Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir reka gistiheimilið Grástein Gesthouse á bænum Holti…
Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir reka gistiheimilið Grástein Gesthouse á bænum Holti í Þistilfirði. Mynd NM

Í Þistilfirði, á bænum Holti er gistiheimilið Grásteinn Guesthouse rekið af hjónunum Hildi Stefánsdóttur og Sigurði Þór Guðmundssyni.

Í ár hljóta þau Hvatningarverðlaun sem veitt voru á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi, en þau eru veitt til fyrirtækis sem býður upp á þjónustu sem byggir vel undir ímynd Norðurlands og er orðið þekkt meðal innlendra og erlendra ferðamanna fyrir einstaka upplifun.

Þau Hildur og Sigurður hafa látið til sín taka í samstarfi bæði á öllu Norðurlandi en einnig á sínu nærsvæði. Slíkt sást einna best í sumar þegar þau buðu í fyrsta sinn upp á nýja upplifun fyrir farþega smærri skemmtiferðaskipa, tóku á móti þeim ýmist í fjörunni á þeirra landareign eða á bryggjunni við Þórshöfn þegar veðuraðstæður leyfðu ekki annað.

Heimafólk fór með ferðamenn í dagsferðir um nágrenni Grásteins í Þistilfirði, gaf þeim innsýn í líf fólks á Norðurhjara, menninguna og bauð þeim að smakka á hráefnum úr heimabyggð. Þessar ferðir gengu frábærlega og sýnir fram á að nýsköpun þarf ekki að vera svo flókin. Þegar trú heimamanna og fagleg nálgun helst í hendur, gerast góðir hlutir.

 

Nýjast