
Akureyri - Hreinsunarátak
Akureyrarbær hefur hafið átaksverkefni þar sem lóðarhafar iðnaðar- og athafnalóða eru hvattir til að taka til á lóðum sínum nú á vordögum. Þetta gildir jafnt um muni á lóðum, á lóðarmörkum og utan lóða. Samhliða eru allir hvattir til að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma.