Fréttir

Tökum höndum saman og hreinsum bæinn eftir veturinn

Vorhreinsun sveitarfélagsins er í fullum gangi. Opin svæði eru hreinsuð ásamt því að götur, gangstéttar og stígar eru sópaðir og þvegið er af miklum krafti.

Lesa meira

Kynning - Dagar stækka við sig á Norðurlandi

Fyrirtækið Dagar, sem sérhæfir sig í ræstingum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum, flutti nýverið í stærra húsnæði að Furuvöllum 7. Dag­ar eru fram­sækið en rót­gróið fyr­ir­tæki þar sem starfa tæp­lega 800 manns og starfsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu; í Garðabæ, á Selfossi og á Akureyri.

Lesa meira

Lokaorðið - Mæður allra alda

Það styttist trúlega í þriðju heimsstyrkjöldina, og þó er býsna stutt síðan þeirri síðustu lauk, elsta kynslóðin man þá tíma vel.

Lesa meira

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrar - Blöndulína 3 þrengir að landlitlu sveitarfélagi

„Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni Akureyrarbæjar, enda ljóst að umrædd lína þrengir að því landlitla sveitarfélagi sem Akureyrarbær er, getur hindrað vöxt þess og er líkleg til að rýra gæði þeirrar byggðar sem fyrir er,“ segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar, en á fundi ráðsins voru lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

Lesa meira

Heiðurviðurkenningar Akureyrarbæjar

Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni nafnarnir Þorsteinn Pétursson, Steini Pje, fyrir óeigingjarnt framlag sitt til varðveislu og nýtingar eikarbátsins Húna II, og Þorsteinn E. Arnórsson, fyrir mikilsvert framlag til varðveislu iðnaðarsögu Akureyrar og reksturs Iðnaðarsafnsins á Akureyri.

Lesa meira

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna 2023-24

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur að Varmá í Mosfellsbæ í dag.  Stelpurnar okkar  lentu 2-0 undir í hrinum en sneru enn einum leiknum sér í vil og standa uppi sem Íslandsmeistarar þriðja árið í röð!

Lesa meira

Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2024

„Markmiðið er að færa listina út til fólksins. Koma með listina til þess í stað þess að það komi í ákveðna sali eða gallerí til að skoða listaverk,“ segir Jonna Jónborg Sigurðardóttir bæjarlistamaður á Akureyri árið 2024. Hún vinnur að undirbúningi sýningar sem nefnist Ferðalag. Það hefst nú á starfsàrinu og stendur í tvo mánuði. Einnig er hún á fullu við að hanna og útbúa svöng ruslatröll sem prýða munu nokkra rusladalla á Akureyri.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri hafinn.

Sjómannadagurinn var endurvakinn á Akureyri í fyrra og tókst vel til, svo vel að undirbúningur er hafinn fyrir hátíðarhöld á komandi sjómannadag fyrstu helgina i júni.

Lesa meira

Kvarssandur frá PCC gæti orðið að varnargörðum við náttúruvá

Verkefnið Sterk steypa vann fyrstu verðlaun í áskorun PCC Bakki Silicon, á Krubbi-hugmyndahraðhlaupi sem haldið var á STÉTTINNI á Húsavík í mars

Lesa meira

Norðurorka - Leit að leka í hitaveitu með drónum

Dagana  7.-11. maí munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu fyrir hönd Norðurorku.

Að þessu sinni yfir Eikar- og Daggarlundi á Akureyri, í Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshverfi, Kristnes og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri) og á Svalbarðseyri.  

Lesa meira