Fréttir

Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Lesa meira

Undirbúa hátíðarhöld á sjómannadegi

„Það er mikill hugur í okkur sjómönnum að halda áfram að endurvekja hátíðarhöld Sjómannadagsins, degi sem við í árafjöld börðumst fyrir að yrði lögboðin frídagur okkar. Það tókst vel til í fyrra með að færa þau út í Sandgerðisbót, sem er falin perla í bænum, stærsta smábátahöfn landsins þar sem  hafnaryfirvöld og Akureyrarbær hafa skapað frábæra aðstöðu fyrir trillusjómenn,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleirum vinnur að undirbúningi dagskrár vegna Sjómannadagsins um aðra helgi.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju n.k. laugardag

Kvennakórinn Embla flytur verkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen ásamt einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Með kórnum spila hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri, hljómborðshljóðfæri, gítar, flautur og slagverk og stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Fyrsti hverfisfundur ársins

Í gær fór fram í Brekkuskóla fyrsti hverfisfundur ársins í Akureyrarbæ og var hann einkum ætlaður íbúum Neðri-Brekkunnar og Innbæjar þótt allir væru að sjálfsögðu velkomnir. Ágætlega var mætt á fundinn og umræður nokkuð líflegar.

Lesa meira

Útskrift nemenda úr Sjávarútvegsskóla GRÓ

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fór fram miðvikudaginn 15. maí í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði. Í ár voru 10 af þessum nemendum við Háskólann á Akureyri frá janúar til maí. Starfsfólk HA, Fiskistofu og Háskóla Íslands kenndu þeim og leiðbeindu í lokaverkefnum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira

Sumaropnun í Hlíðarfjalli í júli og fram í september.

Þrátt fyrir að enn sé heldur vetrarlegt um að litast í Hlíðarfjalli þá er nú þegar farið að huga að sumaropnun fyrir útivistarfólk í Fjallinu.

Lesa meira

Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.

Lesa meira

Fiðringsbikarinn til Húsavíkur

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í s.l. viku. Níu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Svik fara ekki í sumarfrí

Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli  á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.

Lesa meira