Það er óhætt að fullyrða að það sé velboðið af eigendum Skógarbaðana því eldri borgarar geta farið í böðin án endurgjalds frá og með deginum i dag og út fimmtudaginn eða eins og segir í ,,boðskorti" frá staðarhöldurum.
,,Okkur hjá Skógarböðunum langar að bjóða eldriborgurum að koma til okkar núna fyrir jólin og láta jólastressið líða úr sér. Eldri borgarar geta komið til okkar frá mánudeginum 15. til og með fimmtudagsins 18. desember, sér að kostnaðarlausu.
Við hlökkum mikið til að hitta sem flesta í jólaskapi og óskum öllum gleðilegra jóla"