HSN leggur niður heilsueflandi heimsóknir til aldraðra
Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á Akureyri sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur haft á sinni könnu verða lagðar niður 1. ágúst næstkomandi. HSN er með breyttu fyrirkomulagi að forgangsraða sínum verkefnum með því að beina kröftum sínum enn frekar til aldraðra einstaklinga sem í auknum mæli þurfa sérhæfða heilbrigðisþjónustu hvort sem er á heilsugæslu eða í heimahjúkrun. Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með fyrirhugaða breytingu.