Fréttir

Fyrsta ráðstefnan um álfa og huldufólk sem haldin er hér á landi

„Það eru mörg áhugaverð og spennandi erindi á dagskrá og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem rekur félagið Huldustíg ehf. á Akureyri sem ásamt fjölmörgum öðrum  efnir til ráðstefnum um álfa og huldufólk í Menningarhúsinu Hofi 20. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi. Fjölmargir fyrirlestrar eru á dagskrá auk þjóðlegra skemmtiatriða inn á milli. Nauðsynlegt er að kaupa miða á ráðstefnuna fyrir fram því fjöldi þátttakenda takmarkast við 90 manns.

Lesa meira

Akureyri - Hverfisnefndir lagaðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs

Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til að hafa samráð við íbúa bæjarins í samræmi við aðgerðaáætlun um íbúasamráð felur í sér. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey verða að störfum og gert ráð fyrir auknum stuðingi sveitarfélagsins við þau.

Lesa meira

Akureyri - Eldri borgarar óska eftir frístundastrætó

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til bæjaryfirvalda að komið verði á með frístundastrætó milli félagsmiðstöðvanna Birtu sem er við Lindarsíðu og Sölku í Víðilundi.

Lesa meira

Netöryggi og töfrar með Lalla

Vikuna 15. til 19. apríl mun Lalli Töframaður heimsækja grunnskóla í Akureyri með Snjallvagninn sem er fræðsluverkefni knúið af Huawei og Insight í samstarfi við Heimi og Skóla og SAFT. Snjallvagninum er ætlað að vekja nemendur á aldrinum 10 til 16 ára til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Verkefnið hófst árið 2020 og hefur hingað til frætt yfir 3000 nemendur á höfuðborgarsvæðinu, Sauðarárkróki, Ísafirði, Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og Selfossi. Árið 2022 tóku þrír grunnskólar á Akureyri þátt í fræðslunni. Nú snýr Snjallvagninn aftur til Akureyrar og verkefnið heimsækir sjö skóla þar og einn í Hrísey. Fræðslan í höfuðstað Norðurlands mun standa í eina viku.

Lesa meira

NorðurHjálp fékk húsnæði við Dalsbraut

„Við hlökkum mikið til að taka á móti okkar góðu viðskiptavinum á nýjum stað,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir sem í félagi við stöllur sínar rekur nytjamarkaðinn NorðurHjálp. Starfsemin hófst í lok október síðastliðnum í hluta af fyrrverandi húsakynnum Hjálpræðishersins við Hvannavelli, en samningur rann út nú í byrjun apríl.

Lesa meira

Nýr forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri

Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

Akureyri - Landrisinn-Landvættur fjórþraut

Laugardaginn 13.apríl fer fram Landrisinn-Landvættur fjórþraut. Viðburðahaldari hefur einnig tekið sér það leyfi að krýna sigurvegarann sem Íslandsmeistara í fjórþraut þar sem að þetta er eina fjórþrautin sem fram fer hér á landi.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit lækkar gjaldskrár

Vegna áskorunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að gjaldskrár er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu hækki ekki umfram 3,5% á þessu ári hafa gjaldskrárlækkanir verið samþykktar á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Gjaldskrár sveitarfélagsins hækkuðu um 7.5% um áramót en sveitarstjórn gaf það út í janúar að hún væri reiðubúin að endurskoða og lækka gjaldskrár og styðja þannig við þjóðarsátt.

Lesa meira

Berjumst fyrir okkar málefnum, en til þess þurfum við og okkar samtök að glaðvakna.

Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um kjör okkar eldri borgara og hvernig við séum afskipt þegar kemur að kjarabótum. 

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á sunnudag

Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu til Akureyrar þetta árið næsta sunnudag, 14. apríl. Samkvæmt bókunum er gert ráð fyrir að 196 skip komi til bæjarins í ár, það síðasta um mánaðamótin september október.

Lesa meira