Þorvaldur Þóroddsson ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja
Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.