Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp Galdrakarlinn í Oz

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 14. mars. Fjöldi nemenda sem með einum eða örðum hætti tekur þátt í sýningunni er um 100 en nemendur skólans eru í allt um 550. Áhugi á leiklist er mikill í MA og í raun komust færri að en vildu.

 

Lesa meira

OFF - Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssson skrifaði í gærkvöldi færslu á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli. Vefurinn fékk góðfúslegt samþykki frá Þorvaldi til birtingar á skrifum þeim sem hér á eftir koma.

 

Lesa meira

Húsavíkurflug, áskorun til ráðherra.

Baráttuhópur fyrir Húsavíkurflugi (sem samanstendur af fulltrúum Norðurþings, Þingeyjarsveitar, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum, atvinnufyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, HSN í Þingeyjarsýslum, SSNE og Húsavíkurstofu) skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra að tryggja áfram fjármuni á fjárlögum til farþega- og sjúkraflugs um Húsavíkurflugvöll.

Við teljum mjög mikilvægt að haldið sé úti öflugum flugsamgöngum allt árið og að samlegðaráhrif geti verið með öðru innanlandsflugi á Íslandi, m.a. m.t.t. stærðar þeirra flugvéla sem nýttar eru í flugið.

Lesa meira

Framtíðardagar Háskólans á Akureyri Tengsl við atvinnulífið og næstu skref á vinnumarkaði

Háskólinn á Akureyri stendur fyrir Framtíðardögum fimmtudaginn 13. mars. Framtíðardagar gefa stúdentum einstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu. Markmið dagskrárinnar er að veita stúdentum innsýn í störf fyrirtækja sem getur hjálpað þeim að átta sig á því hvað er í boði á vinnumarkaði og að taka næstu skref á starfsferli sínum. Viðburðurinn er öllum opinn en um er að ræða góðan vettvang fyrir einstaklinga sem eru að huga að næstu skrefum hvort sem það er varðandi nám eða í atvinnulífinu. Einnig eru Framtíðardagar góður vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna starfsemi sína.

 

Lesa meira

Tvær nýjar námsleiðir á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri næsta haust.

Næsta haust verður boðið upp á tvær nýjar námsleiðir á meistarastigi við hjúkrunarfræðideild skólans. Leiðirnar sem um ræðir eru hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma og hjúkrun einstaklinga með sykursýki og hefur slíkt sérhæft meistaranám fyrir hjúkrunarfræðinga ekki verið áður á Íslandi.

 

Lesa meira

Fjár­mála­leikar grunn­skólanna – tekur þinn skóli þátt?

Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni.

Lesa meira

Vínbúð lokað í Hólabraut og önnur opnuð við Norðurtorg

Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira

Að komast frá mömmu og pabba

Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar. En stjórnvöld hafa gripið til aðgerða til að auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á fasteignamarkaðinn. Með réttum úrræðum og stefnu sem miðast við raunveruleika fólks er hægt að brjóta niður þessar hindranir og tryggja að fleiri geti eignast sitt eigið heimili. Úrræðin nýtast okkur þó ekki ef við vitum ekki af þeim. Förum aðeins yfir þau úrræði sem standa okkur til boða í dag:

Lesa meira

Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri

„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.

Lesa meira

Optimar og Slippurinn Akureyri efla samstarf sitt

Optimar og Slippurinn Akureyri styrkja tengsl sín með stefnumarkandi samstarfi til að auka samkeppnishæfni og efla stöðu sína bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Þessi samvinna mun skapa ný tækifæri fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini þeirra.

Lesa meira

Lokaorðið - Fnykur

Fyrir nokkrum árum var haldið í bæjarferð, með leikskólabarn og hormónafylltan ungling í aftursætinu. Ferðin gekk vel framan af, rifrildin í aftursætinu með minna móti og enginn bílveikur. Það er varla hægt að biðja um meira. Á miðri Svalbarðsströndinni fer bílstjórinn (Keli) að skammast yfir ógurlegum fnyk í bílnum. Þetta er nú meiri skítaksturinn alltaf hérna á ströndinni, örugglega nýbúið að bera á kúamykju eða hænsnaskít, eða bara hvort tveggja, þvílíkt og annað eins. Unglingurinn ranghvolfir augunum og frúin hristir hausinn; hvað er maðurinn eiginlega að tala um? Enginn annar í bílnum finnur lyktina. Merkingarþrungin þögn nokkra stund og þegar komið er fram hjá Svalbarðseyri telur bílstjórinn óhætt að opna glugga til að lofta út úr bílnum.

Lesa meira

Angelika Haak fjallar um listsköpun sína

Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans 13-16 mars í Skjólbrekku

20 ára afmælismót Skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir Sviss kerfinu

Lesa meira

Vilja auka þátttöku innflytjenda í samfélaginu

,,Hitta Heimafólk" er spennandi verkefni sem er hannað til að styðja við aðlögun innflytjenda

Lesa meira

KA er Kjörísbikarmeistari í blaki karla og kvenna

Karla og kvennalið KA í blaki gerðu það svo sannarlega gott í dag þegar bæði lið komu sáu og sigruðu i bikarkeppni Blaksambands Íslands.

Lesa meira

Beiðnir til Matargjafa hafa margfaldast undanfarna mánuði

„Staðan er mjög dapurleg og er þá vægt til orða tekið. Þetta er ellefta árið mitt í þessu og ég hef aldrei séð jafn slæma stöðu. Og fátt sem vekur upp bjartsýni á að hún lagist í bráð,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira

Krefjandi starf en líka gefandi og skemmtilegt

Elín Dröfn Þorvaldsdóttir er ein af fáum starfandi atferlisfræðingum á norðanverðu landinu. Hún flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum í lok síðastliðins sumars og hóf störf á Heilsu-og sálfræðiþjónustunni. Þar sinnir hún meðferð barna og ungmenna með hegðunarvanda, einhverfu eða námsvanda.

Lesa meira

Karla og kvennalið KA í blaki leika til úrslita í Kjörísbikarkeppni BLÍ

Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld rétt til þess að leika í úrslitum í Kjörísbikarkeppni BLí þegar liðið lagði Aftureldingu í þremur hrinum gegn einni. Leikurinn var mjög jafn og vel leikinn af báðum liðum,

 

Lesa meira

Nýr íbúðakjarni að Hafnarstræti 16 vígður í dag

Nýr íbúðakjarni að Hafnarstræti 16 verður vígður í dag. Þar munu sex einstaklingar búa, þar af fimm sem hefja nú sjálfstæða búsetu í fyrsta sinn.

 

Lesa meira

10 atriði varðandi símabann í skólum

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. Hér eru 10 atriði inn í þá umræðu:

 

Lesa meira

Göngugatan á Akureyri - Metum hvað hægt er að gera á árinu

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar segir ástand göngugötunnar í miðbæ Akureyrar hafi verið kynnt fyrir ráðinu, en alls herjar endurbætur á götunni séu ekki inn á framkvæmdaáætlun. Ástand götunnar er bágborið.

 

Lesa meira

Fimm hæða byggingar með bílageymslu á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til reitsins VÞ13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins. Heimilt verður að byggja fimm hæðir og bílgeymslu þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum en búseta er heimil á efri hæðum.

 

Lesa meira

Gestir frá Færeyjum spila á Græna hattinum í kvöld

Danny & the Veetos hafa markað djúp spor í færeyskt tónlistarlíf með indí-popp melódíum sínum, undir etv smá þjóðlagatónlistar- áhrifum og með einlægum flutningi

Lesa meira

MA í úrslit Gettu betur

Menntaskólinn á Akureyri mun keppa um hljóðnemann eftirsótta í spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2025. MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum við Ármúla í kvöld, lokatölur 28-16. Úrslitaviðureignin fer fram fimmtudaginn 27. mars og mun okkar fólk mæta annað hvort Menntaskólanum í Reykjavík eða Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólarnir tveir mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni eftir viku.

 

Lesa meira

Skólinn okkar, FSH

Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Lesa meira

KA og Þór framlengja samstarfssamning um Þór/KA til loka ársins 2026

Aðalstjórnir og stjórnir knattspyrnudeilda KA og Þór hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samstarfssamningi sínum um sameiginlegt meistaraflokkslið kvenna í knattspyrnu, Þór/KA, til loka tímabilsins 2026. Samhliða þeim samningi er gerður samningur um samstarf félaganna um rekstur 2. og 3. flokks kvenna sem gildir í sama tíma.

Lesa meira

Tillaga um að koma heilsugæslu fyrir við Kjarnagötu - Spennandi staðsetning sem hentar vel -segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN

„Fljótt á litið er þetta spennandi staðsetning og gæti hentað okkur vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

 

Lesa meira