Jólalög og jólamyndir -Þröstur Ernir Viðarsson rýnir í úrvalið

Þröstur Ernir ásamt yngsta syni sínum, Hrafni.
Þröstur Ernir ásamt yngsta syni sínum, Hrafni.

Þröstur Ernir Viðarsson fjölmiðlafræðingur ólst upp í Bolungarvík en hefur verið búsettur á Akureyri síðan 2007. Hann er giftur Hrafnhildi Jónsdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Við ákváðum því að slá á þráðinn til hans og spyrja út í jólalög og jólamyndir. Hver eru fimm uppáhalds jólalögin hans og hvaða kvikmyndir finnst honum ómissandi í desember?

-Hvenær byrjar þú að hlusta á jólalög?

„Ég byrja yfirleitt í kringum miðjan nóvember, stilli þá gjarnan á jólastöðina í útvarpinu og set eitt og eitt lag á fóninn sjálfur.“

-Ferðu á jólatónleika?

„Nei, mjög sjaldan.“

-Hvað finnst þér að jólalag þurfi að hafa?

„Fallegan texta og góða melódíu. Smá bjöllur hér og þar skemma ekki fyrir.“

-Hver eru fimm bestu jólalögin að þínu mati?

Jólin alls staðar með Ellý og Vilhjálmi er eitt af mínum uppáhaldsjólalögum og kemur fyrst upp í hugann. Dansaðu vindur með Eivöru er einnig í miklu uppáhaldi. Last Christmas með Wham finnst mér ómissandi að heyra í aðdraganda jóla og þá er Holy Night eða Helga nótt líklega fallegasta og hátíðlegasta jólalagið og ég held sérstaklega upp á útgáfu af laginu með Il Divo. Einnig vil ég nefna lagið Best Christmas Ever af jólaplötu Robbie Williams sem er orðinn fastur punkturinn í jólahlustuninni.“

Matsatriði hvort Die hard telst jólamynd

-Margir eru með hefðir að horfa á ákveðnar kvikmyndir í kringum jólin. Margir horfa á jólamyndir eða þá kvikmyndabálka í desember eins og Harry Potter eða Lord of the Rings. Horfir þú alltaf á ákveðnar jólamyndir?

„Ég horfi alltaf á einhverjar jólamyndir en það hefur ekki verið fastur punktur að horfa á ákveðnar jólamyndir. Það hefur hins vegar aðeins verið að koma inn síðustu ár að horfa á ákveðnar myndir og þá sérstaklega Home Alone 1 og 2.“

-Hvenær byrjar þú að horfa á jólamyndir?

 „Yfirleitt snemma í desember.“

-Er hefð fyrir því á þínu heimili að horfa á aðrar myndir yfir jólin sem eru kannski ekki jólamyndir?

 „Nei, en ég reyni samt helst að horfa á Die Hard yfir jólin en það er matsatriði hvort hún telst sem jólamynd eða ekki.“

-Hverjar eru 5 bestu jólamyndirnar að þínu mati?

 „Home Alone 1 og 2, Holiday, Die Hard (á gráu svæði en tel hana með), Love Actually og The Grinch.“

Eyþór Bjarnason/EB

Greinarhöfundur er nemi á 2. ári í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri (HA). Þessi grein er hluti af lokaverkefni í áfanganum, samkvæmt samningi milli Vikublaðsins og HA.

Nýjast