Með og á móti stuðningi við Flugklasa

Mynd  Þórhallur Jónsson
Mynd Þórhallur Jónsson

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 og hvetur önnur sveitarfélög á Norðurlandi að gera slíkt hið sama. Hafa nokkur brugðist við og taka þátt.

Það er hagsmunamál fyrir allt Norðurland að tryggja að alþjóðaflug um Akureyri festist í sessi og verði sjálfbært til lengri tíma. Alþjóðaflug á Akureyri er enn á þróunarstigi og stoðir þess ekki orðnar traustar. Sérstaklega mikilvægt er því að Flugþróunarsjóður styðji vel við á meðan nýjar flugleiðir eru að mótast og festa sig í sessi,“ segir sveitarstjórn í bókun sinni.

Meirihluti bæjarráðs Norðurþings hafnaði erindi um stuðning við Flugklasann, tveir fulltrúar af þremur greiddu atkvæði á móti en einn var með stuðningi. Bæjaráð hvetur aftur á móti ríkið til að stíga inn í verkefnið með auknu fjárframlagi.

Nýjast