Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon frá UFA er íþróttakarl Akureyrar 2025 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen frá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2025. Sandra María er þar með íþróttakona Akureyrar þriðja árið í röð en Baldvin Þór hlaut nafnbótina síðast fyrir tveimur árum.
Í öðru sæti voru þau Hallgrímur Mar Steingrímsson knattspyrnumaður hjá KA og Julia Bonet Carreras blakkona hjá KA.
Í þriðja sæti voru þau Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður hjá KA og Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona hjá HFA.
Í fjórða sæti voru þau Unnar Hafberg Rúnarsson íshokkímaður hjá SA og Stefanía Daney Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona hjá UFA
og í fimmta sæti voru þau Bjarni Ófeigur Valdimarsson handboltamaður hjá KA og Andrea Ýr Ásmundsdóttir golfari hjá GA.