Akureyri - Tjaldsvæðisreitur drög að breytingu á deiliskipulagi
Á vefsíðu bæjarins eru í dag kynnt drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti. Eins og kunnugt er var svæðinu lokað fyrir tjaldgesti og til stóð má. að byggja heilsugæslustöð nyrst á þessari lóð. Frá þeirri hugmynd var svo fallið og nú hefur verið samþykkt að þar skuli rísa fjölbreytt íbúðabyggð og er áhersla lögð á að þarna rísi ,,sjálfbært og nútimalegt hverfi sem falli vel að núverandi byggð og umhverfi".