Fréttir

„Stór áfangi fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn um í gær, sunnudag þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða.
Lesa meira

Íbúar á Akureyri hafa aldrei verið fleiri

Íbúafjöldi Akureyrarbæjar þann 1. september sl. var 19.156 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands og hafa íbúar sveitarfélagsins aldrei verið fleiri. Íbúum hefur síðustu sex mánuði fjölgað um 165.
Lesa meira

Starfsemi dregist saman á flestum sviðum Sjúkrahússins á Akureyri

Starfsemi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í júní og júlí er nokkuð keimlík fyrra ári en þegar starfsemistölur fyrstu sjö mánuði ársins eru skoðaðar endurspeglast vel þau áhrif sem COVID-19 faraldurinn hefur haft á hefðbundna starfsemi sjúkrahússins.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Nokkrar hollar og góðar uppskriftir

Sigrún Björg Aradóttir tók áskorun frá Sigríði Ýr Unnarsdóttur í síðasta blaði og hefur umsjón með Matar horni vikunnar. „Ég er tveggja barna móðir, grafískur hönnuður og fyrir tækja eigandi síðan haustið 2014. Ég er að vinna mig tilbaka eftir mjög slæmt vefja gigtar ”kast”. Mér hefur tekist að fara frá því að geta varla gengið nokkra metra eða staðið lengur en 30 sek. vegna verkja yfir í að ganga upp á Súlur, róa um á róðrabrettum og leika mér á fjallahjólum. Svona árangur vinnur maður ekki á einum degi. Þetta er samspil margra þátta bæði líkamlegra og hugrænna en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér,“ segir Sigrún. „Þó er hluti af því að læra að draga úr einkennum vefjagigtar að passa upp á álag og borða hreint mataræði.
Lesa meira

Bjart yfir byggingariðnaði á Húsavík

Atvinnulífið á Húsavík fékk mikinn skell í sumar þegar tilkynnt var um lokun kísilversins á Bakka og ekki mátti atvinnulífið við því nú þegar hrun blasir við ferðaþjónustunni í vetur. Byggingariðnaðurinn er á sama tíma að blómstra en Vikublaðið ræddi við Ragnar Hermannson verkefnastjóra hjá Trésmiðjunni Rein. Mikil uppgrip hafa verið hjá fyrirtækinu undanfarið í tengslum við byggingu á íbúðablokk fyrir 55 ára og eldri að Útgarði en að sögn Ragnars stendur til að afhenda fyrstu íbúðina 15. október næstkomandi. „Það er samkvæmt plani en það verður samt sem áður eftir frágangur að utan og vinna við klæðningu,“ segir hann. Verkefnið er með því stærsta sem fyrirtækið hefur tekið að sér og skapað fjölda manns atvinnu. „Ég myndi skjóta á að við séum búin að vera með 15-18 kalla við blokkina síðan við byrjuðum í maí á síðasta ári,“ segir Ragnar og bætir við að umsvifin við blokkina minnki eitthvað eftir miðjan október en reiknar með 5-6 manns í vinnu við verkefnið þar til yfir líkur, framundir mars.
Lesa meira

Nokkur orð um afmælisþátt Akureyrar á Rás 2

Lesa meira

„Skemmtilegt og spennandi" segir verslunarstjóri H&M

Ný verslun H&M opnaði á Glerártorgi í morgun og er þetta fyrsta verslunin utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunin spannar 2000 fermetra rými. Verslunarstjórinn er Edda Bjarnadóttir og segir hún opnun verslunarrisans hér í bænum vera stóra stund. „Já ég held að það sé óhætt að segja það og við vonum að viðskiptavinir upplifi að með þessu komi eitthvað nýtt til Akureyrar. Við erum að bjóða uppá tísku og gæði á frábæru verði á sjálfbæran hátt og ég trúi því að þetta sé eitthvað sem heimamenn muni meta. H&M snýst líka um að skemmta sér með tísku og líða vel og þessi jákvæði viðburður er vonandi góður fyrir íbúa Norðurlands,“ segir Edda. „Við erum með verulegan fjölda af vörum, mikið úrval af mismunandi deildum og við munum örugglega
Lesa meira

Hvetja til framsýni í barneignum

Lesa meira

Svaðilför á topp Hraundranga

Hjónin Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á Akureyri gerðu sér lítið fyrir og klifu Hraundranga í Öxnadal í síðustu viku undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Alls tók ferðin átta og hálfan klukkutíma. Hraun­drangi er 1.075 m hár og var fyrst klifinn árið 1956. „Maður er ennþá að vinna úr tilfinningunum eftir þessa ferð,“ sagði Sævar þegar Vikublaðið sló á þráðinn til hans tveimur dögum eftir afrekið. „Ég viðurkenni það alveg að ég hef aldrei verið eins hræddur í lífinu og þarna. Kvöldið áður var ég alveg lystarlaus af stressi og íhugaði að hætta við. En Jökull talaði mig til og við héldum okkar striki og sem betur fer, því þetta var alveg magnað.“
Lesa meira

Landeldi við Skjálfanda gæti skapað 10-12 störf

Víkurskel ehf. vinnur að því að kanna hagkvæmni þess að byggja upp landeldi á ostrum á Húsavík. Reynslan hefur sýnt að eftirspurn eftir ferskri ostru er mikil bæði hér á landi og erlendis. „Sælkerar heimsins eru margir hverjir sólgnir í ostruna sem hluta af gourmet matarupplifun. Með landeldi er hægt að hafa fulla stjórn á mikilvægum umhverfisþáttum sem ráða miklu um vöxt og gæði ostrunnar eins og vatnshita, seltustigi, sem og magni og samsetningu næringar. Til að tryggja rétta næringu þarf einnig að rækta þörunga í fæðu fyrir ostruna,“ segir Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri í samtali við Vikublaðið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri þar sem mikilvæga sérfræðiþekkingu er að finna. Það á bæði við um ostruræktina sjálfa en ekki síður þekkingu á þeim þörungategundum sem ostran nærist á og vaxtarskilyrði þeirra. Einnig styður SSNE, áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, verkefnið með ýmsum hætti. „Nú er unnið að gerð viðskiptaáætlunar um landeldið ásamt undirbúningi að tilraunaræktun í landi sem stefnt er að því að hefja í september. Tilraunaræktunin mun standa í 4-6 mánuði. Þar verða ostrur ræktaðar mismunandi aðstæður í lokuðum kerfum til að finna bestu vaxtarskilyrðin. Sú reynsla verður svo nýtt sem grundvöllur að þróun landeldis í fullri stærð,“ útskýrir Snæbjörn
Lesa meira