Að breyta plaststól í leðurstól
Í minningunni var allt auðveldara á yngri árum, var ekki þá að velta skoðana skiptum mikið fyrir mér. Ég var þó ekki há í loftinu þegar ég áttaði mig á því að lífið væri ekki alltaf einfalt.
Í minningunni var allt auðveldara á yngri árum, var ekki þá að velta skoðana skiptum mikið fyrir mér. Ég var þó ekki há í loftinu þegar ég áttaði mig á því að lífið væri ekki alltaf einfalt.
„Salan á slaufunum fer vel á stað og bærinn að verða bleikur,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar hefjast um aðra helgi, eða 9. október og verður margt um að vera í tilefni af þeim.
„Við þurfum að hafa um það bil 25 til 30 manns í okkar sjálfboðaliðahóp, það má ekki minna vera,“ segja þær Berglind Júlíusdóttir og Edda Ásgrímsdóttir hópstjórar hjá verkefninu Frú Ragnheiður sem Rauði krossinn við Eyjafjörð starfrækir. Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar og er lögð áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna. Nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða verður haldið dagana 6. og 7. október frá kl. 17 til 22 í Rauða krosshúsinu við Viðjulund.
Þriðjudaginn 7. október kl. 16.15 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Óli G. – rómantíski expressíónistinn. Þar mun hann fjalla um myndlist Óla G. Jóhannssonar og gera tilraun til að varpa ljósi á hversu mikilvægt það er fyrir listamanninn að samfélagið sé tilbúið að taka á móti honum og listinni. Aðgangur er ókeypis.
Ævintýraleg stemning hefur ríkt í Glerárskóla þessa viku þar sem Harry Potter þemadagar fara nú fram með pompi og prakt. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn heldur slíka daga, og líkt og áður, er Glerárskóla umbreytt í sjálfan Hogwarts – skóla galdra og seiða.
Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar
Hátíðarmessa í tilefni 120 ára afmælis Grundarkirkju verður haldinn sunnudaginn 5. október kl. 13.00
Minnisvarði hefur verið reistur við Skjaldarvík til heiðurs Stefáni Jónssyni, klæðskerameistara og bónda, sem átti og rak stórbú í Ytri- og Syðri-Skjaldarvík.
Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is.
Fjögur tilboð bárust á hlut Norðurorku í Skógarböðin, en tilboðsfrestur rann út síðastliðinn fimmtudag. Stjórn Norðurorku fór yfir þau fjögur óskuldbindandi tilboð sem borist höfðu og fól forstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda. Ekki fengust upplýsingar um þá sem buðu í hlut Norðurorku.
Akureyrarbær heldur áfram fundaröð sem hófst í vor þar sem boðað er til hverfafunda með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í grunnskólum bæjarins. Á mánudaginn 6. október fer fram fundur í Glerárskóla og miðvikudaginn 8. október fer fram fundur í Lundarskóla
Ríflega 30% samdráttur er í bókunastöðu skemmtiferðaskipa til hafna fyrir árið 2026 miðað við yfirstandandi ár. Umsvif ferðaþjónustu í höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan var til umfjöllunar á fundi Hafnasjóðs.
Gestir og gangandi á Akureyri geta nú notið glænýs vegglistaverks sem blasir við þegar farið er upp Listagilið. Á vegg hússins undir Akureyrarkirkju hefur listamaðurinn Stefán Óli, betur þekktur sem Mottan eða @mottandi, málað stórbrotið verk.
Viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur og Dönu Rán Jónsdóttur um Vísindaskóla unga fólksins, sem hlaut viðurkenningu Rannís fyrir Vísindamiðlun ársins 2025. Vísindaskóli unga fólksins er rekinn af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.
Segja má að ákveðin vertíðarlok séu nú að ganga yfir hjá starfsfólki Hafnasamlagsins en í s.l viku fóru síðustu stóru skemmtiferðaskipin sem heimsækja bæinn á þessu sumri úr höfn.
Umferð um hringtorgið við Lónsbakka hefur verið opnuð en vegfarednur eru beðinr um að sýna fulla aðgát eins og kemur fram í skilaboðum frá Nesbræðurum og lesa má á Facebooksíðu þeirra og núna hér lika.
Framsýn stéttarfélag stóð fyrir félagsfundi í gær um atvinnumál og stöðuna hjá PCC á Bakka sem er mjög alvarleg um þessar mundir. Þá voru lífeyrismál einnig til umræðu enda hefur almennt verkafólk áhyggjur af boðuðum skerðingum stjórnvalda á réttindum fólks í almennu lífeyrissjóðunum.
Fundurinn var fjölmennur og greinilegt var að fundarmenn höfðu miklar áhyggjur af stöðunni á Bakka en sérstakir gestir fundarins voru Kári Marís Guðmundsson framkvæmdastjóri PCC og Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri Lsj. Stapa.
Eftir miklar og góðar umræður um málefni fundarins var samþykkt að álykta um atvinnu- og lífeyrismál. Meðfylgjandi ályktanirnar með fréttinni voru samþykktar samhljóða í lok fundar.
Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur slitið viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst. Tilkynning þar að lútandi hefur verið sent til mennta-nýsköpunar-og háskólaráðuneytisins sem og stjórnendum Háskólans á Bifröst.
Laugardaginn 4. október kl. 16.00, verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
KristinnSigmundsson, einn fræknasti söngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, kemur þar fram ásamt sópransöngkonunni Helgu Rós Indriðadóttur og tenórnum Kolbeini J. Ketilssyni. Allir þessir söngvarar hafa getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis.
Vestnorden ferðakaupstefnan stendur nú sem hæst í Íþróttahöllinni og í Hofi. Ráðstefnan sem stendur yfir i tvo daga var sett i gærmorgun. Vestnorden sækja fast að 500 manns sem kynna sér m.a hvað rösklega 30 ferðaþjónustu fyrirtæki á Norðurlandi hafa upp á að bjóða.
Ferjan Sæfari fer í slipp að morgni 6. október, og er gert ráð fyrir að slipptíminn standi út mánuðinn.
Eins og áður hefur komið fram á síðunni þá er Bjarg íbúðafélag að byggja 16 leiguíbúðir við Langamóa 1-3 í Móahverfi á Akureyri.
Hættu þessu bulli, þú veist að þetta er rétt hjá mér. Þetta er svona og hættu nú!
Hvernig myndi þér líða ef vinnufélagi eða maki talaði við þig á þennan hátt? Hvaða tilfinningum myndir þú finna fyrir? Kannski reiði, depurð, særindum, brostnum vonum, ef til vill skömm. En hvernig heldur þú að barninu þínu liði ef þú talar við það á þennan hátt?
Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum.
Viðburðurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem hefur áhuga á ritlist og sköpun. Aðgangur er ókeypis og kvöldið býður upp á einstakt tækifæri til að kynnast öðrum unghöfundum, læra eitthvað nýtt og jafnvel lesa upp eigin verk.
Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, samhliða stöðugri þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði vél- og rafeindabúnaðar.
Atli Dagsson tæknistjóri landvinnslu Samherja segir að innan félagsins sé rík áhersla lögð á að þróa og endurbæta búnað, enda markmiðið að vera leiðandi í framleiðslu hágæðaafurða á heimsvísu. Hann segir að mikil og dýrmæt þekking á þessu sviði hafi verið byggð upp hjá Samherja, sem hafi skapað möguleika á að hanna og framleiða sértækar tæknilausnir, oft á tíðum í samvinnu við tækni- og iðnfyrirtæki.
Laugardaginn síðasta fór fram Firmakeppni GOKART Akureyri við Hlíðafjallsveg, þar sem Gunnar Hákonarson, gamalreynda aksturskempan og annar eigandi svæðisins, stóð fyrir glæsilegri keppni sem bar keim af fagmennsku og metnaði.
Þriðjudaginn 30. september kl. 16.15 heldur Kristján Ingimarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula.