Hermannsgangan 2023

Keppendur nutu þess að skíða í góðu skjóli Kjarnaskógar   Mynd Ármann Hinrik
Keppendur nutu þess að skíða í góðu skjóli Kjarnaskógar Mynd Ármann Hinrik

Skíðagöngufólk á öllum aldri tók þátt og skemmti sér konunglega í Hermannsgöngunni sem fram fór í gær. Hátt í 100 keppendur tóku þátt í göngunni og gátu þeir valið um þrjár vegalengdir 4-12 eða 24 km.  Upphaflega var ætlunin að gangan færi fram í Hlíðarfjalli en frá því var fallið vegna veðurs og þess í stað var gengið í Kjarnaskógi og að Hömrum  

 Óhætt er að segja að þessi breyting hafi gert stormandi lukku, brautin að hluta skógi vaxinn mjög skemmtileg og eins og einn keppandi tók til orða í gleðivímu ,,þetta er svo mikið erlendis, eitthvað“ Í skóginum var stafalogn og keppenur nutu sín eins og áður sagði. Enn ein rósin i hnappagat  þessa magnaða útivistarsvæðis sem bæjarbúar hafa  innan seilingar með engri fyrirhöfn.  Ármann Hinrik var að staðnum og hann býður lesendum vefsins til myndaveislu,  þið bara smellið HÉR gjörið svo vel!

 


Athugasemdir

Nýjast