Samherji eignast tæplega helmingshlut í Berg LipidTech AS
Samherji hefur gengið frá kaupum á 49% eignarhlut í norska framleiðslufyrirtækinu Berg LipidTech AS í Álasundi. Félagið framleiðir lýsi fyrir heildsölumarkað, einkum úr þorskalifur og laxi, og selur afurðir sínar um allan heim. Kaupin skapa tækifæri til frekari fullvinnslu aukaafurða Samherja samhliða því að efla samkeppnishæfni Berg LipidTech í gegnum stöðugra framboð á gæðahráefni. Með fjárfestingunni kemst Samherji lengra í virðiskeðju sjávarútvegsins.