Fréttir

Rannsókn á algengi svefnvandamála barna:

„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).

Lesa meira

Framsýn gefur bekk við göngustíg í Mývatnssveit

Framsýn hefur í gegnum tíðina stutt við íþrótta- og menningarstarf á félagssvæðinu með því að leggja fjármagn í ýmis áhugaverð  verkefni sem koma samfélaginu til góða á einn eða annan hátt. Eitt þeirra verkefna er í gangi þessa dagana og tengist Mývatnssveitinni fögru segir á vef Framsýnar.

Félag eldri Mývetninga hefur undanfarið unnið að því að koma upp bekkjum við hjólreiða- og göngustíg sem verið er að leggja umhverfis Mývatn. Verkefnið er unnið í samvinnu við Þingeyjarsveit og Vegagerðina. Eru bekkirnir frá Steinsmiðju Akureyrar, þeir eru algjörlega viðhaldsfríir, úr granít og í náttúrulitum sem falla vel að umhverfinu. Kveikjan að hugmyndinni er sú að gestir og gangandi sem leið eiga um stíginn hafi möguleika á að tylla sér niður og hvíla lúin bein og njóta þeirrar einstöku náttúruperlu sem Mývatnssveitin sannarlega er. Félagið hefur þegar keypt tvo bekki og hefur óskað eftir stuðningi við verkefnið og höfðar þar sérstaklega til fyrirtækja með starfsemi í Mývatnssveit; en einnig félagasamtaka og einstaklinga.

Á aðalfundi Framsýnar var samþykkt samhljóða að leggja þessu verðuga verkefni lið með því að fjárfesta í einum bekk.

 

Lesa meira

ÞANKAR GAMALS EYRARPÚKA

Barátta íslensku þjóðarinnar fyrir réttlæti og sjálfstæði fólst lengst af í því að berjast gegn áhrifum Dana og annarra útlendinga sem gerðu sig oft á árum áður seka um kúgun og yfirgang af ýmsu tagi. Réttlætisbaráttan fór víða fram og lögðu stjórnmálamenn, listamenn og almenningur sitt fram til að ná því markmiði að allir landsmenn byggju við frelsi og jafnrétti. 

Lesa meira

Spennandi tímar blasa við flugi um Akureyrarflugvöll

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli til rúmlega 30 ára og mikill  baráttumaður fyrir uppbyggingu flugvallarins segir spennandi tíma fram undan í  flugi til og frá Akureyrarflugvelli.

Lesa meira

„Öryggismálin eru alltaf tekin föstum tökum“

Kristján Páll Hannesson stýrimaður er fastráðinn annar stýrimaður á Björgvin EA 311 en gegnir að auki margvíslegum öðrum stöðum á skipum Samherja. „Skip Samherja stunda margvíslegar veiðar, eru öll afar vel búin enda hef ég verið hjá Samherja eða tengdum félögum alla mína sjómennsku“. Kristján Páll segist þakklátur fyrir öll þau fjölbreyttu verkefni sem honum hefur verið trúað fyrir.

Lesa meira

„Þungur hnífur“ - Spurningaþraut #10

Það er kvikmyndaþema í spurningaþraut Vikublaðisins #10

Lesa meira

Svanhildur Daníelsdóttir stofnaði Teppahóp Svönu um þarft samfélagsverkefni

„Ég er hræð yfir þessum góðu viðtökum,“ segir Svanhildur Daníelsdóttir sem í vetur stofnaði Teppahóp Svönu á facebook í því skyni að fá fleiri til liðs við sig við að hekla eða prjóna ungbarnateppi fyrir sængurkonur í neyð.

Lesa meira

Vetrarríki í Listigarðinum i boði ÁLFkvenna Myndasýning

Eins og við greindum frá á vefnum hér á dögunum sýna ÁLFkonur  í Listagarðinum ljósmyndir teknar  í vetrarríki sem er þó nokkuð langt frá okkur um þessar mundir veðurfarslega. 

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Góð sumarvika er að líða í Hrísey.

Nú veit fréttaritari ekki hvort biðjast eigi afsökunar á mjög svo villandi veðurfréttaflutning í síðustu föstudagsfréttum þar sem boðaðar voru gular veðurviðvaranir. Eða, hvort það sé bara málið, boða viðvarnir og gleðjast svo mikið þegar það gula í spánum er bara sólin! Um síðustu helgi var veður gott, smá að flýta sér, en hlýtt og sólin skein. 

Lesa meira

Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum um fjórar milljónir króna.

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára.  Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Lesa meira