
Bakþankar bæjarfulltrúa - Upplifun
Hvaða tilfinningu viljum við hafa fyrir bænum okkar? Hverju erum við tilbúinn að fórna í þjónustu við allt um lykjandi stefnu nútímans um þéttingu byggðar? Er ásættanlegt að jafnvel gjörbreyta ásýnd einstakra hverfa svo koma megi þar fyrir fleiri íbúðum? Og hvað um herfræðina gegn einkabílnum sem byggir á þeirri fyrir fram gefnu forsendu að mikilvægi hans í daglegu lífi borgarans fari senn mjög þverrandi?