
Niðurstöður aðalfundar Kaldbaks ehf
Aðalfundur Kaldbaks ehf. fór fram fimmtudaginn 21. ágúst. Þar var ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 samþykktur. Í tölunum má sjá að rekstur félagsins gekk vel á árinu og afkomu- sem og eignaþróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Kaldbaks. Hagnaður samstæðu Kaldbaks nam rúmum 2,3 milljörðum króna og eigið fé stóð í 36 milljörðum við árslok. Árið áður nam hagnaður samstæðunnar um 9,5 milljarði en á því ári innleysti félagið um 7 milljarða söluhagnað af eignum sínum.