Íþróttir

Artic cat Snocross Tindastóll fór fram s.l laugardag

Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni

Lesa meira

Úrslit ráðast á Kjarnafæðismótinu i fótbolta, allur aðgangseyrir rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum kl. 20:00  í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar.

Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast  og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins.

 

 

Lesa meira

Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde

Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde  frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar.    Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi. 

,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið."  Segir orðrétt á heimasíðu KA. 

Lesa meira

Snjókross í Mývatnssveit - Myndaveisla

AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar

Lesa meira

KA Kjörísbikarmeistarar í blaki kvenna 2023

KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir  25-15, 25-8 og 25 23.  Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni

Vefurinn óskar KA innilega til hamingju.

Lesa meira

Völsungur - Þjálfarar ráðnir á mfl. karla í knattspyrnu

Græni herinn Facebook síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs segir frá þvi í kvöld að ráðnir hafi verið þjalfarar á karlalið félagsins í knattspyrnu.

Í tilkynningu Völsungs segir:

Knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og er okkur mikil ánægja að kynna það til leiks.

Lesa meira

Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA

Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Lesa meira

Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum

Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins  og leiki með liðinu  á komandi  keppnistímabili.  Kalermo sem er  26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius. 

Lesa meira

Arnar Pálmi og Heiðdís Edda íþróttafólk Völsungs árið 2022

Á hófi i Hlyn í  gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022.  Kosningin fór að þessu sinni fram með  nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.

Lesa meira

Halldór Stefán tekur við þjálfun mfl karla KA í handbolta

Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor.

Halldór Stefán sem er aðeins 32 ára fór snemma út í þjálfun og kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann stýrði meðal annars kvennaliði Fylkis árin 2011-2016 og á sama tíma stýrði hann yngri landsliði kvenna fædd 1998 og 1999 á árunum 2012-2015. Hann var í kjölfarið ráðinn aðalþjálfari liðs Volda í Noregi þar sem hann hefur þjálfað frá 2016 en hann lætur nú staðar numið þar og kemur norður í sumar.

Lesa meira