Bókin Silfurberg eftir Sesselíu Ólafs komin út
„Ég er óskaplega spennt fyrir allt kyns teiknum og hef því gaman af þessum tengingum,“ segir Sesselía Ólafs sem hefur sent frá sér bókina Silfurberg. Tengingar, eða þrenningar öllu heldur eru m.a. á milli þriggja kvenna á Norðurlandi sem allar eru að gefa út sína fyrstu skáldsögu um þessar mundir. Saga hennar er ein þriggja „silfursagna,“ þ.e. bóka sem hafa silfur í heiti sínu og koma út í ár og þá eru einnig gefnar úr þrjár sögur sem tengjast álfum og huldufólki, bók Sesselíu er ein þeirra.