Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka

Frá Húsavik                   Mynd  Norðurþing
Frá Húsavik Mynd Norðurþing

Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða verkefni þar sem móberg er þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu en Heidelberg kannar nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Félagið er með rannsóknarleyfi til að kanna efnisöflun á svæðinu ofan Bakka og í Grísatungufjöllum. Jafnframt hefur félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum við Jökulsá á Fjöllum.

Í yfirlýsingunni segir m.a. að aðilar eru sammála um að markmið samstarfs þeirra sé að kanna og eftir atvikum leggja grunn að uppbyggingu starfsstöðvar Heidelberg til fullvinnslu jarðefnis á Bakka til framtíðar. Slík uppbygging er talin geta stuðlað að aukinni atvinnustarfsemi og haft jákvæð áhrif fyrir sveitarfélagið í samræmi við áætlanir þess um atvinnuþróun.

Ljóst er að verkefnið mun þurfa í umhverfismat og stefnir Heidelberg að því að vinna það mat samhliða frekari rannsóknum á mögulegum efnistökusvæðum.

 

Nýjast