
Ný flokkunarstöð rís á Akureyri
Súlur Stálgrindarhús ehf. hafa nýverið gert verksamning við Íslenska Gámafélagið ehf. um byggingu nýrrar flokkunarstöðvar við Ægisnes á Akureyri. Um er að ræða stálgrindarhús, alls 1.350 fermetrar að flatarmáli, með vegghæð upp á 9,7 metra. Byggingin mun hýsa flokkunaraðstöðu sem mun gegna lykilhlutverki í meðhöndlun úrgangs á svæðinu.