Með því að efla millilandaflug um Akureyrarvöll skapast ný tækifæri
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.