Íþróttir

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira

Þórsstúlkur heiðraðar

Aðalstjórn Þórs notaði tækifærið sem gafst í kvöld í hálfleik í viðreign karlaliðs Þórs við Skallagrím í 1 deild Íslandsmótsins í körfubolta og heiðraði silfurhafa helgarinnar kvennalið félagsins og þjálfarateymi. 

Sannarlega vel til fundið og óhætt að segja að liðið hefur gert heilmikið í því að koma Þór á kortið.   

Þórir Tryggvason var auðvitað í Höllinni og gaukaði þessari mynd að vefnum. 

Lesa meira

Ekki að sinni en það koma dagar

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta  þar sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd.  

Lesa meira

Þórsstelpur leika til úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta

Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur  með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.

Lesa meira

Körfubolti: Sögulegur dagur hjá Þórsliðinu!

Kvennalið Þórs í körfubolta mætir liði Grindavíkur í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.

Lesa meira

Liðstyrkur til KA í handboltanum

Heimasíða KA  tilkynnti í morgun að Bjarni Ófeigur Valdimarsson 25 ára gamall leikmaður  með þýska liðinu GWD Minden hafi skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA.  Bjarni sem leikur i stöðu vinstri skyttu er jafnframt öflugur varnarmaður og ljóst að hann verður  mikill liðstyrkur  fyrir KA.

Lesa meira

Góður árangur í bogfimi og æ fleiri iðkendur

Akureyringar, innan Íþróttafélagsins Akurs  halda áfram að gera það gott í bogfiminni, þeir komu heim með þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 4 brons og 1 Íslandsmet á Íslandsmótum ungmenna um liðna helgi.

Lesa meira

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Íþróttakarl Akureyrar

Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur gert styrktarsamning við einn fremsta hlaupara Íslands, Baldvin Þór Magnússon. 
Baldvin er einn allra sterkasti millivegalengda- og langhlaupari sem Ísland hefur átt. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum í hlaupum frá 1.500 metra og upp í 10 kílómetra hlaup. Hann á sem stendur fjórtán virk Íslandsmet, sex í yngri aldursflokkum og átta í flokki fullorðinna.
Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í bogfimi - Íþróttafélagið Akur með 13 verðlaun

Íslandsmeistaramót í bogfimi var haldið nýverið í Bogfimisetrinu í Reykjavík, 11 iðkendur úr ÍF Akri voru skráðir til keppni í öllum fjórum bogaflokkum og 4 lið.

 Vel gekk á mótinu en helstu niðurstöður eru þær að Anna María Alfreðsdóttir fékk tvö gull,   Alfreð Birgisson  fékk einnig tvö gull og eitt silfur,  Georg Rúnar Elfarsson kom heim með brons. Izaar Arnar Þorsteinsson fékk silfur. Jonas Björk fékk  tvö gull og Rakel Arnþórsdóttir silfur.

 Aðstaða félagins sem opnuð var á liðnu hausti hefur breytt miklu fyrir ÍF Akur, en það má m.a. merkja á ánægju þeirra sem stunda íþróttina og mæta á æfingar, en einnig á þátttöku á mótum og þeim fjölda verðlauna sem félagsmenn koma með heim að þeim loknum.

Nú um helgina verður Íslandsmót ungmenna þar sem Akur á nokkrar keppendur sem flestir eru á leið á sitt fyrsta mót.

 

Lesa meira

ALEX ÍSLANDSMEISTARI Í KRAFTLYFTINGUM MEÐ BÚNAÐI

Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði. 

Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Ýmist er keppt með sérstökum búnaði eða án búnaðar auk þess sem keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er loks sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum.

Lesa meira