Vilja byggja fimm hæða íbúðarhús á Gránufélagsgötu 45
Óskað hefur verið eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á lóðinni allt að fimm hæða íbúðarhús fyrir um 25 íbúðir á bilinu 45-70 fm.