Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Baldvin Þór Magnússon eru íþróttakona og karl Ungmennafélags Akureyrar fyrir árið 2025.
Stefanía Daney Guðmundsdóttir er afrekskona í langstökki og margfaldur norðurlandameistari í frjálsum og hefur komist á öll Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót í frjálsíþróttakeppnum fatlaðra síðustu 8 ár. „Það er mikill heiður fyrir Íþróttalíf á Akureyri að eiga þessa stjörnu innan sinna raða sem keppir á Evrópu og Heimsmeistarmótum á hverju ári,“ segir í umsögn UFA um Stefaníu. „Stefanía er einnig virk að innan starfs UFA að miðla til yngri iðkenda og hefur sýnt að stóru sigrarnir felast í því að sigrast á sinni fötlun.“
Baldvin Þór Magnússon er einn allra sterkasti millivegalengda- og langhlaupari sem Ísland hefur átt. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum í hlaupum frá 1500 m og upp í 10 km hlaup. Hann á sem stendur sautján virk Íslandsmet, sex í yngri aldursflokkum og ellefu í flokki fullorðinna. Hann byrjaði árið 2025 með því að setja Íslandsmet og velgengnin hélt áfram út árið.