Slökkvilið Akureyrar - Ný og öflug flotdæla í notkun
„Þetta er partur að því að auka gæði verkfæra sem við höfum aðgang að, til að tryggja fagmannlegt, öruggt og fljótt viðbragð við mismunandi aðstæðum,“ segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Liðið festi á dögunum kaup á nýrri flotdælu og prófaði hana í fyrsta sinn við stífluna í Glerá.