Listasafnið á Akureyri: Almenn leiðsögn og fjölskylduleiðsögn um helgina
Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek-Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.