Í kjölfar viðtals sem Vikublaðið tók við Kristínu S. Bjarnadóttur og birt var í blaðinu og á vef á dögunum hefur hefur nokkuð verið um það að okkur hafi borist skilaboð gegnum Facbook frá fólki í neyð á Gaza. Lýsingarnar eru sláandi og gefa mynd af stöðu sem mjög erfitt er fyrir okkur sem höfum áhyggjur af snjókomu í september að ímynda okkur hvernig sé.
Ein af þeim sem hefur sent okkur skilaboð er May Ashqar gift kona og móðir. May Ashqar kýs að skrifa okkur að mestu í þriðju persónu og er það gott og vel.