Fréttir

112 dagurinn er í dag

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.

 

Lesa meira

Haltu kjafti!

Þegar kona neitar að þegja og vera sæt þá finnur veröldin leið til þess að segja henni að halda kjafti. Til þess var notaður félagsdómur sem úrskurðaði verkfallið ólöglegt (3 á móti 2).Þegar kona fær þau skilaboð verkar það algjörlega öfugt á hana. Í sorg, reiði og vanmætti sínum ákveður hún að standa keik í svörtum sorgarklæðum, í vinnu sinni daginn eftir og alla daga þar til samið verður við okkur. Hún fær aðra í lið með sér, því öðrum kennurum líður eins.

 

Lesa meira

Framsýn styrkir Ungmennafélagið Bjarma

Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal hefur fjárfest í skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn. Land og Skógur, sem hefur yfirumsjón með Vaglaskógi hefur tekið að sér að sjá um sporann, troða brautir, grisja og huga að öðru sem tryggir að allar aðstæður verði til fyrirmyndar. Nýi búnaðurinn mun gjörbreyta aðstöðu fyrir skíðagöngufólk og annað útivistarfólk sem sækja skóginn heim yfir vetrartímann.

 

Lesa meira

Þarf að vinna í samböndum?

Parsambönd eru merkileg, ólíkar manneskjur með ólíkan bakgrunn, áhugamál, skoðanir og tilfinningar finna merkingu í einhverju sameiginlegu og ákveða að eyða lífinu saman. Þó það sé ekki alltaf svo að parsamband endist lífið á enda þá einhvers staðar í byrjun sambandsins myndast rót og hugmyndir að framtíðarsýn. Framtíð sem inniheldur þessa nýju og spennandi manneskju. Parsambönd geta verið falleg, heilbrigð og uppbyggileg. Þau geta hins vegar líka verð erfið, stormasöm og leiðinleg. Það er eðlilegt að fólk í parsamböndum upplifi hvoru tveggja, fegurð og erfiðleika. Það er ekki endilega annað hvort eða. Í erfiðleikum getur falist tækifæri til þess að vinna saman í lausnaleit, ná dýpri tengingu og hlúa að því sem skiptir máli.

 

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands - Óskar tilboða í byggingu þjónustuhúss

Hafnasamlag Norðurlands hefur óskað eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss á Torfunefsbryggju.

Lesa meira

Akureyrarbær - Kröfur afskrifaðar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að afskrifa kröfur sem að mestu eru frá árinu 2021 og eldri.  Jafnframt eru um að ræða nokkrar yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.

Lesa meira

Uppbygging 5 fjölbýlishúsa við Miðholt

Skipulagsráð Akureyrar tekur jákvætt í tillögu sem fyrir liggur varðandi uppbyggingu á lóðum við Miðholt 1 til 9 en umrædd tillaga er fram sett til að koma til móts við athugasemdir sem bárust og ótta við aukna umferð um götuna. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verði frá Langholti en ekki um Miðholt.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Bergur Þór Ingólfsson

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sagnadýrið. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mikilvægi leikhússins í nútímasamfélagi þar sem varpað er fram fullyrðingunni „Manneskjan þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk, annars veslast hún upp og deyr“. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Samstöðuganga kennara á Akureyri

Aðildarfélög KÍ á Norðurlandi standa fyrir samstöðugöngu í dag kl. 19 Með göngunni vill félagsfólk KÍ þrýsta á stjórnvöld með að gengið verði frá kjarasamningum við kennara.

Lesa meira

Fullt út úr dyrum fyrstu helgina

Nýr veitingastaður opnaður á Húsavík

Lesa meira

Frá sveitaþorpinu Gurb til Akureyrar og að lokum Brussel

Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Stórkostlegt þegar fólk óhlýðnast kvíðanum og tekur af honum valdið

„Ég ákvað 14 ára að verða sálfræðingur,“ segir Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir sem tók við stöðu yfirsálfræðings hjá Heilsu-og sálfræðiþjónustunni á Akureyri um áramót. Man ekki alveg nákvæmlega af hverju hún var svona staðráðin í því en er ánægð með þessa þrjósku í dag og hafa haldið ákvörðuninni til streitu.Hún er Akureyringur að upplagi, flutti heim á ný þegar henni bauðst að taka við stöðunni. Flutningur norður hafði verið á döfinni um skeið en ekki af honum orðið. Það sem ef til vill gerði útslagið var að yngsti sonur hennar, Víðir Jökull skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Þórs þar sem hann er nú markmaður

Lesa meira

Fjólublár bekkur

Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabilun hefur verið komið fyrir við göngustíginn meðfram Drottningarbrautinni, nokkru norðan við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.

 

Lesa meira

Voigt Travel flýgur tíu ferðir til Akureyrar í vetur

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.

 

Lesa meira

Eins og þú, í Borgarhólsskóla

Ágúst Þór Brynjarsson tróð upp fyrir nemendur

Lesa meira

Krefst þess að velferðarnefnd alþingis verði kölluð saman vegna lokunnar flugbrautar.

Njáll Trausti Friðbertsson (D) hefur óskað þess í erindi til Guðmundar Inga Kristinssonar (V) formanns velferðarnefndar alþingis að nefndin komi saman til fundar hið fyrsta til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem blasir við í tengslum við lokun á lendingar á flugbraut 13/31 á Reykjavíkurflugvelli. Lendingarbannið tekur að öllu óbreyttu gildi á miðnætti í kvöld.

Lesa meira

Framsýnarfélagar telja hag sínum best borgið austan Vaðlaheiðar

Framsýn stéttarfélag hefur tekið til umfjöllunar hugmyndir Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi í eitt 18 þúsund manna stéttarfélag. Hugmyndirnar eru settar fram í bréfi til aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands í nóvember í fyrra. Framsýn hefur fjallað ítarlega um erindið á fundum í félaginu.

 

Lesa meira

Sýndu kraft með prjóni Amtsbókasafnið á morgun laugardag

Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.

 

Lesa meira

Gervigreindin og háskólar - útgáfa bókar

Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.

 

Lesa meira

Þegar allt er orðið hljótt, já eða svo gott sem

Veðrið sem hér hefur geisað s.l sólarhring er loks að slota og má fullyrða að flestir fagni því. Starfsfólk Norðurorku hefur haft í mörg horn að líta og ekki gefið neitt eftir.

 

Lesa meira

Krefjast tafarlausra viðbragða vegna lokana á flugbrautum Reykjavikurflugvallar

Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi en að henni standa  Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair, sendi frá sér mjög harða yfirlýsingu ný síðdegis vegna þeirrar stöðu sem við blasir á Reykjavíkurflugvelli með lokun ,,tveggja flugbrauta, 13 – 31, í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Þann 6. febrúar síðastliðinn var svo tilkynnt að innan 48 klukkustunda verði flugbrautunum lokað fyrir allri flugfumferð, burtséð frá birtuskilyrðum. Sú lokun mun því taka gildi laugardaginn 8.febrúar."

Lesa meira

Viðbúnaður og í mörg horn að líta hjá starfsfólki Norðurorku

Nú er aftakaveður aftur skollið á og staðan orðin þung víða. Áskoranir dagsins eru af ýmsu tagi og snúa að öllum veitum fyrirtækisins. Neyðarstjórn var virkjuð og mönnuð í gærkvöldi og er það enn í dag og starfsfólk Norðurorku hefur síðan í gær unnið hörðum höndum að því að tryggja órofinn rekstur.

 

Lesa meira

Veðrið hefur áhrif á dreifingu Vikublaðsins og Dagskrár

Ljóst er að veðrið mun setja svip sinn á dreif­ingu Vikublaðsins í dag. Blaðið er prentað í Reykjavík og þvi svo flogið hingað norður yfir heiðar. Eins og fólki er kunnugt liggur allt innanlandsflug niðri í rauðri viðvörun sem er í gildi langt fram eftir þessum degi.

 

Lesa meira

Portretttónleikar Hymnodiu - Þorvaldur Örn Davíðsson

Hymnodia flytur úrval verka eftir tónskáldið, organistann og kórstjórann, Þorvald Örn Davíðsson á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju, laugardaginn 8. febrúar kl. 12

 

Lesa meira

Í verkfalli

Jæja þá eru ég og starfsfélagar mínir komin í verkfall! Í fyrsta sinn er ég í verkfalli sem leikskólakennari. Ég fór í verkfall sem grunnskólakennari og hef bæði verið nemandi í framhaldsskóla þegar framhaldsskólakennarar fóru í verkföll og foreldri grunnskólabarns í verkfalli. Og svo hef ég upplifað mörg önnur verkföll. Verkföll eru ekki skemmtileg, þau eru ekki frí! Verkföll eru öllum erfið og það eru alltaf þolendur í verkföllum. Enginn fer í verkfall ,, af því bara.” 

 

Lesa meira

Leik- og grunnskólar opnir á Akureyri í dag

Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.

 

Lesa meira

Vakniði!

Reinhard Reynisson skrifar

Lesa meira