Hermannsgangan 2023
Skíðagöngufólk á öllum aldri tók þátt og skemmti sér konunglega í Hermannsgöngunni sem fram fór í gær. Hátt í 100 keppendur tóku þátt í göngunni og gátu þeir valið um þrjár vegalengdir 4-12 eða 24 km. Upphaflega var ætlunin að gangan færi fram í Hlíðarfjalli en frá því var fallið vegna veðurs og þess í stað var gengið í Kjarnaskógi og að Hömrum.