Fréttir

Kristnesspítala lokað í fjórar vikur í sumar

Ákveðið hefur verið að loka Kristnesspítala í fjórar vikur í sumar, en þar fer endurhæfinga- og öldrunarækningar. 

Lesa meira

Fræum nýsköpunar sáð á Stéttinni

Krubbur-hugmyndahraðhlaup (hakkaþon) var haldið á STÉTTINNI á Húsavík 8.-9. mars s

Lesa meira

Góð verkefnastaða hjá Slippnum

Þrjú erlend skip eru nú í viðhaldsverkefnum hjá Slippnum Akureyri og það fjórða bætist við innan nokkurra daga. Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins, segir á facebook síðu félagsins  þetta vera mjög óvenjulegt á þessum árstíma en jafnframt afar jákvætt. Öðru fremur segir hann verkefnin undirstrika sterka samkeppnisstöðu fyrirtækisins á skipaþjónustusviðinu en um er að ræða frystitogara og línuskip frá Kanada og grænlenskan frystitogara og eru viðhaldsverkefnin í skipunum mjög fjölbreytt.

Lesa meira

Símalaus samvera – hvatningarátak Barnaheilla, Símans og Símaklefans

Barnaheill, Símaklefinn og Síminn hafa tekið höndum saman í að hvetja til ábyrgrar símanotkunar og hvetja til símalausrar samveru. Hvatningarátakinu er ýtt úr vör í ljósi þess að rannsóknir sýna að skipulögð skjáhvíld geti eflt lífsgæði og skapandi hugsun barna. 

 

Lesa meira

Ferðalag til bata

Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.

Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.

Lesa meira

Brynja Dís úr Lundarskóla sigraði í upplestrarkeppni grunnskólanna

Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir úr Lundarskóla hreppti 1. sætið í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, sem var haldin fimmtudaginn 7. mars sl. Keppnin var haldin í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi og var þetta í 23. skiptið sem hún fer fram.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira

Götuhornið - Karl í kreppu

Barþjónar á Akureyri eru alltaf svo uppteknir að ég verð að halla mér að skiltastaur Götuhornsins og gráta þar undan óréttlæti og harðneskju heimsins ásamt eigin hjartagæsku og umhyggjusemi - sem er ómæld.

 En málið er semsagt að konan mín skilur mig alls ekki.

Sumt fólk lifir lífi sínu eftir hjartanu, aðrir með höfðinu og enn aðrir eru búnir þeim eiginleika að nota hvort tveggja saman, gott hjartalag og góða dómgreind.

Lesa meira

Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk

Ráðherra úthlutaði verkefninu 15 milljónum

Lesa meira

Góður gangur í Hlíðarfjalli

Aðstæður til útiveru og skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli voru með allra besta móti í febrúar. Skíðasvæðið var opið 26 daga af 29 með nægum snjó og veðrið oft og tíðum með allra besta móti.
 
Aðsóknin er búin að vera frábær enda hafa aðstæður boðið upp á það. Hingað komu í kringum 17.000 manns í vetrarfríum grunnskóla og hér voru færeyskir hópar tvær helgar. Við höfum að auki fengið skólahópa alls staðar að af landinu og að öllu samanlögðu voru gestir í Hlíðarfjalli rúmlega 24.000 manns í febrúar sem er með því betra sem þekkist.
 
Opnunartími hefur verið lengdur um eina klukkustund bæði fimmtudaga og laugardaga og er nú opið frá kl. 10-17 á laugardögum og 13-19 á fimmtudögum. 
Nokkur snjóbráð hefur verið í hlýindum síðustu daga en þó er ennþá nægur snjór í Fjallinu og kaldari dagar fram undan. Vonum að páskahretið bregðist okkur ekki og muni færa okkur ríkulega nýja sendingu af góðum snjó.
 Framundan eru páskarnir í lok mánaðarins og má búast við að þá liggi straumurinn norður til að fara í Fjallið og njóta tónleika og annarra viðburða á Akureyri.
Lesa meira