Listasafnið á Akureyri: Fimm sýningar opnaðar á laugardaginn kl. 15
Laugardaginn 27. september kl. 15 verða fimm sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur, Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Sigurd Ólason – DNA afa og sýndarveruleika innsetningin Femina Fabula. Á opnun verður boðið upp á listamannaspjall með Bergþóri Morthens og Barbara Long kl. 15.45 auk þess sem Kristján Ingimarsson verður með kynningu á Femina Fabula kl. 16.10.