Íþróttir

Uppbygging á KA svæðinu Verksamningur undirritaður

Í dag var undirritaður verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs f.h. Akureyrarbæjar og  Húsheildar um uppbyggingu á félagssvæði K.A. byggingu áhorfendastúku og félagsaðstöðu.

Lesa meira

,,Þetta snýst þá bara um að fara rútuferð á fimmtudaginn”

Það var sannkölluð háspenna sem boðið var upp á í leik Þórs  og Fjölnis í Íþróttahöllinni í kvöld.  Tækist Þór að sigra væri sæti í Olis deild karla  næsta keppnistímabil í höfn, færi Fjölnir með sigur þyrfti oddaleik n.k fimmtudag í Reykjavík.

Lesa meira

Stórleikur í Höllinni í dag!

Í dag nánar tiltekið kl 18.30 verður blásið til leiks hja Þór og Fjölni í einvígi  þessara félaga um sæti i efstu deild í  handbolta keppnistímabilið  2024-2025.Þór hefur tvö vinninga en Fjölnir einn. 

Alls þarf  þrjá vinninga til að tryggja sér sæti í efstu deild svo segja má að staða Þórsara sé afar vænleg fyrir leikinn en staðan ein og sér gerir ekkert,  það þarf að klára málið.

Lesa meira

Fjórir norðanmenn unnu brons á Íslandsmótinu í bridge.

Akureyringarnir,  Frímann Stefánsson, Pétur Guðjónsson og Reynir Helgason gerðu góða ferð suður til Reykjavíkur un helgina með Mývetningnum Birni Þorláks þar sem verkefnið var að etja kappi við sterkustu lið landsins í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni. Sveitin keppti undir merki Kjöríss.

Lesa meira

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira

Þórsstúlkur heiðraðar

Aðalstjórn Þórs notaði tækifærið sem gafst í kvöld í hálfleik í viðreign karlaliðs Þórs við Skallagrím í 1 deild Íslandsmótsins í körfubolta og heiðraði silfurhafa helgarinnar kvennalið félagsins og þjálfarateymi. 

Sannarlega vel til fundið og óhætt að segja að liðið hefur gert heilmikið í því að koma Þór á kortið.   

Þórir Tryggvason var auðvitað í Höllinni og gaukaði þessari mynd að vefnum. 

Lesa meira

Ekki að sinni en það koma dagar

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta  þar sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd.  

Lesa meira

Þórsstelpur leika til úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta

Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur  með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.

Lesa meira

Körfubolti: Sögulegur dagur hjá Þórsliðinu!

Kvennalið Þórs í körfubolta mætir liði Grindavíkur í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.

Lesa meira

Liðstyrkur til KA í handboltanum

Heimasíða KA  tilkynnti í morgun að Bjarni Ófeigur Valdimarsson 25 ára gamall leikmaður  með þýska liðinu GWD Minden hafi skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA.  Bjarni sem leikur i stöðu vinstri skyttu er jafnframt öflugur varnarmaður og ljóst að hann verður  mikill liðstyrkur  fyrir KA.

Lesa meira