Fréttir
Takið skrefið til baka og endurhugsið forsendur
Ef Akureyri á að standa undir nafni sem "hin borgin" á Íslandi, er nauðsynlegt að geta haldið áfram að bjóða ungu fólki alls staðar að af landinu upp á tvo ólíka og sterka skóla. Það er mikilvægt fyrir Akureyri, Norðurland og landið í heild sinni.
Yfirbreiðslur og Sundlaug Akureyrar
„Við erum þess vel meðvituð að vatn sparast með yfirbreiðslu en okkar mat er að kostnaður við dúkakaup, aukin vinna og álag á brautarlínur minnki hagkvæmni yfirbreiðslu,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyri en telur skoðunarvert að rýna í könnun sem Efla gerði fyrir Norðurorku um gildi þess að nota yfirbreiðslur yfir sundlaugar og spara þannig vatn og fjármuni.
Samherji Heildarafli dróst saman en unnið alla daga
Heildarafli ísfisktogara Samherja dróst saman um 3.200 tonn á liðnu fiskveiðiári samanborið við árið þar á undan. Þrátt fyrir samdráttinn var unnið alla daga í fiskvinnsluhúsum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa.
Eldur í íbúðarhúsi
Eldur kom upp í íbúð við Snægil laust fyrir kl. 8 í morgun og lagði talsverðan reyk frá húsinu þegar slökkvilið kom að.
Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í Listasafninu
Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur
Óskað eftir aukafundi í bæjarstjórn vegna fyrirhugaðrar sameiningar VMA og MA
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar segir frá því á Facebook að hún hafi óskað eftir aukafundi í bæjarstjórn Akureyrar vegna fyrirhugaðar sameiningar VMA og MA.
Ekki í takt við nýjan breyttan raunveruleika
„Að okkar mati er útboðið sjálft ekki í tak við þann raunveruleika sem blasir við okkur í sjúkrafluginu,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Akureyrar um samning um sjúkraflug en það var boðið út fyrr á þessu ári. Tvö tilboð bárust, frá Mýflugi sem annast hefur flugið um árabil og Norlandair. Tilboð þess síðarnefnda var 10% lægra en kostnaðaráætlun og var því tekið. Samningurinn kemur til framkvæmda um næstu ármót.
Baráttuhópur gegn sameiningu MA og VMA blæs til fundar
Áform um sameiningu Verkmennta,- og Menntaskólans á Akureyri hafa vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og þá sérstaklega á Akureyri