
Afmæliskaffi GA í gær - sex nýir heiðursfélagar GA
Afmæliskaffi GA í tilefni 90 ára afmælis klúbbsins á árinu var haldið í golfskálanum að Jaðri í gær kl.14:00.
Afmæliskaffi GA í tilefni 90 ára afmælis klúbbsins á árinu var haldið í golfskálanum að Jaðri í gær kl.14:00.
Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð.
Um helgina fór fram Gull- og Silfurmótið Akureyri Open í boði Sportver. Mótið var haldið af Frisbígolffélagi Akureyrar og fór fram á frisbígolfvellinum við tjaldstæðið á Hömrum. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og tóku 83 keppendur þátt víðsvegar að af landinu.
Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta létu keppendur það ekki trufla sig og stemningin var frábær alla helgina.
Hið árlega sólarhringssund fór fram dagana 23. og 24. apríl þar sem iðkendur úr keppnishópum mættu og syntu boðsund í hollum. Aldrei, svo ég muni, hefur sundhópurinn sem synt hefur í sólahringsundinu verið jafn ungur en elstu iðkendurnir okkar í dag eru á 15 ári að frátöldum krókódílum og görpum.
B.Jensen vormót Óðins var haldið í blíðskaparveðri í Sundlaug Akureyrar laugardaginn 17. Maí. Keppendur voru 62 frá Óðni auk 1 frá Sundfélaginu Rán á Dalvík. Yngstu keppendurnir voru fæddir 2016 og 2017 en þau fóru flest að taka þátt í fyrsta sinn. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig frábærlega vel þrátt fyrir að hafa velflest aldrei stungið sér af startpalli, þar sem enginn slíkur er í Glerársundlaug, þar sem grasrótarstarf Óðins fer fram.
„Þetta er ein hraðasta íþrótt í heimi. Ég hef lýst henni á þann veg að leikmaður er í 100 metra hlaupi á fullum hraða, gefi allt í sprettinn, með 10-15 kg aukalega á sér ásamt því að tveir menn hangi á honum. Það þarf að huga að kylfu og hvar pökkurinn er auk þess sem farið er um á örmjóu blaði. Íshokkí reynir mjög mikið á leikmenn, þeir þurfa að vera í góðu formi, sterkir og hafa gott jafnvægi,“ segir Jónína Margrét Guðbjartsdóttir. Hún var ein af þeim konum sem tók þátt í að stofna kvennalið Skautafélags Akureyrar fyrir 25 árum og er enn að, spilar með og þjálfar að auki U16 kvenna hjá félaginu
,,EM í kraftlyftingum er lokið og er ég virkilega ánægður međ árangurinn og fullur jákvæðni eftir mótiđ. Ég varđ í öđru sæti í hnébeygju međ 357.5kg, sem var 10kg bæting á mínu eigin Íslandsmeti. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef staðið á verđlaunapalli á alþjóđlegu stórmóti, sem fyllti mig stolti varðandi þá vinnu sem ég hef lagt í sportið og þann árangur sem náðist"
Það styttist í að kylfingar taki gleði sína því hagstæð tíð gerir það að stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll fyrir spilamennsku n.k. mánudag 12 maí.
Karlalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn i þegar liðið lagði lið Þróttar frá Reykjavík í þremur hrinu gegn einni og sigruðu þar með í úrslitaeivíginu þrjú núll í leikjum talið.
Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið lagði nágrannakonur sínar úr Völsungi 3-1 í hrinum og sigruðu í einvíginu 3 - 0 í leikjum talið.
Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
Íþróttafélagið Völsungur varð 98 ára laugardaginn 12. apríl. Af því tilefni ver slegið til veislu sem fram fór í Hlyn, sal eldri borgara
Dagana 4.-6. apríl mun allt fremsta skíðagöngufólk landsins koma sama í Hlíðarfjalli við Akureyri og etja kappi á Skíðalandsmóti Íslands í skíðagöngu. Mótið er haldið af Skíðafélagi Akureyrar en er einnig alþjóðlegt skíðagöngumót FIS (Alþjóða skíðasambandið).
Karlalið Þórs tryggði sér í gær sæti í úrvalsdeild karla í handbolta í fyrsta skipti frá árinu 2021 með stórsigri á B liði HK 37- 29, í lokaumferð 1. deildarinnar. Þórsarar léku vel í vetur og eru vel að deildarmeistaratitlinum komnir.
Þingeyjarsveit hefur fest kaup á snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu. Íþróttafélagið Mývetningur mun hafa umsjón með notkun tækisins, en félagið hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf síðustu ár við að byggja upp öflugt skíðastarf á svæðinu.
Karla og kvennalið KA í blaki gerðu það svo sannarlega gott í dag þegar bæði lið komu sáu og sigruðu i bikarkeppni Blaksambands Íslands.
Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld rétt til þess að leika í úrslitum í Kjörísbikarkeppni BLí þegar liðið lagði Aftureldingu í þremur hrinum gegn einni. Leikurinn var mjög jafn og vel leikinn af báðum liðum,
Aðalstjórnir og stjórnir knattspyrnudeilda KA og Þór hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samstarfssamningi sínum um sameiginlegt meistaraflokkslið kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, til loka tímabilsins 2026. Samhliða þeim samningi er gerður samningur um samstarf félaganna um rekstur 2. og 3. flokks kvenna sem gildir í sama tíma.
Toppurinn er að spila fyrir Íslands hönd. Þetta segir Aníta Ósk Sævarsdóttir, nemandi í VMA, sem spilaði með U-18 landsliði Íslands í íshokkí í Tyrklandi 16.-23. janúar sl. Aníta er annar tveggja markmanna liðsins.
Á íþróttahátíðinni sem Akureyrarbær og ÍBA stóðu fyrir í Hofi í gær voru fjórir einstaklingar heiðraðir af Fræðslu-og lýðheilsuráði bæjarins fyrir ómetanleg störf í þágu íþrótta í bænum.
Súlur Vertical Skíðagangan, sem áður var þekkt sem Hermannsgangan, fer fram laugardaginn 25. janúar og er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk á öllum aldri og getustigum til að taka þátt í skíðagöngukeppni. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, hraður eða hægur, ungur eða aldinn, þá er þessi keppni vettvangur fyrir þig!
Þau Sandra María Jessen knattspyrnukona í Þór/KA og Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður í KA voru nú síðdegis útnefnd sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir nýliðið ár í hófi sem fram fór í Hofi.
Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.
Alicja Julia var stigahægt sundkvenna Óðins er hún hlaut 595 FINA stig fyrir 200 metra skriðsund í 25 metra laug á Íslandsmeistaramótinu sem fór fram í Hafnarfirði í nóvember. Tími Alicju Juliu var 2:11.14
Í gær var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem hefur það að meginmarkmiði styðja við starf barna og ungmenna og gefa þeim kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi.
Aðsókn í nýja og glæsilega aðstöðu Píludeildar Völsungs hefur farið fram úr björtustu vonum