-
miðvikudagur, 12. febrúar
Akureyri - Heildarálagning fasteignagjalda er 6.444 milljónir króna
Heildarálagning fasteignagjalda ársins á Akureyri fyrir árið 2025 er 6.444 milljónir króna, þar af er fasteignaskattur 3.817 milljónir, lóðarleiga er 840 milljónir, vatnsgjald 479 milljónir króna, fráveitugjald 768 milljónir og sorphirðugjald 540 milljónir króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar. -
miðvikudagur, 12. febrúar
Akureyrarbær og Rauði krossinn - Samningur um söfnun á textíl
Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Rauða Krossins við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu. Nú er skylt lögum samkvæmt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.- 12.02
-
miðvikudagur, 12. febrúar
Í bláum skugga á 112 deginum
112 dagurinn er haldinn 11 febrúar ár hvert og má segja að það hafi ekki farið framhjá bæjarbúum i gær.- 12.02
-
miðvikudagur, 12. febrúar
Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.- 12.02
-
þriðjudagur, 11. febrúar
112 dagurinn er í dag
Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.- 11.02
-
þriðjudagur, 11. febrúar
Haltu kjafti!
Þegar kona neitar að þegja og vera sæt þá finnur veröldin leið til þess að segja henni að halda kjafti. Til þess var notaður félagsdómur sem úrskurðaði verkfallið ólöglegt (3 á móti 2).Þegar kona fær þau skilaboð verkar það algjörlega öfugt á hana. Í sorg, reiði og vanmætti sínum ákveður hún að standa keik í svörtum sorgarklæðum, í vinnu sinni daginn eftir og alla daga þar til samið verður við okkur. Hún fær aðra í lið með sér, því öðrum kennurum líður eins.- 11.02
-
þriðjudagur, 11. febrúar
Framsýn styrkir Ungmennafélagið Bjarma
Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal hefur fjárfest í skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn. Land og Skógur, sem hefur yfirumsjón með Vaglaskógi hefur tekið að sér að sjá um sporann, troða brautir, grisja og huga að öðru sem tryggir að allar aðstæður verði til fyrirmyndar. Nýi búnaðurinn mun gjörbreyta aðstöðu fyrir skíðagöngufólk og annað útivistarfólk sem sækja skóginn heim yfir vetrartímann.- 11.02
-
þriðjudagur, 11. febrúar
Þarf að vinna í samböndum?
Parsambönd eru merkileg, ólíkar manneskjur með ólíkan bakgrunn, áhugamál, skoðanir og tilfinningar finna merkingu í einhverju sameiginlegu og ákveða að eyða lífinu saman. Þó það sé ekki alltaf svo að parsamband endist lífið á enda þá einhvers staðar í byrjun sambandsins myndast rót og hugmyndir að framtíðarsýn. Framtíð sem inniheldur þessa nýju og spennandi manneskju. Parsambönd geta verið falleg, heilbrigð og uppbyggileg. Þau geta hins vegar líka verð erfið, stormasöm og leiðinleg. Það er eðlilegt að fólk í parsamböndum upplifi hvoru tveggja, fegurð og erfiðleika. Það er ekki endilega annað hvort eða. Í erfiðleikum getur falist tækifæri til þess að vinna saman í lausnaleit, ná dýpri tengingu og hlúa að því sem skiptir máli.- 11.02
-
mánudagur, 10. febrúar
Hafnasamlag Norðurlands - Óskar tilboða í byggingu þjónustuhúss
Hafnasamlag Norðurlands hefur óskað eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss á Torfunefsbryggju.- 10.02
Aðsendar greinar
-
Skúli Bragi Geirdal skrifar
Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. -
Dýrleif Skjóldal skrifar
Haltu kjafti!
Þegar kona neitar að þegja og vera sæt þá finnur veröldin leið til þess að segja henni að halda kjafti. Til þess var notaður félagsdómur sem úrskurðaði verkfallið ólöglegt (3 á móti 2).Þegar kona fær þau skilaboð verkar það algjörlega öfugt á hana. Í sorg, reiði og vanmætti sínum ákveður hún að standa keik í svörtum sorgarklæðum, í vinnu sinni daginn eftir og alla daga þar til samið verður við okkur. Hún fær aðra í lið með sér, því öðrum kennurum líður eins. -
Elísabet Ýrr Steinarsdóttir skrifar
Þarf að vinna í samböndum?
Parsambönd eru merkileg, ólíkar manneskjur með ólíkan bakgrunn, áhugamál, skoðanir og tilfinningar finna merkingu í einhverju sameiginlegu og ákveða að eyða lífinu saman. Þó það sé ekki alltaf svo að parsamband endist lífið á enda þá einhvers staðar í byrjun sambandsins myndast rót og hugmyndir að framtíðarsýn. Framtíð sem inniheldur þessa nýju og spennandi manneskju. Parsambönd geta verið falleg, heilbrigð og uppbyggileg. Þau geta hins vegar líka verð erfið, stormasöm og leiðinleg. Það er eðlilegt að fólk í parsamböndum upplifi hvoru tveggja, fegurð og erfiðleika. Það er ekki endilega annað hvort eða. Í erfiðleikum getur falist tækifæri til þess að vinna saman í lausnaleit, ná dýpri tengingu og hlúa að því sem skiptir máli. -
Gunnar Níelsson skrifar
Frá sveitaþorpinu Gurb til Akureyrar og að lokum Brussel
Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.
Mannlíf
-
Akureyrarbær og Rauði krossinn - Samningur um söfnun á textíl
Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Rauða Krossins við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu. Nú er skylt lögum samkvæmt að halda úti sérstakri söfnun á textíl. -
Í bláum skugga á 112 deginum
112 dagurinn er haldinn 11 febrúar ár hvert og má segja að það hafi ekki farið framhjá bæjarbúum i gær. -
112 dagurinn er í dag
Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu. -
Framsýn styrkir Ungmennafélagið Bjarma
Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal hefur fjárfest í skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn. Land og Skógur, sem hefur yfirumsjón með Vaglaskógi hefur tekið að sér að sjá um sporann, troða brautir, grisja og huga að öðru sem tryggir að allar aðstæður verði til fyrirmyndar. Nýi búnaðurinn mun gjörbreyta aðstöðu fyrir skíðagöngufólk og annað útivistarfólk sem sækja skóginn heim yfir vetrartímann. -
Uppbygging 5 fjölbýlishúsa við Miðholt
Skipulagsráð Akureyrar tekur jákvætt í tillögu sem fyrir liggur varðandi uppbyggingu á lóðum við Miðholt 1 til 9 en umrædd tillaga er fram sett til að koma til móts við athugasemdir sem bárust og ótta við aukna umferð um götuna. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verði frá Langholti en ekki um Miðholt.
Íþróttir
-
Toppurinn að spila með landsliðinu
Toppurinn er að spila fyrir Íslands hönd. Þetta segir Aníta Ósk Sævarsdóttir, nemandi í VMA, sem spilaði með U-18 landsliði Íslands í íshokkí í Tyrklandi 16.-23. janúar sl. Aníta er annar tveggja markmanna liðsins. -
Fjögur hlutu heiðursviðurkenningu Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar
Á íþróttahátíðinni sem Akureyrarbær og ÍBA stóðu fyrir í Hofi í gær voru fjórir einstaklingar heiðraðir af Fræðslu-og lýðheilsuráði bæjarins fyrir ómetanleg störf í þágu íþrótta í bænum. -
Súlur Vertical Skíðagangan fer fram um helgina – tilvalin fyrir alla skíðagöngu unnendur!
Súlur Vertical Skíðagangan, sem áður var þekkt sem Hermannsgangan, fer fram laugardaginn 25. janúar og er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk á öllum aldri og getustigum til að taka þátt í skíðagöngukeppni. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, hraður eða hægur, ungur eða aldinn, þá er þessi keppni vettvangur fyrir þig! -
Sandra María Jessen og Alex Cambray Orrason íþróttafólk Akureyrar 2024
Þau Sandra María Jessen knattspyrnukona í Þór/KA og Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður í KA voru nú síðdegis útnefnd sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir nýliðið ár í hófi sem fram fór í Hofi. -
Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024.
Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.