Á morgun sunnudag kl 14-16
HREYFUM OKKUR TIL GÓÐS!
Hjaltastaðir efnir til viðburðar þar sem nokkrir velunnarar Hjaltastaða mun koma fram og sameina okkur í skemmtilegri hreyfingu.
Einnig mun móðir Hjalta segja nokkur orð og leiða okkur í hugleiðslu og slökun.
Þetta er viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Það verður myndakassi á staðnum til að taka skemmtilegar myndir saman.
Einnig verður happdrætti með hverjum aðgöngu miða og flottir vinningar í boði.
Þetta er frábært tækifæri til að hreyfa líkama og hug, hlæja, njóta samveru og styðja mikilvægt málefni á sama tíma.
Aðgangsmiði kostar 3000 kr og fylgir lukkumiði með öllum miðum. Frítt fyrir börn. Borgað við hurð og hægt að greiða með korti (posi á staðnum).
Taktu þátt, hjálpaðu til við að rífa upp orkuna og hreyfðu þig með okkur til góðs

– saman getum við gert stórkostlegt!
Þeir sem munu koma fram eru:
Hildur Sólveig Stuðpinni
Þórunn Kristín Gleðipinni
Neó Týr Hauks dansari mun sýna verk eftir sig.
Rannveig Tinna, Bríet Halldóra og Heba Dröfn dansálfar
Hafþór Önundarson rokkkálfur
Íris Alma söngengill
Gerður Ósk móðir Hjalta Snæs og algjör fjörkálfur
Hjaltastaðir – staður til að byggja sig upp
Hjaltastaðir er fyrir fólk 18 ára og eldri, sem standa höllum fæti og hafa ekki náð að fóta sig í lífinu - það fær tækifæri til að finna styrk, öryggi og samstöðu.
Þar gefst fólki rými til að hægja á sér, taka skref í átt að sjálfstæði og verða betur undirbúið fyrir daglegt líf.
Við trúum því að allir eigi skilið stað þar sem þeir geta blómstrað – stað sem býður upp á hlýju, skilning og stuðning. Hjaltastaðir eru slíkur staður.
Til þess að við getum haldið áfram þessu mikilvæga starfi þurfum við þinn stuðning. Með því að taka þátt í fjáröflunarviðburðinum leggur þú þitt af mörkum til að skapa úrræði, umhyggju og tækifæri fyrir þá sem þurfa mest á því að halda.
Saman getum við breytt lífum.
Velunnarar viðburðarins eru meðal annars:
CCEP Iceland styrkir viðburðinn með með gosi
Freyvangsleikhúsið
Skíðaþjónustan
Taste og Malik
Lín design
Berjaya Iceland Hotels
Avis bílaleiga
Vitinn mathús
Úlfsaugu Aura
Myndabox Akureyri
auk annarra gjafabréfa