
Tímamót í knattspyrnu-samstarfi KA og N1
Knattspyrnufélag Akureyrar, KA og N1, sem í tæplega 40 ár hafa haft árangursríkt samstarf um mótshald hins vel þekkta N1 móts KA í drengjaflokki, hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að koma á laggirnar knattspyrnumóti fyrir stúlkur á aldrinum 9 til 10 ára sem haldið verður með svipuðu sniði og drengjamótið. KA mun annast rekstur og skipulag mótsins, en N1 verða aðalbakhjarl þess. Stúlkurnar munu etja kappi á glæsilegu KA svæðinu helgina eftir Verslunarmannahelgina, eða 8-10 ágúst næst komandi.