Boðið er upp á sannkallaða þjóðhátíðarsiglungu með Húna ll í dag
Boðið verður upp á siglingu með Húna II kl. 16.30. Siglt er frá Fiskihöfninni norðan við ÚA, beint neðan við Hagkaup. Siglingin er 45 mínútna löng. Bætt verður við annarri siglingu kl. 17.15 ef þörf verður á.
Fab-Lab smiðjan á Húsavík fékk nýverið rausnarlega gjög frá GPG seafood en fyrirtækið færði smiðjunni stórglæsilega laser skurðarvél sem getur skorið í málma
Þorvaldur er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur undanfarin ár séð um hráefnisstýringu hjá landvinnslum Samherja. Þar áður var hann gæða- og þróunarstjóri félagsins. Þorvaldur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2005.
Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA fór fram við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri 1. desember s.l. en þetta er í 92. sinn sem sjóðurinn veitir styrki. Sjóðurinn var stofnaður árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að fjárhæð tæplega 30 milljónir króna til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og af ýmsum toga og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum.
Árlegt höfundakvöld á Amtsbókasafninu verður fimmtudaginn 4. Desember kl 20:00. Til leiks mæta sex rithöfundar til að kynna bækur sínar. Það eru þau Óskar Þór Halldórsson með bókina Akureyrarveikin, Nína Ólafsdóttir með bókina Þú sem ert á jörðu, Þórunn Rakel Gylfadóttir með bókina Mzungu, Páll Björnsson með bókina Dagur þjóðar, Sesselía Ólafs með bókina Silfurberg og Arna Lind Viðarsdóttir með barnabókina Kvíðapúkinn.
Núna á haustönn hefur nemendafélagið Þórduna selt VMA-peysur og hefur salan gengið vel. Ekki síst hafa bleiku peysurnar runnið út en þegar salan hófst í september sl. ákvað stjórn Þórdunu að allur ágóði af sölu á þeim rynni til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.
Jólatorgið var opnað á laugardaginn þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Opið var frá kl. 15-18 bæði laugardag og sunnudag og verður torgið opið allar helgar fram að jólum.
Ég er trassi í eðli mínu og þakka guði fyrir það! Vegna þessa eiginleika er ég frekar drusluleg í háttum. Ég hef lítinn áhuga á tískufatnaði, endurnýjun húsgagna, bíla, tiltekt eða rétta mataræðinu. Allt sem talið var að prýða mætti góða húsmóður hér í eina tíð er ekki minn tebolli.