Eik fasteignafélag, eigandi Glerártorgs,hefur veitt styrk til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Styrkurinn er tileinkaður framlagi þátttöku gesta sem tóku þátt í gjafaleik á Dekurkvöldi Glerártorgs í október síðastliðnum.
Eik fasteignafélag styrkti félagið um 1.000 krónur fyrir hvern þátttakanda sem tók þátt í leiknum, en alls tóku 341 gestur þátt. Styrkurinn er því að upphæð 341.000 krónur og fer í Dekurdagasöfnunina sem rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Í byrjun október styrkti Glerártorg einnig Krabbameinsfélagið með kaupum á slaufum í staur að upphæð 100.000 krónur.
Styrkurinn er tákn um samhug og stuðning við mikilvægt málefni sem snertir marga.