Fréttir

Árangursrík sýning í Barcelona:

Sýningin tókst frábærlega. Það var stríður straumur gesta í básinn til okkar alla sýningardagana og mikill áhugi á okkar þjónustu og tæknilausnum," segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippsins Akureyri, um þátttöku fyrirtækisins í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni. Sýningin stóð í þrjá daga og lauk síðdegis í gær.

Lesa meira

Skemmdarverk unnin á rútum.

Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru  á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri.  Einhverjir lítt vandaðir  höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar.  Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.

Lesa meira

Ársfundur SSNE Skorar á stjórnvöld að tryggja nægt fé til löggæslu

„Lögreglan á Norðurlandi þarf að hafa þann styrk sem nauðsynlegur er ef upp koma alvarlegri mál í því skyni að geta sinnt hlutverki sínu og tryggt öryggi borgaranna,“ segir í ályktun sem samþykkt var á ársþingi SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit nýverið.  Skorað var á stjórnvöld að tryggja nú þegar nauðsynleg fjárframlög til málaflokksins.

Lesa meira

Akureyri - Framkvæmdir við Torfunef

Framkvæmdir við stækkun Torfunefsbryggju ganga ágætlega um þessar mundir. Lóðir verða boðnar út á næstu vikum og gangi allt að óskum verður hafist handa við að reisa hús á svæðinu á næsta ári.

Lesa meira

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lauk í gær , fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood voru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.

Lesa meira

Lokaorðið - Sumardagurinn fyrsti.

Sumardagurinn fyrsti er ævaforn hátíðisdagur á Íslandi. Þó líði aldir og kynslóðir komi og fari er ekkert sem Íslendingar þrá heitar en vorið. Hjörtun slá þá í mildum samhljóma takti og loks er liðin vetrarþraut. Sumardagurinn er einnig þekktur sem barnadagurinn. Í þéttbýlinu gerði fólk sér dagamun og klæddist sparifötum.

Lesa meira

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll s.l. daga

Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.

Lesa meira

Eik fasteignafélag vill byggja við Gleráreyrar

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu  tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra.  

Lesa meira

Sólarhringssund hjá Óðinskrökkum

Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst.  Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.

Lesa meira

Fékk ekki að lækka gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Húsavíkur

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í vikunni var tekin fyrir tillaga Valdimars Halldórssonar, varaformanns þess efnis að dregið yrði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum en Valdimar taldi næga innistæðu fyrir hendi til að lækka umrædda hækkun

Lesa meira