voru sameinaðir í eina stofnun árið 2015 „Við erum með tvær deildir við skólann núna, Hreiður fyrir börn frá 12 mánaða aldri og Lundur er fyrir börn frá 2ja ára aldri, en sú deild skiptist upp í tvær heimastofur og er önnur fyrir tveggja til fjögurra ára börn og hin fyrir þau eldri, fjögurra til sex ára,“ segir Bryndís. Tæplega 40 börn eru á Álfaborg um þessar mundir. -
Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær
Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S. Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.
Íþróttir
-
Snjókross í Mývatnssveit - Myndaveisla
AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar -
KA Kjörísbikarmeistarar í blaki kvenna 2023
KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir 25-15, 25-8 og 25 23. Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni Vefurinn óskar KA innilega til hamingju. -
Völsungur - Þjálfarar ráðnir á mfl. karla í knattspyrnu
Græni herinn Facebook síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs segir frá þvi í kvöld að ráðnir hafi verið þjalfarar á karlalið félagsins í knattspyrnu. Í tilkynningu Völsungs segir: Knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og er okkur mikil ánægja að kynna það til leiks. -
Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA
Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. -
Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum
Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins og leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kalermo sem er 26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius.