Hrísey Íbúðalóðir lausar til úthlutunar

Frá Hrísey
Frá Hrísey

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðalóðir við Austurveg í Hrísey lausar til úthlutunar með breyttum skilmálum. Þær eru við Austurveg 15 til 21.

Lóðirnar eru innan deiliskipulags við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga sem tók gildi árið 2002. Í ágúst 2024 tók gildi breyting á deiliskipulaginu sem nær til Austurvegs 15-21

Eftir þá breytingu er heimilt að byggja parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum á lóðum númer 15 og 17. Á lóðum númer 19 og 21 er heimilt að byggja einbýlishús á tveimur hæðum

Frestur til að sækja um lóðirnar rennur út kl. 12 miðvikudaginn 12. nóvember 2025.

 

L

Nýjast