Aldrei fleiri stúdentar við Háskólann á Akureyri
„Nýnemadagar eru einn af mínum uppáhalds dögum hér í HA. Það er alltaf svo mikil tilhlökkun í loftinu, bæði hjá okkur sem erum fyrir og hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu geggjaða samfélagi. Ég man sjálf vel hversu spennandi það var að byrja hér og hvað það skipti mig miklu að finna strax fyrir hlýjunni og samheldninni sem einkennir HA,“ segir Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri um næstu viku.