Niðurstöður aðalfundar Kaldbaks ehf

Aðalfundur Kaldbaks ehf. fór fram fimmtudaginn 21. ágúst. Þar var ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 samþykktur. Í tölunum má sjá að rekstur félagsins gekk vel á árinu og afkomu- sem og eignaþróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Kaldbaks. Hagnaður samstæðu Kaldbaks nam rúmum 2,3 milljörðum króna og eigið fé stóð í 36 milljörðum við árslok. Árið áður nam hagnaður samstæðunnar um 9,5 milljarði en á því ári innleysti félagið um 7 milljarða söluhagnað af eignum sínum.

Lesa meira

Er kominn tími til að láta endur­meta brunabótamatið á þínu hús­næði?

Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu.

Lesa meira

Stjórn Hafnasamlags Norðurlands lýsir yfir miklum vonbrigðum með aflögn strandsiglinga

Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands á dögunum var sú ákvörðun forsvarsmanna Eimskipa að legga niður strandsiglinar til umræðu.

Lesa meira

Afhjúpa líkan af síðutogaranum Harðbak EA

Líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 verður afhjúpað við hátíðlega athöfn nyrst á Torfunefsbryggju á laugardag, 30. ágúst kl. 14. Fyrrum sjómenn á ÚA togurum stóðu fyrir gerð þess, en það smíðaði Elvar Þór Antonsson líkt og fimm önnur líkön sem fyrrverandi togararajaxlar hafa látið smíða af skipum sem gerð voru út af Útgerðarfélagi Akureyringar í áranna rás.

Lesa meira

Eyrarpúkar bjóða til veislu á morgun laugardag

Eyrarfest er ný hverfishátíð á Oddeyrinni, en hún verður haldin hátíðleg á laugardaginn kemur, 30. ágúst. Dagurinn byrjar með fróðlegri gönguferð um Eyrina með Arnóri Blika Hallmundssyni, en mæting er kl. 11.00 á Eiðisvöll.

Lesa meira

Af fótafúnum ferðabílaeigendum og öðrum af sömu sort

Á sumrin held ég mikið til í Borgarfirði og fer þá gjarnan í kaupstaðaferð í Borgarnes þegar mig vantar aðföng.

Lesa meira

Norðangarri býður upp á Landablöndu

Tónlistarhópurinn Norðangarri heldur þrenna tónleika á Norðausturlandi um helgina, 29.-31. ágúst.

Lesa meira

Minningarathöfn í tilefni 150 ára afmælis íslenskra landflutninga til Kanada

Haldin verður hátíðleg minningarathöfn í tilefni 150 ára afmælis íslenskra landflutninga til Kanada á Minjasafninu á Akureyri á laugardag, 30. ágúst frá kl. 13:00 til 14:30.

Lesa meira

Starfs­lok eft­ir um 40 ár í umönn­un

Þær Sigrún Geirsdóttir og Helga Ingólfsdóttir hafa átt farsælan feril í starfi á hjúkrunarheimilum.

Lesa meira

Stólaskipti og spennandi nýjungar hjá Stefnu

Björn Gíslason og Matthías Rögnvaldsson hafa skipt um stóla hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu ehf. Björn, sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðin fimm ár, tekur við sem stjórnarformaður félagsins. Matthías verður á ný framkvæmdastjóri en hann gegndi því hlutverki um árabil. Hann er jafnframt einn stofnenda Stefnu.

Lesa meira

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Hér fer á eftir stórmerkileg fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.

Lesa meira

Merkilegri saga en ég hefði getað ímyndað mér - segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur nýrrar bókar um Akureyrarveikina

„Ástæðan fyrir því að ég réðst í að skrifa þessa bók er fyrst og fremst sú að mér fannst og hefur lengi fundist vanta að segja þessa sögu. Þetta er að mínu mati merkilegur kafli í sögu Akureyrar sem aldrei hefur að fullu verið sagður og jafnframt áhugaverður kafli í sögu heilbrigðismála í landinu. Í gegnum tíðina hef ég í grúski mínu rekist á eitt og annað í tengslum við Akureyrarveikina sem hefur vakið forvitni mína. Fyrir rúmum tveimur árum hugsaði ég sem svo að ef ætti að segja þessa sögu mætti ekki bíða lengur, mikilvægt væri að ná til fólks sem veiktist á sínum tíma og væri enn á meðal vor. Ég hélt því af stað í þessa óvissuför og er núna kominn í höfn. Þetta hefur verið gríðarlega áhugavert og ég hef komist að því að þessi saga er mun merkilegri og teygir anga sína mun víðar en ég hefði getað ímyndað mér,“ segir Óskar Þór Halldórsson um nýja bók sína um Akureyrarveikina.

Lesa meira

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Grein Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, um „nýja sókn í menntamálum“ í síðustu viku vakti athygli mína. Það er jákvætt að menntamál séu sett í forgrunn og rætt um sókn á þessu mikilvæga sviði. Til að hún verði að veruleika þarf hún þó að standa undir nafni, vera raunverulegt framfaraskref og umfram allt nægilega fjármögnuð.

Lesa meira

Akureyrarvaka um helgina Líf og fjör um allan bæ

Mikið líf og fjör verður á Akureyrarvöku sem fer fram um dagana 29. til 30. ágúst.

Lesa meira

Dáumst að forfeðrum þessa staðar

Ágætis aðsókn er yfir sumarmánuðina á Útgerðarminjasafnið á Grenivík. Talsvert fleiri komu við á safninu í júní miðað við sama mánuði í fyrra en svipaður fjöldi gesta sótti safnið heim í júlí. Veður hefur áhrif á aðsókn segir Björn Ingólfsson formaður stjórnar safnsins.

Lesa meira

Endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin

Menntastefna Akureyrarbæjar frá árinu 2020 gildir út árið 2025. Nú er hafin vinna við endurskoðun stefnunnar og ber fræðslu- og lýðheilsuráð ábyrgð á þeirri vinnu í umboði bæjarstjórnar. Stýrihópur hefur verið skipaður og honum sett erindisbréf.

Lesa meira

Umhverfislistaverkið Sókn afhjúpað á Gömlu bryggju á Grenivík

Umhverfislistaverk var formlega afhjúpað á Gömlu bryggju á Grenivík í einmunablíðuá dögunum, hægviðri og hiti fór yfir 20 gráður. Afhjúpunin var í tengslum við árlega Grenivíkurgleði.

Lesa meira

Breyting á leiðakerfi SVA

Áætlun aukavagns á leið 6 (skólavagn) verður seinkað um 15 mínútur frá og með mánudeginum 1. september nk. Vagninn mun leggja af stað úr miðbæ kl. 07:55. Er þetta gert vegna þess að MA seinkaði byrjun skóladags núna, eins og VMA var búin að gera eða til kl. 08:30.  

Lesa meira

120° / ÓMUR í Verksmiðjunni á Hjalteyri - Opnun nk. laugardag kl. 14

Á þessari sýningu verður frumflutt nýtt hljóðverk eftir Áka Ásgeirsson (1975) sem ber heitið 120°.

Lesa meira

Undirritun viljayfirlýsingar um gagnaver á Bakka við Húsavík

Sveitarfélagið Norðurþing og bresk-norska félagið GIGA-42 Ltd. hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Um er að ræða fyrsta fasa á gervigreindarveri á 4,3 hektara lóð með 50 MW raforkuþörf en GIGA-42 þarf að semja við Landsvirkjun um afhendingu rafmagns til verkefnisins. Það voru Bergþór Bjarnason, staðgengill sveitarstjóra Norðurþings og William Tasney forstjóri GIGA-42 sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á Húsavík í morgun.

Lesa meira

HSN frestar byggingu annarrar heilsugæslustöðvar á Akureyri

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti 5 ár.

Lesa meira

„Íslenskur sjávarútvegur er í harðri samkeppni á al‏þ‏‏jóðlegum mörkuðum“

Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa st‎ýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um uppbyggingu gagnavers á Bakka

Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.

Lesa meira

Nemendur 6. bekkjar fara í vettvangsferð á sjó með Húna II

Nemendur í 6. bekk grunnskóla Akureyrarbæjar fara á haustdögum í vettvangsferð á sjó á Húna II EA 740. Það eru Hollvinir Húna II sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fræðslusvið Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Ásta Fönn Flosadóttir ráðin aðstoðarskólameistari við VMA

Ásta Fönn Flosadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara VMA og mun hún hefja störf með haustinu. Ásta var einn fimm umsækjenda um stöðuna, ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði um hæfni.

Lesa meira

Nùvitund

Nokkuð hefur verið fjallað um núvitund og það að allir þurfi að ná tökum á þessar aðferð til að slaka á og núllstilla sig. Stress er fylgifiskur nútíma lífs og stundum verður það svo mikið að fólk hreinlega veikist. Án þess að vera sérstakur sérfræðingur í núvitund hefur mér skilist að galdurinn sé að vera hér og nú, í augnablikinu.

Lesa meira

Ferðafélag Akureyrar og Rafhjólaklúbbur Akureyrar Frábær hjólaferð yfir hrikalegt landslag Siglufjarðarskarðs

„Þetta var frábær ferð, við lifum lengi á henni,“ segir Vilberg Helgason einn forsprakka Reiðhjólaklúbbs Akureyrar um hjólaferð sem farin var um liðna helgi, frá Siglufirði, um Siglufjarðarskarð og Siglufjarðarveg til baka. Ferðafélag Akureyrar efndi til ferðarinnar og sá m.a. um að flutning hjóla milli staða, Akureyrar og Siglufjarðar.

Lesa meira