Börnin á Gaza eru okkar börn - Ræða flutt á Ráðhústorgi Akureyri s.l. laugardag
Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum almannaheillafélagsins Vonarbrúar, tók til máls á útifundinum sem fram fór á Ráðhústorginu á Akureyri s.l. laugardag. Tilgangur félagsins er að koma hjálp beint til ungra fjölskyldna á Gaza en aðdragandann má rekja til þess að alþjóðlegum hjálparstofnunum var vísað út af Gaza og starfsfólk þeirra drepið. Vonarbrú styrkir yfir 70 fjölskyldur eftir þörfum en hefur jafnframt styrkt enn fleiri fjölskyldur með stökum styrkjum.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja eða ganga í félagið má finna á heimasíðu Vonarbrúar, www.vonarbru.is
Ræða Kristínar kemur hér í kjölfarið.