Íbúum fjölgar á Norðurlandi eystra
Samkvæmt tölum úr Þjóðskrá fjölgaði fólki á Norðurlandi eystra frá 1 des. sl. til 1 júni s.l um 157 manns eða um 0,5%. Þetta er sama fjölgun og var á landsvísu á sama tima.
Samkvæmt tölum úr Þjóðskrá fjölgaði fólki á Norðurlandi eystra frá 1 des. sl. til 1 júni s.l um 157 manns eða um 0,5%. Þetta er sama fjölgun og var á landsvísu á sama tima.
Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hefur ráðið Bjarka Björnsson sem forstöðumann fjármögnunar og fjárstýringar og Axel Valdemar Gunnlaugson í starf forstöðumanns upplýsingatækni.
Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Skúla Lórenz Tryggvasyni sem óskaði eftir svæði til að setja upp litaboltavöll (e. paintball).
Àrlega hőldum við sjómannadaginn hátíðlegan. Við hugsum til sjómanna, sem finnast í flestöllum ef ekki öllum íslenskum fjölskyldum, heiðrum þá og gleðjumst með þeim. Það er misjafnt hve mikinn þátt fólk tekur í þessum hátíðarhöldum. Sumir fylgjast vel með dagskrá hátíðarhaldanna, á meðan aðrir láta sér nægja eitthvað betra með kaffinu.
Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Ríki sem þar eiga hagsmuna að gæta þurfa að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við öðrum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi, samfélögum og opnun skipaleiða – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.
Ég er enn í sjokki. Taugaáfalli. Og tilefnið, Jú, í gær varð ég barni að bana – næstum því. Veit ekki enn hvaða kraftaverk kom í veg fyrir þá miklu óhamingju. Öskur eða eitthvað sem undirmeðvitundin skynjaði - þótt augað sæi ekki. Tildrögin. Ég var að koma niður Krákustíg hjá Amtsbókasafninu þegar eitthvað skaust á örskotshraða fyrir steyptan garðvegginn, niður gangstéttina með fram Oddeyrargötu.
Á síðustu 20 árum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um tæp 100 þúsund eða um þriðjung (33%). Langstærstur hluti þessar fjölgunar hefur átt sér stað á suðvesturhorni landsins. Ef skoðuð er íbúaþróun í þeim sveitarfélögum sem í dag mynda sveitarfélagið Þingeyjarsveit, en voru fyrir aldarfjórðung 6 hreppir, kemur upp ólík mynd. Þann 1. janúar 2005 töldu sveitarfélögin (þá þrjú) 1.399 manns en þann 1. janúar sl. bjuggu 1.453 Þingeyjarsveit. Því hefur íbúum fjölgað hér um tæp 4% á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um þriðjung.
Tveir styrkir komu í hlut Akureyrarbæjar við úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamanna, samtals um 46 milljónir króna.
GeoSilica færir út kvíarnar og hefur starfsemi í nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunar á Þeistareykjum komandi haust. Fyrirtækið hefur samið við Landsvirkjun um leigu á húsinu, afhendingu auðlindastrauma á Þeistareykjum og samstarf til næstu áraSamstarfið markar upphaf fjölnýtingar á Þeistareykjum til framtíðar.
Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Garðars er afar öflug
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri fékk á dögunum einstaka gjöf þegar nemendur í 5., 6. og 7. bekk Síðuskóla ákváðu að leggja 550.000 krónur inn á styrktarreikning deildarinnar. Upphæðin safnaðist með sölu á handverki og veitingum sem nemendur stóðu fyrir á Barnamenningarhátíð í apríl.
Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri, en alls bárust um 2.340 umsóknir að þessu sinni. Þetta er um 15% aukning frá síðasta ári og rúmlega 8% aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann.
Kjarnafæði Norðlenska gekk frá kaupum á sláturhúsi, kjötvinnslu og verslun B. Jensen í seinustu viku.
Samningur milli HN og verktakafyrirtækisins Húsheildar/Hyrnu um byggingu fyrsta hússins á Torfunefssvæðinu hefur verið undirritaður og markar ákveðin skref í uppbyggingu svæðisins.
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
Felix Mendelssohn (Bartholdy) er talinn hafa verð einn mesti tónsnillingur allra tíma. Undrabarn sem á sinni stuttu 38 ára æfi samdi eina fallegustu tónlist veraldar. Jafnvel önnur tónskáld kölluð hann "hinn nýja Bach" m.a. Liszt, Schumann og Berlioz.
Ný og endurbætt A-álma hefur verið tekin í notkun í Glerárskóla. Gestum bauðst að líta á þær heilmiklu breytingar sem gerðar hafa verið á álmunni, en húsnæðið hefur verið endurnýjað á þann hátt að miklar breytingar hafa verið gerðar á vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks.
Afköst í fiskvinnsluhúsum Samherja dragast verulega saman þegar keyptur er afli af strandveiðibátum til vinnslu. Starfsmaður sem hefur unnið í tæpa fimm áratugi hjá Útgerðarfélagi Akureyringa segir sláandi mun á gæðum hráefnis frá smábátum og togurum sem veiða á djúpslóð. Bónusar fiskvinnslufólks lækka þegar unninn er afli frá smábátum því mun tímafrekara er að verka fiskinn.
Vísir birti nýlega frétt um nýútkomna skýrslu Viðskiptaráðs þar sem fjallað er um uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Sá sem fréttina ritar kýs að reyna að fá fleiri „smelli“ með því að leggja skýrsluhöfundi orð í munn eins og að kalla opinbera starfsmenn „slúbberta“.
Akureyrarbær hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig lóðum við Þursaholt verður úthlutað. Umsókn Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK sem sótti um lausar lóðir á svæðinu var því hafnað.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að bæjarstjórn samþykki tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2018-2030. Í greinargerð segir að gert sé ráð fyrir að uppbygging hefjist fyrst á svokölluðum Tjaldsvæðisreit auk þess sem unnið verði að undirbúningi uppbyggingar til blandaðrar landnotkunar á Akureyrarvelli.
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða greiðsluþátttöku vegna sjúkradvalar innanlands og tryggja, til dæmis með greiðsluþaki, að kostnaður sjúklings og aðstandenda vegna nauðsynlegrar dvalar á sjúkrahóteli sligi ekki fólk af landsbyggðinni.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi fyrr i kvöld frá sér eftirfarandi athugasemd:
Listmeðferð hefur á undanförnum árum vakið aukna athygli sem áhrifarík aðferð til að bæta líðan og efla nám. Ein af frumkvöðlum á þessu sviði er Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og rannsakandi, sem hefur þróað og kennt listmeðferð í yfir þrjá áratugi.