Afhjúpa líkan af síðutogaranum Harðbak EA
Líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 verður afhjúpað við hátíðlega athöfn nyrst á Torfunefsbryggju á laugardag, 30. ágúst kl. 14. Fyrrum sjómenn á ÚA togurum stóðu fyrir gerð þess, en það smíðaði Elvar Þór Antonsson líkt og fimm önnur líkön sem fyrrverandi togararajaxlar hafa látið smíða af skipum sem gerð voru út af Útgerðarfélagi Akureyringar í áranna rás.