Akureyri - Móða yfir mörkum, ekki gulllituð þó
Mikil loftmengun hefur verið í firðinum okkar fagra frá því í gærkvöldi og allar tölum um loftgæði eldrauðar. Fagfólki ber reyndar ekki saman um það hvort hér sé um að ræða mengun frá eldgosinu á Suðurnesjum eða hvort þetta sé loft sem ættað er frá Evrópu.