SÍMEY fagnaði 25 ára afmæli
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY er 25 ára á þessu ári. Þessara tímamóta var minnst í afmælishófi í húsakynnum SÍMEY á Akureyri í gær. Afmælishófið var í beinu framhaldi af ársfundi SÍMEY fyrir árið 2024 en þar kom fram að starfsemin hafi gengið mjög vel á liðnu ári og reksturinn hafi skilað rúmlega 10 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu.