Lokaorðið - Lífið.
Ég er trassi í eðli mínu og þakka guði fyrir það! Vegna þessa eiginleika er ég frekar drusluleg í háttum. Ég hef lítinn áhuga á tískufatnaði, endurnýjun húsgagna, bíla, tiltekt eða rétta mataræðinu. Allt sem talið var að prýða mætti góða húsmóður hér í eina tíð er ekki minn tebolli.