Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra harmar tafir sem orðið hafa á á nauðsynlegum úrbótum á svæði Skútabergs á Moldhaugnahálsi og bendir enn á ný á að umgengni um svæðið er með þeim hætti að það er verulegt lýti í umhverfinu.
Fulltrúar Skútabergs og HNE áttu fund í lok nóvember síðastliðins þar sem fram kom að jarðvinna á geymslusvæði væru hafinn og stefnt að því að taka hluta þess í notkun í lok janúar 2026. Nefndin leggur áherslu á að áform um að taka hluta geymslusvæðisins í notkun nú í lok janúar gangi eftir.
Starfsmönnum eftirlitsins var á fundi nýverið falið að fylgja málinu eftir og upplýsa nefndina um framvindu mála á svæðinu fyrir næsta fund.