Sótt um rekstur ölstofu í fyrrum apóteki
Sótt hefur verið um leyfi til reksturs ölstofu á neðstu hæð Hafnarstrætis 95 við göngugötuna á Akureyri. Þar hefur um árabil verið rekið apótek,m.a. Stjörnuapótek í eina tíð og síðar Apótekarinn, en því var lokað nú nýverið.