Gleði á jólatrésskemmtunum starfsmannafélaga Samherja

Askasleikir mætti í gömlu fötunum sínum á jólatrésskemmtunina á Dalvik   Myndir samherji.is
Askasleikir mætti í gömlu fötunum sínum á jólatrésskemmtunina á Dalvik Myndir samherji.is

Starfsmannafélög Samherja á Dalvík og Akureyri, Fjörfiskur og STÚA, stóðu fyrir jólatrésskemmtunum um helgina í matsölum vinnsluhúsa félagsins.

Jafnt börn sem fullorðnir skemmtu sér saman í vel skreyttum húsakynnum, gengið var í kringum fallega skreytt jólatré. Jólasveinar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta og höfðu meðferðis góðgæti handa börnunum.

Mismunandi jólahefðir

Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir formaður starfsmannafélagsins Fjörfisks á Dalvík segir jólatrésskemmtunina upplagt tækifæri fyrir starfsfólk til að kynnast enn betur og börnin njóti þess að skemmta sér saman.

„Við búum svo vel að hafa góðan matsal sem rúmar okkur öll. Þetta var falleg samvera og bara yndislegt að gleðjast og syngja saman jólalög. Hérna starfar fólk frá ýmsum þjóðlöndum og jólahefðirnar eru þess vegna mismunandi. Í ár var það Askasleikir sem var svo elskulegur að koma í heimsókn. Hann varð að vísu að láta sig hafa það að vera í gömlu fötunum sínum vegna þess að gat kom á nýju fötin og Grýla hafði ekki stagað í þau. Askasleikir var með gjafir til allra sem vöktu mikla lukku. Það er aldeilis ekki á hverjum degi sem mannfólkið kemst í návígi við jólasveinana.“

Sungið og dansað í kringum jólatréð á Akureyri.

 

Gleði og eftirvænting

Óskar Ægir Benediktsson formaður STÚA á Akureyri tekur í sama streng og Ragnheiður Rut.

„Þátttakan í jólatrésskemmtunum félagsins hefur alla tíð verið með ágætum, þar sem gleðin og eftirvæntingin eftir jólasveinunum er áberandi. Að þessu sinni gáfu þrír jólasveinar sér tíma til að koma í heimsókn og þeim var auðvitað vel fagnað. Eftir að hafa gengið í kringum jólatréð, sagt sögur og sungið jólalög gáfu þeir öllum gjafir sem ungir og aldnir kunnu vel að meta. Þessar jólatrésskemmtanir sameina og efla okkur á ýmsan hátt og allir skemmtu sér konunglega.“

 

Jólasveinarnir skipulegga næsta atriði.

 

Askasleikir kunni öll lögin, enda þaulvanur.

 

Hvað leynist í pokanum?

 

Heimasíða Samherja sagði frá 

Nýjast