Þorgerður utanríkisráðherra sviptir Vélfag undanþágu áður en dómur fellur!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur hafnað beiðni Vélfags ehf. um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum – án þess að leggja fram nein gögn, rök eða lögmæta málsmeðferð, segir í tilkynningu á facebooksíðu Vélfags.