Fréttir

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar um viðtal Vikublaðsins við Teit Guðmundsson

Viðtal Vikublaðsins í gær við Teit Guðmundsson forstjóra Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri hefur vakið mikla athygli.  Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gerir viðtalið að umfjöllunarefni í stöðufærslu á Facebook og er greinlega hugsi.

Lesa meira

Mömmur og möffins flytja sig á Ráðhústorg

„Það kom fram hugmynd um að færa viðburðinn úr Lystigarðinum og niður á Ráðhústorg til að virkja betur það mannlíf og fjör sem er í miðbænum,“ segja þær Bryndís Björk Hauksdóttir og Sigríður Pedersen sem halda um stjórnartauma á viðburðinum Mömmur og möffins í ár. Viðburðurinn er jafnan á laugardegi um verslunarmannahelgi og frá árinu 2010, utan tvö kóvid ár, hefur hann verið í Lystigarðinum.

Lesa meira

Formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands vill að Isavia fjármagni verkefni við Flugklasa

„Með fullri sanngirni má spyrja sig að því hvort sveitarstjórnir á Norðurlandi eigi að fjármagna flug á Norðurland frekar en sveitarfélögin á suðvestur-horninu greiði til flugverkefna í Keflavík,“ sagði Viggó Jónsson formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var í Hrísey. Þar sem hann gerði m.a. flugmálin að umtalsefni, umrót og áfangasigra á þeim vettvangi.

Lesa meira

Höldur fagnar 50 árum og býður til afmælishátíðar

Höldur ehf. fagnar 50 ára afmæli í ár og í tilefni þeirra tímamóta verður blásið til afmælishátíðar fyrir alla fjölskylduna nú á laugardag, 15. júní. Hátíðin fer fram hjá bílasölu fyrirtækisins að Þórsstíg 2 og stendur yfir á milli kl. 13 og 16.

Tónlistarmennirnir KK og Birkir Blær troða upp, auk þess sem DJ Lilja heldur uppi fjörinu. Þá fer fram glæsileg bílasýning, hoppukastalar verða í boði fyrir börnin, Blaðrarinn mætir á svæðið og gerir ýmsar fígúrur úr blöðrum auk þess sem hægt verður að vinna glæsilega vinninga í skemmtilegum gjafaleik. Boðið verður upp á ýmsar veitingar, grillaðar pylsur, ís fyrir börnin, auk veglegrar afmælistertu.

Lesa meira

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nær óbreyttur frá fyrra ári og efnahagur stendur sterkum fótum

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

Lesa meira

Bæjarráð samþykkir 700 milljóna uppbyggingu á Þórsvellinum

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti á fundi bæjarráðs í dag drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.

Lesa meira

Hlíð - Margra mánaða tafir á framkvæmdum með auknu álagi á allt kerfið

„Þetta er algjörlega óþolandi staða og bitnar á þjónustu við aldraða, þeim sem síst mega við því,“ segir Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri.

Lesa meira

Átta verkefni hljóta VERÐANDI styrk

Styrkþegarnir bjóða gestum sínum uppá girnilegt konfekt fyrir öll skynfærin og molarnir fylltir fjölbreyttum fyllingum

Lesa meira

Skip sem mættust

Í gær kom farþegaskipið SH Diana bæði til Hríseyjar og Grímseyjar í fallegu veðri. Farþegarnir komu til Grímseyjar snemma dags en sigldu svo yfir til Hríseyjar um miðjan dag.

Lesa meira

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Lesa meira