
Eftirspurn eftir lóðum fyrir frístundahús og íbúðir á Hjalteyri
Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að hefja vinnu við fjölgun frístundalóða í landi þess á Hjalteyri og einnig að skoða uppbyggingu á tjaldsvæði. Fjallað var um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri á fundi sveitarstjórnar.