Eins og undanfarin ár styrkir KEA jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins.
Velferðarsjóðurinn er samstarfsverkefni Rauða krossins, Hjálpræðishersins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar og veitir heimilum og fjölskyldum aðstoð fyrir jólin í formi gjafakorta í matvöruverslunum. Starfssvæði sjóðins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.
KEA hefur verið styrktaraðili sjóðsins frá upphafi.