Frú Ragnheiður býður upp á nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða
„Við þurfum að hafa um það bil 25 til 30 manns í okkar sjálfboðaliðahóp, það má ekki minna vera,“ segja þær Berglind Júlíusdóttir og Edda Ásgrímsdóttir hópstjórar hjá verkefninu Frú Ragnheiður sem Rauði krossinn við Eyjafjörð starfrækir. Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar og er lögð áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna. Nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða verður haldið dagana 6. og 7. október frá kl. 17 til 22 í Rauða krosshúsinu við Viðjulund.