Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring
Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum.
Viðburðurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem hefur áhuga á ritlist og sköpun. Aðgangur er ókeypis og kvöldið býður upp á einstakt tækifæri til að kynnast öðrum unghöfundum, læra eitthvað nýtt og jafnvel lesa upp eigin verk.