Skáldkonur í Sigurhæðum 

Miðvikudaginn 12. nóvember nk koma þrír kven rithöfundar í Flóru Menningarhús í Sigurhæðum og kynna …
Miðvikudaginn 12. nóvember nk koma þrír kven rithöfundar í Flóru Menningarhús í Sigurhæðum og kynna nýútkomin verk sín. Það eru þær Ester Hilmarsdóttir, Sesselía Ólafs og Nína Ólafs sem standa fyrir rithöfundakvöldi í Sigurhæðum sem hefst klukkan 17 og samanstendur af upplestri og tónlist.

Fljótlega eftir að Guðrún Runólfsdóttir og Matthías Jochumsson ákváðu að taka við prestsembættinu á Akureyri og fluttust norður hóf Matthías útgáfu á nýju dagblaði á Akureyri sem fékk nafnið Lýður. Í fyrsta tölublaðinu árið 1888 fjallar Matthías um þrjú nýútkomin ritverk eftir þær Ingibjörgu Skaptadóttur, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum og Torfhildi Hólm.

Það er því vel við hæfi að daginn eftir 190 ára afmæli Matthíasar eða á miðvikudaginn 12. nóvember nk koma þrír kven rithöfundar í Flóru Menningarhús í Sigurhæðum og kynna nýútkomin verk sín. Það eru þær Ester Hilmarsdóttir, Sesselía Ólafs og Nína Ólafs sem standa fyrir rithöfundakvöldi í Sigurhæðum sem hefst klukkan 17 og samanstendur af upplestri og tónlist.

Síðastliðinn laugardag kom Svavar Alfreð Jónsson í Sigurhæðir og fjallaði um nokkra af sálmum Matthíasar og var sá viðburður líka í tengslum við 190 ára afmæli Matta frá Skógum, eins og hann kallaði sjálfan sig stundum. Við rifjuðum upp hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari hafði Vaðalfjöllin yfir Skógum í Þorskafirði í huga þegar hann teiknaði turnana tvo og stuðlana á Akureyrarkirkju og vildi þar með bæði
láta nýja kirkju Akureyringa sæma Sigurhæðum, Matthíasi og Eyjafirði en líka vera boðbera nýrra tíma víðsýni og umburðarlyndis.

Það er starfsemi í Sigurhæðum allt árið um kring. Yfir vetrartímann er virk starfsemi í vinnustofum, opið fyrir fundaraðstöðu og listsmiðjur, sem og hópa móttöku fyrir almenning og einstaka viðburður er haldin. Einnig fer fram rannsóknarstarf, forvörsluvinna og listrænt sköpunarstarf tengt menningararfi Sigurhæða.

Enginn aðgangseyrir er á Rithöfundakvöld Flóru í Sigurhæðum kl 17 á miðvikudag og öll eru velkomin.

Nýjast