Fréttir

Mikil tilhlökkun að flytja aftur heim og að spila fyrir Þór

Eins  og fram kom i fjölmiðlum í gær skrifaði Oddur Gretarsson handboltamaður sem leikð hefur  sem atvinnumaður i Þýskalandi til margra ára undir samning við uppeldisfélag sitt Þór um að leika með liðið félagsins næstu tvö árin.  Vefur Vikublaðsins heyrði í Oddi í kjölfarið.

 

Lesa meira

Minjasafnið hefur tekið við rekstri Iðnaðarsafnsins

Samkomulag milli meirihluta stofnaðila Iðnaðarsafnsins á Akureyri, sem eru Akureyrarbær, Eining-Iðja og Byggiðn - félag byggingamanna, um að fela Minjasafninu á Akureyri að annast rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin var undirritað í dag. 

Lesa meira

Að læra að bjarga sér með takmörkuð úrræði

Á vef SAk er að finna afar fróðlegt viðtal við Jóhönnu Klausen Gísladóttur en hún starfar sem  svæfingahjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu .  Jóhanna hefur tvisvar sinnum heimsótt Gambíu og starfað þar við hjálparstörf og hugur hennar er til þess að gera það að árlegum viðburði hér eftir. 

Viðtalið kemur svo hér  á eftir:

Lesa meira

Mikill liðstyrkur til Þórsara í handboltanum

Oddur Grétarsson sem leikið hefur sem atvinnumaður i handbolta  í Þýskalandi s.l. 11 ár eða svo hefur ákveðið að snúa aftur heim í uppeldisfélag sitt  Þór  og leika með liði félagsins næstu árin.  Oddur sem leikur i stöðu vinstri hornamanns á að baki fjölda landsleikja fyrir Ísland og kemur með mikla reynslu  og gæði í Þórsliðið.

Lesa meira

Kisukot enn rekið á heimili við Löngumýri

„Ég hef ekki heyrt í neinum síðan í byrjun desember,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot á heimili sínu í vel yfir áratug. Akureyrarbær hefur lýst yfir mögulegum stuðning við starfsemina um rekstur kattaathvarfs í bænum. Sex sveitarfélög í landinu styðja við slíka starfsemi, m.a. í formi húsnæðis, hita, rafmagns og fleira sem til þarf við rekstur af því tagi.

Lesa meira

Fyrsta sérhannaða heilsugæslustöðin á Akureyri tekin í notkun

„Það er almenn ánægja með útkomuna, þetta verkefni hefur tekist einstaklega vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en ný heilsugæslustöð í Sunnuhlíð á Akureyri var formlega tekin í notkun fyrr í vikunni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var viðstaddur opnun, ásamt nokkrum þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarfólki og öðrum gestum. Luku viðstaddir lofsorði á hvernig til hefur tekist.

Jón Helgi segir að um sé að ræða fyrstu heilsugæslustöðina á Akureyri sem sérhönnuð er fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Stöðin var starfandi í Amaróhúsinu í miðbæ Akureyri í um það bil fjóra áratugi og hafði löngu sprengt utan af sér það  húsnæði, þannig að þrengsli voru mikil og eftir að mygla greindist í húsinu fyrir nokkrum misserum var hafin leit að nýju húsnæði.

Lesa meira

Norðurorka hlýtur viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum

Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í fjórtánda sinn í Hörpunni þann 29. febrúar síðastliðinn. Á ráðstefnunni sem haldin er árlega er fjallað um öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana frá öllum hliðum.

Rúsínan í pylsuendanum voru Forvarnaverðlaun VÍS en þau hljóta fyrirtæki sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Verðlaunað var í tveimur flokkum og er horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun meðal starfsfólks.

Í flokknum stærri fyrirtæki var Norðurorka í hópi þeirra þriggja fyrirtækja sem tilnefnd voru til Forvarnarverðlauna VÍS og hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum.

Við erum afar stolt og glöð að tilheyra þeim hópi fyrirtækja sem leggur áherslu á öryggi í allri sinni starfsemi og munum halda ótrauð áfram á sömu braut. Gert var myndband í kjölfar tilnefningarinnar þar sem farið er yfir þær ýmsu hliðar öryggismála sem hugað er að í starfseminni.

Horfa á myndband

 
Lesa meira

Götuhornið - Iðrandi sveitapiltur

Ég hef átt erfitt með svefn eftir að ég sendi götuhorninu bréfið sem var birt í síðustu viku. Eftirá að hyggja var það ekki alveg nógu nærgætið.  Mig grunaði að einhver kynni að hafa komist í uppnám vegna þess og allir vita að það að skrifa eða segja eitthvað sem kemur einhverjum í uppnám er grafalvarlegt ódæði.  Ég sendi þess vegna annað bréf og ég vona að Gunni birti það líka.  Í þessu bréfi ætla ég bara að skrifa um það sem er vel gert í bænum sem ég er að brasa við að inngildast.

Lesa meira

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Lesa meira

Forvarnir hafa margar myndir og geta haft áhrif á allt samfélagið.

 Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina.

Lesa meira