Tölum saman
Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig fólkinu í kringum okkur líður og því er mikilvægt að hafa augun opin fyrir ákveðnum merkjum. Er viðkomandi hættur að hafa samband eða svara símtölum og skilaboðum? Hefur viðkomandi breytt venjum sínum eins og hætt að koma í sund, mæta á fundi eða sinna félagsstörfum?