Barn er fætt í heimahúsi
Nokkur aukning hefur orðið á tíðni heimafæðinga hér á Íslandi á síðastliðnum árum. Árið 1990 voru aðeins tvær skráðar heimafæðingar á landsvísu en árið 2021 voru þær 157 talsins. Inga Vala Jónsdóttir hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2003 og síðar meir einnig sem brjóstagjafaráðgjafi og sem heimaljósmóðir. Ingu Völu þykir bersýnilega vænt um starfið sitt og skjólstæðinga eins og lesa má úr viðtalinu sem undirrituð tók við hana á dögunum.