Dekurdagar verða í ár haldnir dagana 9 til 12. október. Vilborg Jóhannsdóttir kaupmaður í Centro byrjaði að hnýta bleiku slaufurnar í byrjun mánaðar, þannig að slaufurnar verði klárar þegar Dekurdagar hefjast.
Afar vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins fór fram í DriftEA við Ráðhústorg á Akureyri í gær, þar sem rætt var um framtíð tæknináms á Norðausturlandi.
Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.
Sigrún María Óskarsdóttir ætlar að taka þátt í Aðgengisstrollinu sem fram fer í dag í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og hvetur öll til að koma og vera með. Sigrún María er Akureyringur vikunnar.
Ný rannsókn er hafin á Íslandi þar sem hreyfing, kyrrseta og svefn fólks í landinu á aldrinum 20–69 ára verða mæld með hlutlægum hætti. Rannsóknin, sem nefnist Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni, er hluti af stóru Evrópuverkefni, JA Prevent, sem hefur það markmið að efla forvarnir gegn ósmitbærum sjúkdómum.