Fréttir

Hvað er að vera læs?

Fyrir áhugasöm þá munu Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) standa fyrir læsisráðstefnu sem er gott innlegg inn í þann fjölda hugrenninga sem vakna þegar læsi ber á góma.

Lesa meira

Brostnir draumar og óbilandi von - Með kveðjum frá Gaza

Í kjölfar viðtals sem Vikublaðið tók við Kristínu S. Bjarnadóttur og birt var í blaðinu og á vef á dögunum hefur hefur nokkuð verið um það að okkur hafi borist skilaboð gegnum Facbook frá fólki í neyð á Gaza. Lýsingarnar eru sláandi og gefa mynd af stöðu sem  mjög erfitt er fyrir okkur sem höfum áhyggjur af snjókomu  í september að  ímynda okkur hvernig sé.

Ein af þeim sem hefur sent okkur skilaboð er May Ashqar gift kona  og móðir.  May Ashqar kýs að skrifa okkur að mestu í þriðju persónu og er það gott og vel.

 

Lesa meira

Samhljómur um mikilvægi beins millilandaflugs

Mikill samhljómur er um mikilvægi þess að halda áfram að byggja upp beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll auk þess að tryggja áframhaldandi vöxt þess sem komið er. 

Lesa meira

,,Fylgist vel með veðurspám og takið mark á þeim“

Fyrst gul en svo appelsínugul viðvörun, ófærð á fjallvegum, slydda jafnvel snjókoma í byggð  er það sem veðurspár boða.   Það verður  kalt  og risjótt veður út vikuna. 

Lesa meira

Nýr Hleðslugarður ON á Glerártorgi

Orka náttúrunnar hefur opnað Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.Á stöðvunum er góður upplýsingaskjár og hægt er að velja leiðbeiningar á íslensku sem og öðrum tungumálum. Í Hleðslugarðinum var aðgengi fyrir öll haft í algeru fyrirrúmi segir í frétt ON.

Lesa meira

Skítaveður framundan

Það er óhætt að segja að eftir ágætisveður s.l. daga snúist heldur betur til hins verra  og er útlit fyrir kulda, ringingu eða slyddu,  og snjókomu til fjalla út komandi viku!

 

Lesa meira

Nýtt byggingasvæði við Lónsá í Hörgársveit Lóðir fyrir tæplega 40 íbúðir verða í boði

Góður gangur er í byggingu íbúða í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit en þar hefur fjöldi íbúða verið reistur undanfarin ár. Íbúar í hverfinu eru um 340 talsins um þessar mundir. Unnið er að því að skipulegga ný svæði til að unnt verði að bæta við lóðum undir nýjar íbúðir. Eins hefur áhugi fyrir að byggja á Hjalteyri aukist og lóðum þar verið úthlutað.

Lesa meira

Vinna við Leirustíg gengur vel

„Verkið gengur vel, það hefur verið mikill kraftur hjá verktakanum síðstliðinn mánuð og þetta skotgengur,” segir Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá Umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar um nýjan göngu- og hjólastíg sem unnið er að við Leiruveginn.

Lesa meira

Árangur Völsungs gæti kallað á uppbyggingu

Karla og kvennalið Völsungs í fótbolta hefur verið að gera afar góða hluti í 2. deild í sumar og eru í bullandi baráttu um að vinna sér sæti í 1. deild að ári

Lesa meira

Tungumálakennsla er sértæk kennsla

Margir faglegir leiðtogar skóla líta ekki á tungumálanám sem sértækt nám. Þeir búa ekki vel að tungumálakennslu í þeim skólum sem þeir fara fyrir. Samt skipta tungumál miklu máli á komandi árum fyrir nemendur.

 

Lesa meira