Húsnæðismál og kjör ofarlega á baugi
Allir hópar sem taka þátt í starfsemi félagsmiðstöðvanna Birtu og Sölku á Akureyri kvarta yfir plássleysi og þungum húsgögnum. Þörf er á stærri sal og fleiri félagsmiðstöðvun. Það er góð hugmynd að blanda saman aldurshópum en virkar ekki alltaf í framkvæmd. Því þarf að gæta að mismunandi þörfum eftir því hver aldur hópanna er.