
Vindar nýsköpunar blása á Húsavík
Krubbur hugmyndahraðhlaup 2025
„Við finnum fyrir þokkalegri bjartsýni á gott sumar hjá ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi. Það er ekki farið að bera neitt á afbókunum t.d. frá Bandaríkjamönnum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Vangaveltur hafa verið upp að dregið gæti úr ferðahug þarlendra í kjölfar þess að haldið er með öðrum hætti um stjórnartauma þar en við eigum að venjast eftir að Trumpstjórnin tók við völdum.
Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.
Þú ert mætt til læknisins þíns og bíður niðurstöðu úr sýnatökum. Nokkuð er síðan þú fórst að finna fyrir einkennum sem að lokum urðu til þess að þú ákvaðst að láta skoða hvað mögulega væri að.
Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir frá lestrarátaki sem nemendur Glerárskóla hafa sökkt í síðustu daga.
,,Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.
Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti í Þingeyjarsveit gerðu sér ferð til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Þær funduðu meðal annars með forstöðumanni Jöfnunarsjóðs þar sem farið var yfir nýjar úthlutunarreglur og hvaða þýðingu þær hafa fyrir sveitarfélagið.
Framsýn stéttarfélag hefur lengi haft áhyggjur af atvinnuástandinu á Raufarhöfn enda atvinnulífið einhæft og þá hefur laxeldi á landi eða sjó hvað þá ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi en fiskvinnsla ekki náð sér á strik í byggðarlaginu. Það er ólíkt mörgum minni sjávarplássum í öðrum landsfjórðungum s.s. á Vestfjörðum og/eða á Austurlandi. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi vandamál á síðustu áratugum á norðausturhorninu sem tengist ekki síst einhæfu atvinnulífi.
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi, lýsti líkamlegu sem og kynferðslegu ofbeldi sem hún varð fyrir í 14 ár í ræðu sem hún flutti á Alþingi í dag.
Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi Ágústu til þess að birta ræðuna.
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á aðalfundi Félags eyfirskra kúabænda nýverið. Verðlaunagripina gerði Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Höllin verkstæði Hörgársveit.Góðir gestir komu til fundarins, þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Rafn Bergsson, formaður Nautgripadeildar BÍ.
LAGGÓ, þetta gamla og góða ,,heróp” átti vel við á Akureyrarflugvelli í morgun þegar rúmlega fjörtíu manna hópur eldir togarajaxla lagði afstað með þotu easy Jet í ferð til Grimsby og Hull. Þar munu þeir hitta breska kollega sína, skoða sjóminnjasöfn og rifja upp gömlu góðu dagana þegar siglt var til Englands.
Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi myndu einangrast frekar hratt ef ekki kæmu reglulega fréttir af erlendum rannsóknum og þróunarverkefnum sem snúa að því að bæta skólastarf. Evrópusamstarf hefur veitt íslenskum skólum og kennurum dýrmæt tækifæri til að kynnast öðrum aðferðum, öðru sjónarhorni og víkka sjóndeildarhring sinn – bæði faglega og menningarlega.
Með bréfi til þingmanna Norðausturkjördæmis í dag kallar Framsýn eftir samtali og stuðningi frá þingmönnum kjördæmisins hvað varðar áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur.
„Við fögnum þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit, en Vegagerðin hefur ákveðið breytingu á hámarkshraða í sveitarfélaginu.
Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Hans er með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafa rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum.
Ofbeldishegðun í samfélaginu hefur aukist töluvert undanfarin misseri og hefur lögregla miklar áhyggjur af stöðunni segir á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Frá landnámi hefur vinnusemi verið okkur Íslendingum í blóði borið. Það er meginstef í sjálfum Íslendingasögunum að dugnaður sé dyggð en leti löstur. Það var í sjálfu sér eðlilegt í harðri lífsbaráttu, hvort sem var til sjávar eða sveita. Fólk þurfti að vera að vinna frá morgni til kvölds til að svelta ekki.
„Ég tel því réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða á umræddum lóðum, heldur ætti að fækka þeim eða jafnvel falla alveg frá öllum byggingaframkvæmdum við Miðholt 1-9,“ segir Jón Hjaltason óflokksbundinn fulltrúi í skipulagsráði Akureyrar.
Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt að gera 5 ára þjónustusamning við rekstraraðila Hopps Akureyri.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Romain Chuffart er Nansen prófessor í heimskautafræðum.
Leikfélag Dalvíkurbyggðar fær hrós í hástert fyrir metnaðarfulla og vandaða uppfærslu á verkinu Fram og aftur eftir bandaríska leikskáldið Sean Grennan. Leikritið, sem nú er sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, er bæði heillandi og hugljúf hugleiðing um tímann, ákvarðanir sem móta líf okkar, og þá sem við deilum þeim með.
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.
Háskólinn á Akureyri (HA) í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), Akureyrarbæ og Kennarasamband Íslands (KÍ) bjóða til Ráðstefnu um gæði kennslu.
Skrifað hefur verið undir verksamning við fyrirtækið Nesbræður um gerð hringtorgs og göngu- og hjólastíga við Lónsá, á mótum Hörgársveitar og Akureyrarbæjar.
Umferð hópferðabíla um Innbæinn á Akureyri var til umræðu á fundi skipulagsráðs en á þeim fundi var lagt fram erindi frá Jóhanni Garðari Þorbjörnssyni um það efni.
Laugardaginn 22. mars nk. kl. 14 standa meðlimir í félaginu Ísland-Palestína fyrir kröfugöngu á Akureyri til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart ástandinu í Palestínu. Kröfugangan hefst við Akureyrarkirkju, gengið verður niður Gilið, inn Göngugötuna og að Ráðhústorgi, þar sem verður ræðuhald.
Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafni Akureyrar á laugardag, 22. mars kl. 15.Sýning Emilie Palle Holm, nefnist Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru,. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.