
Krefst þess að velferðarnefnd alþingis verði kölluð saman vegna lokunnar flugbrautar.
Njáll Trausti Friðbertsson (D) hefur óskað þess í erindi til Guðmundar Inga Kristinssonar (V) formanns velferðarnefndar alþingis að nefndin komi saman til fundar hið fyrsta til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem blasir við í tengslum við lokun á lendingar á flugbraut 13/31 á Reykjavíkurflugvelli. Lendingarbannið tekur að öllu óbreyttu gildi á miðnætti í kvöld.