Mikilvægum áfanga í lífvísindum á Norðurlandi fagnað í DriftEA!

Hákon Hákonarson stofnandi AT, Kristján Þór Júlíusson stjórnarformaður DriftEA, og Ívar Hákonarson f…
Hákon Hákonarson stofnandi AT, Kristján Þór Júlíusson stjórnarformaður DriftEA, og Ívar Hákonarson framkvæmdastjóri AT, Mynd: DriftEA
Það var ánægjulegt að taka á móti gestum í Messanum hjá DriftEA þegar Arctic Therapeutics opnaði formlega nýja, klínískt vottaða rannsóknastofu á Akureyri síðasta fimmtudag. Viðburðurinn markaði stóran áfanga í uppbyggingu lífvísinda og heilbrigðistækni á Norðurlandi.
 
Ívar Hákonarson, framkvæmdastjóri Arctic Therapeutics, og Hákon Hákonarsson, stofnandi félagsins, buðu gesti velkomna og fóru yfir starfsemina, framtíðarsýn og mikilvægi rannsókna og nýsköpunar á Akureyri.
 
Í ræðu sinni lagði Ívar áherslu á að höfuðstöðvar Arctic Therapeutics yrðu áfram á Akureyri, ekki aðeins af tilfinningalegum ástæðum, heldur vegna þess forskots sem svæðið veitir. Hann nefndi þar öflugan mannauð, einstakan samstarfsanda og nálægð við lykilstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri og Háskólinn á Akureyri, auk náins samstarfs við fyrirtæki eins og Pharmarctica á Grenivík.
 
Rannsóknastofan er, eftir því sem best er vitað, sú eina sinnar tegundar í einkarekstri á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í metnaðarfullri lyfjaþróun Arctic Therapeutics.
Við hjá DriftEA erum stolt af því að styðja við fyrirtæki sem byggja á þekkingu, rannsóknum og alþjóðlegri tengingu.
 
Opnunin undirstrikar vaxandi hlutverk Akureyrar sem miðstöð rannsókna, frumkvöðlastarfs og sérfræðistarfa.
 
 

Nýjast