Unnið við nýtt deiliskipulag ofan byggðar í Hrísey

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar.

 

Lesa meira

Orkey fær úthlutað lóð á Dysnesi Áform um að reisa stærri og öflugri verksmiðju

Orkey ehf. sem framleiðir lífdísil og efnavöru úr úrgangi hefur hug á að flytja starfsemi sína á Dysnes og byggja þar umtalsvert stærri verksmiðju en félagið hefur rekið á Akureyri undanfarin ár. Stjórn Hafnasamlags Norðurlands hefur samþykkt að úthluta Orkey lóð á Dysnesi og fyrirhugað er að ganga til viðræðna við fyrirtækið um uppbyggingu á svæðinu sem HN fagnar mjög.

 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

FERMINGARSÝNINGIN 2025 kynningarsýning á öllu tengdu fermingarveislunni á Múlabergi n.k. sunnudag

Vorið nálgast og það gera fermingar sömuleiðis og því fer hver að verða síðastur að skipuleggja sína einstöku fermingarveislu. Tilefnið er stórt og því að mörgu að hyggja þegar kemur að undirbúningi. 

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Nýtt- Mikil svifryksmengun við helstu umferðaræðar

Svifryksmengun mælist nú langt yfir heilsuverndarmörkum en unnið er að því að rykbinda og vonast til að ástandið lagist þegar líður á daginn.

 

Lesa meira

Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út

Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is

 

Lesa meira

Bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn á Eyjafirði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina og í utanverðan Eyjafjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn. 

Lesa meira

Grenivík- Opið hús hjá Björgunarsveitinni Ægi á morgun 25. febrúar

Á morgun þriðjudaginn, 25. febrúar milli kl. 17:00-19:00 er opið hús hjá björgunarsveitinni.

Lesa meira

Hvar eru sveitarstjórnarmenn?

Það er nokkuð ljóst að tekist var á um þá tillögu sem ríkissáttasemjari bar á borð fyrir KÍ, ríkið og sveitarstjórnir.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Þúfa 46

Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.

 

Lesa meira

Nýtt starf?

Síðasta vika var kennaranum mér erfið! Fyrst ber þar að telja útspil bæjarstjórans Àsthildar Sturludòttur, um að bæjarstjórnin geti ekkert gert til að semja við okkur um hvernig klára eigi þann samning sem fyrir liggur frá 2016, þar sem þau eigi ekki fulltrúa í samninganefnd sem þau þurfa samt að fylgja? Fyrir mér sem hefur nú fengið það kveðið upp í Félagsdómi að ég er starfsmaður Akureyrarbæjar og ekki Hulduheima, finnst það afkáralegt svo ekki sé meira sagt að nú geti bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar afsalað sér með öllu þessum samningaviðræðum við mig og kollega mína vegna samnings við samninganefnd frá 2023 sem hún segist bundin af. En hvað með samninginn sem hún er bundin af frá árinu 2016 við okkur? Er hægt að velja hvaða samningum maður er bundinn af?

 

Lesa meira

Lygar á lygar ofan og tilþrifamikill misskilningur

Leikfélag Húsavíkur setur upp „Sex í sveit“

Lesa meira

Lokaorðið - Mannréttindi?

Ég reikna með því að flestir núlifandi Íslendingar séu sammála um að lýðræðið sé það stjórnarfar sem getur best tryggt farsæld og öryggi almennings. Það kemur enda ekki á óvart því að lýðræðið grundvallast á því sjónarmiði að valdið sé í raun í höndum almennings sem felur það tímabundið í hendur fulltrúa sem kosnir eru í frjálsum, reglulegum, almennum og leynilegum kosningu

 

m.

Lesa meira

Agnar Forberg/Spacement heldur útgáfutónleika í Hofi

„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.

 

Lesa meira

Ekki bara jafnréttisvöfflur, sulta og rjómi

Á fimmtudaginn í síðustu viku lauk jafnréttisdögum 2025 og að vanda tók Háskólinn á Akureyri virkan þátt. Dögunum lauk með vel heppnuðu málþingi. Yfirskrift málþingsins var Hatursorðræða: Þróun og áskoranir á tímum gervigreindar, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu. Erindi voru frá Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, Helga Frey Hafþórssyni, verkefnastjóra margmiðlunar hjá KHA, og Ingunni Láru Kristjánsdóttur, verkefnastjóra fréttaþjónustu á samfélagsmiðlum hjá RÚV. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, var fundarstjóri. Málþingið var vel sótt og áttu líflegar umræður sér stað að erindum loknum.

 

Lesa meira

Bakþankar bæjarfulltrúa Blágrænar lausnir, sólskin og bílastæði

Enn um tjaldsvæðisreitinn

 

Lesa meira

Kynna nýjan grafreit í Naustaborgum

Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.

Lesa meira

Húsavíkurflug Norlandair styrkt fram í miðjan mars Án fjárstuðnings gengur dæmið ekki upp

„Við erum alltaf tilbúin að fljúga hvert sem er en það þarf að ganga upp,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair. Félagið hefur séð um áætlunarflug milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá því um miðjan desember. Samningstími milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur rennur út 15. mars næstkomandi og ekki hefur verið rætt um framhald þar á.

 

Lesa meira

Lóðir við Hofsbót boðnar út að nýju í vor

„Við stefnum að því að bjóða lóðirnar út fyrir vorið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. Útboðsskilmálar fyrir lóðir við Hofsbót 1 og 3 hafa verið endurskoðaðir, lágmarksverð er lægra.

 

Lesa meira

Húsavík – bílalest á leið norður

Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu stéttarfélaganna hefur Bjarg íbúðafélag unnið að því að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Grunnurinn er klár og á næstu dögum mun bílalest leggja af stað frá Selfossi með einingarnar til Húsavíkur enda haldist veðrið áfram í lagi.

 

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum

Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum  en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.

Lesa meira

Nýjar sýningar á Listasafninu Sköpun bernskunnar og Margskonar

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku

„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.

 

Lesa meira

Stjórn SSNE Þungar áhyggjur vegna lokunar flugbrauta

Stjórn SSNE tekur undir ályktanir sveitarstjórna á Norðurlandi eystra sem og yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.

 

Lesa meira

Búast við góðri helgi í Hlíðarfjalli

Aðstæður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hafa verið erfiðar síðustu daga og vikur vegna hlýinda en þó hefur tekist að halda brautum opnum og er hvert tækifæri notað til að framleiða meiri snjó.

Lesa meira

Heilbrigðisráðherra í heimsókn á SAk

Alma Möller heilbrigðisráðherra, Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður NA-kjördæmis, og Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra heimsóttu SAk í gær . Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk og Alma Möller heilbrigðisráðherra segja heimsóknina hafa verið ákaflega ánægjulega.

Lesa meira