Frá afhendingu hins veglega styrks.
Í vikunni sem leið veittu Oddfellowstúkurnar á Akureyri Bjarmahlíð veglegan styrk upp á 1.950.000 krónur.
Við erum innilega þakklát fyrir þennan dýrmæta stuðning og hlýhuginn sem honum fylgir.
Takk kærlega fyrir okkur.
Hugrún Marta Magnúsdóttir yfirmeistari Rebekkustúkunnar Laufeyjar nr. 16, ásamt fulltrúum hinna stúkanna í Oddfellow afhentu styrkinn, Birnu Guðrúnu Árnadóttur teymisstýru Bjarmahlíðar.
Fulltrúar Oddfellow reglnanna fimm óskuðu sérstaklega eftir því að styrkurinn yrði nýttur til þess að efla þjónustu við ungmenni með áherslu á forvarnir og stafrænt umhverfi Bjarmahlíðar.
Þess má geta að Bjarmahlíð er eina þolenda miðstöðin á landinu sem þjónustar hópinn 16 til 18 ára.
Frá þessu segir á Facebook síðu Bjarmalands