Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið verði þekkt fyrir að taka vel á móti erlendu starfsfólki

Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðu…
Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar.“ Mynd akureyri.is

Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar“. Það snýst um stuðla að samstarfi fyrirtækja og stofnana um hvernig megi best taka á móti starfsfólki sem er af erlendu bergi brotið. Samstarfsaðilar verkefnisins eru ásamt Akureyrarbæ, SÍMEY, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kjarnafæði Norðlenska og Bílaleiga Akureyrar.

Meðal þess verkefnið felur í sér að greina stöðuna, ná utan um þær aðferðir reynst hafa vel, kortleggja tækifæri til sameiginlegs lærdóms, móta verklag og vinnubrögð og miðla til annarra fyrirtækja og stofnana.

Til lengri tíma miðar verkefnið að því að fyrirtæki og stofnanir á Akureyri og í Eyjafirði verði þekkt fyrir að taka vel á móti erlendu starfsfólki. Vel heppnuð móttaka styrkir þátttöku nýrra íbúa í starfi og samfélagi og eykur líkur á að hæft starfsfólk setjist hér að til lengri tíma.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður menningar-, markaðs- og atvinnumála hjá Akureyrarbæ segir: „Við fundum á fyrirtækjaþingi sem haldið var í upphafi þessa árs að líklega væri tækifæri til þess að fyrirtæki og stofnanir gætu lært hvert af öðru á þessu sviði. Í frekari samtölum kom í ljós að mörg fyrirtæki leggja sig mjög fram um að taka vel á móti nýju starfsfólki erlendis frá en margir lýstu því að e.v.t. skorti eftirfylgni til lengri tíma. Þá kom í ljós að lítið samtal eða samstarf er á milli aðila um þessi mál. Við erum því mjög spennt að láta á þetta reyna í samvinnu við þessa flottu samstarfsaðila.“

www.akureyri.is sagði fyrst frá

Nýjast