Fréttir

Eiríkur Björn leiðir Viðreisn í NA-kjördæmi

Lesa meira

„Við vinnum þetta“

Ekkert lát er á viðburðum á Húsavík í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fer í Hollywood 26. apríl. Rétt í þessu var rauður dregill á aðalgötu bæjarins formlega opnaður við hátíðlega athöfn.
Lesa meira

Segir íbúakosningu tilgangslausa og peningaaustur hjá Akureyrarbæ

Lesa meira

Loka deild á Grænuvöllum á Húsavík vegna hugsanlegs smits

Hugsanlega er komið upp Covid-19 smit í Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Einni deild hefur verið lokað þar til niðurstöður berast úr sýnatöku sem barn á deildinn fer í í dag. Rúv greindi frá þessu en fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina.
Lesa meira

Vorhreinsun að hefjast

Lesa meira

Ný skáldsaga að norðan

Lesa meira

Heimabær allra, Húsavík: Tökum er lokið

ökum er nú lokið á myndbandi við lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Atriðið var tekið upp á Húsavíkurhöfn. Myndbandið verður flutt á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í Hollywood 26. apríl og verður sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira

Á golfvellinum frá unglingsaldri

Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

PCC á Bakka: Annar ofninn ræstur eftir helgi

Undirbúningur fyrir endurgangsetningu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík er nú á lokametrunum og stefnt er að því að hefja uppkeyrslu eins ofnsins á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem PCC sendi frá sér fyrir stundu.
Lesa meira

Húsavík í sviðsljósinu á ný: Heimabær allra í heimi

Húsavík er á ný orðinn kvikmyndabær og fór að taka á sig mynd sem slíkur nú í morgunsárið. Eins og Vikublaðið greindi frá í gær verður söngatriði í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga, tekið upp á höfninni á Húsavík í dag og kvöld. Atriðið verður síðan flutt á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fer aðfararnótt 26. apríl að íslenskum tíma; í Hollywood og sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira