Samstarf um nám í heyrnarfræði mun bæta úr brýnni þörf
„Við erum virkilega stolt af þessu samstarfi og teljum að við höfum sýnt það í verki að vandamál þurfa ekki að vera óyfirstíganleg,“ segir Stefán Guðnason forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri, en nám í heyrnarfræði hófst í fyrrahaust í fjarnámi frá Örebro háskólanum í Svíþjóð í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þetta var í fyrsta sinn sem námið er í boði á Íslandi. Einn nemandi hóf nám í fyrrahaust en nú ári síðar eru þeir átta. „Það er gott að fara örlítið út fyrir kassann, það getur leitt til skemmtilegra hluta.“