Hin uppsafnaða þekking.
Eftir að ég komst á sjötugsaldurinn hef ég þurft að horfast í augu við það að margt það sem ég áður hafði er farið að minnka og hverfa. Hárin á höfði mér eru næsta fá talsins og þau sem eru þar enn hafa tekið á sig hvítan lit. Líkamlegt þrek er minna og sjónin lítið eitt farin að daprast. Ég tel hins vegar að í stað þessa hafi ég öðlast vitneskju sem aðeins reynslan og tíminn geta fært manni. Stundum er þetta vitneskja sem gengur þvert á það sem spekingar hafa sagt og skrifað um lykil að farsælu lífi.