Hreinsunarátak Norðurorku skemmtileg hefð
Með hækkandi sólu kemur í ýmislegt í ljós, á milli trjáa og ofan í skurðum. Glaðlegir túnfíflar, spriklandi köngulær, skærgrænt gras - og því miður oft talsvert rusl. Þá er kjörið tækifæri til að taka höndum saman og hreinsa til, áður en grasið hækkar og runnarnir þéttast.