Sæfari siglir á ný
Sæfari hefur hafið siglingar á ný milli Dalvíkur og Grímseyjar eftir að hafa verið í slipp allan október vegna viðhalds. Fyrsta áætlunarferðin er í dag, með siglingu til Hríseyjar, og á morgun fer fyrsta ferðin til Grímseyjar eftir hléið.